10. Nóvember.2005. Ein og einmanna aftur

Jæja þá er ég aftur orðin ein og einmanna. Eisinn minn farinn uhuhuhu

Ég eyddi vikunni áður en hann Eisi kom í það að læra og læra, því ég þurfti að lesa fullt og ég þurfti að skila verkefni í þessari viku. Svo síðasta fimmtudag ákvað ég að taka lest til London. Þannig að ég var komin til London um 22 leytið á fimmtudagskvöld. Ég eyddi restinni af kvöldinu með Tinnu og Michel að kjafta og glápa á sjónvarpið. Svo ákvað Tinna að sýna mér myndband með einum stand up comedian sem heitir George Carlin. Viti menn haldið þið ekki að gaurinn sé líka svona drep fyndinn. Mér alla veganna langar að fá meira efni með honum því hann er í alvöru talað drep fyndinn.
En já svo í hádeginu á föstudagskvöldinu fór ég á Heathrow að taka á móti elskunni minni. Við fórum svo saman heim til Tinnu sem var svo sæt að skilja eftir lykla handa mér. Þar fengum við okkur kaffi, horfðum á George Carlin á meðan að við settum virus forritið á gang á tölvunni minni því hún var eitthvað ekki alveg að virka. Svo þegar að tölvan mín var búin að skanna sig fórum við út á lestarstöð og tókum lest heim til Preston. Um kvöldið ákvað ég að taka Eisa út á uppáhalds veitingastaðinn sinn Pizza Hut. Eftir alveg geðveikt góða pizzu með manninum mínum fórum á uppáhalds pöbbinn minn að fá okkur bjór með vinkonum mínum 2 þeim Vestu og Remke. Svo fórum við bara heim að njóta þess að vera saman. Svo á laugardeginum kúrðum við og sváfum fram eftir og um eftirmiðdaginn fórum við á röltið í bænum og svo fengum við okkur að borða. Eftir matinn fórum við á pöbbinn og fengum okkur nokkra bjóra og spiluðum pool. Sunnudagurinn fór svo í leti og kúr og út að borða og kósý videó kvöld.
Svo því miður rann upp mánudagurinn þar sem eftir skóla fórum ég og Eisi að rölta í bænum og svo þurftum við að vera komin á lestarstöðina fyrir kl 15 því lestin hans Eisa átti að fara15:09 og átti hann að vera komin til London einum og hálfum tíma fyrir innskráningu upp á velli. En það tekur ca 45 mín að komast frá lestarstöðinni í London upp á flugvöll, þannig að þessi lest var fullkomin. Nema hvað við komum á lestarstöðina 10 mín í 15 og kíkjum á skjáinn eftir lestinni hans Eisa en hún var hvergi á skjánum. Við tékkum í afgreiðslunni og gellan segir að lestin hafi verið canceled, eins og ekkert væri fucking eðlilegra en að hætta bara við hina og þessa lest án þess að láta neinn vita. Það eina sem Eisi gat gert var að bíða eftir næstu lest sem kom ekki fyrr en 15:46 og var ekki komin til London fyrr en 18:46. Sem var eiginlega bara mjög slæmt því Eisi átti að vera kominn upp á völl kl 19. En ég meina það var ekkert hægt að gera við þessu annað en að halda coolinu.
Þannig að já Eisi tók sem sagt þá lest og að sjálfsögðu var smá seinkun þannig að hann var ekki komin til London fyrr en 19:10 og svo eftir brjáluð hlaup og stress og eina lest í viðbót komst hann loksins upp á flugvöll kl 20:10 og vélin átti að fara í loftið kl 21. Þannig að já ekki skemmtileg ferð hjá honum til London.
En já ég er sem sagt aftur orðin ein án hans Eisa míns og sakna ég hans alveg geðveikt mikið. En ég get þó alla veganna huggað mig við það að ég er að koma heim eftir ca 6 vikur og mun ég vera heima í rétt rúmar 2 vikur. Að vísu mun mikill tími af dvöl minni heima fara í það að læra því ég hef alveg heilan helling af skilaverkefnum og prófum þegar ég kem aftur hingað í byrjun janúar.
Svo núna er þessi vika bara búin að fara í það að læra. Að vísu fór mánudagskvöldið í það að vera leið og einmanna og var ég varla að meika að fara inn í herbergið mitt því það var svo einmannalegt þar. En ég meina ég er búin að komast yfir það núna.
Svo var ég að tala við Rakel vinkonu mína frá því í líffræðinni og hún er að koma til englands í byrjun des og ætlar hún að eyða einni helgi hjá mér. Þannig að ég er mjög glöð með það og bíð spennt eftir að hún komi í heimsókn til mín.
En alla veganna ég er eiginlega að flýta mér smá með að skrifa þetta þar sem ég þarf bráðum að fara að sofa en ég var bara ekki búin að setja neitt hingað inn svo lengi. Enda getið þið bara gleymt því að ég fari að eyða tímanum mínum með honum Eisa mínum að skrifa blogg.
En já heyrumst vonandi fjótt
Heyriði haldið þið að mín sé ekki að gleyma einu geðveikt mikilvægu. Hvað haldið þið að draumaprinsinn minn hafi gefið mér í afmælisgjöf? Jamm splunkunýjan motorolla síma. Þessi geðveikt þunni og flotti með risa skjánum. OHHHH ég veit, ég á æðislegan unnusta. Love u ástin mín

Leave a comment