5.Janúar.2006.

GLEÐILEG JÓL, GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG SKAMMIST ÉG MÍN fyrir að skrifa ekki neitt.
 Ég vil bara byrja á því að óska öllum gleðilegra jóla og nýs árs. Ég vona að þið hafið ÖLL átt alveg yndislega hátíð með annað hvort fjölskyldu, vinum, hvoru tveggja eða öðru hvoru.
Ég fékk leti og þunglyndis kast dauðans þegar ég kom heim á elsku klakann. Því nefnilega, vanalega þegar ég kem heim frá útlöndum þá er ég súr yfir því að vera komin heim frá hinu spennandi útlandi. En í þetta skipti var þetta öðruvísi ég BÝ bókstaflega í útlandinu, ég er í skóla, að læra og það getur verið mjög erfitt og togstreitandi á köflum, og ég er búin að sakna Eisa og kisanna og fjölskyldunnar og vinanna og hins hreina, fámennta, vingjarnlega og æðislega klaka sem við búum á 😀 einnig skrítið að í staðinn fyrir að fá fína jólagjöf frá vinnustaðnum þetta árið þá fékk ég bara hrúgu af skilaverkefnum fyrir nýja árið frá skólanum ( haldið að það sé breyting 8|).  Ég verð að segja að það var SVOOOOO gott að koma heim. Þannig að ég hékk bara heima að njóta þess að vera með Eisa og kisunum, heima upp í nýja sófanum að horfa á alla þættina sem ég var búin að biðja Eisa um að downloada fyrir mig. Og bara vita af því að ég var HEIMA. Það er letikastið fyrir utan að ég lærði nú eitthvað líka inn á milli.
Hins vegar þunglyndiskastið stafaði af því að ég í staðinn fyrir að vera ánægð yfir að vera komin heim, og njóta þessa stutta tíma, þá sat ég ánægð yfir að vera komin grátandi þann stutta tíma. Sem orsakaði það að ég fór næstum ekkert út úr húsi, vildi bara vera heima. Það er ástæðan fyrir því að vinir mínir fá sein komnar jólagjafir (takk fyrir mig, þið vitið hver þið eruð sem fenguð ekki og ég lofa að koma með eitthvað fínt um páskana handa ykkur, sorry) og að ég hitti sama sem engan meðan á dvöl minni stóð, ekki nema fólk kíkti í heimsókn eða bókstaflega dró mig út á eyrunum. Again, lofa ég að vera meira aktvív um páskana og hitta fólk. Ég nefnilega er búin að ákveða að það gengur ekki að velta sér upp úr hlutum og þegar ég kem heim um páskana þá ætla ég að vera jákvæð og fara út og gera hluti. Enda er líka ekki eins mikið stress og vesen um páskana eins og það eru jólin.
Alla veganna það sem ég gerði í fríinu mínu heima var að fara í ýmis boð hjá bæði fjölskyldunni minni og Eisa. Rölti laugaveginn á Þorláksmessu og verð ég að viðurkenna að það var einum of mikið af fólki í bænum fyrir minn smekk. En samt fínt að fá að upplifa þetta loksins :o.
Svo milli jóla og nýárs fórum ég og Eisi í rómantíska 2 nótta ferð upp í sumarbústað. Sem var bara æðislegt. Bara ég og hann að hanga, kjafta, fara í heita pottinn og spila. Mér finnst bara frábært að við getum ennþá farið bara 2 í sumarbústað og virkilega notið þess að vera 2 ein saman eftir rúmt 6 ára samband.
 Gamlárskvöldið fór ekki eins og við ætluðum í upphafi. Í upphafi ætluðu pabbi og mamma að koma í mat til tengdó eins og þau gera árlega, nema að haldið þið ekki að elsku foreldrar mínir hafi bara tekið stundar ákvörðun að skella sér til Kanarý í viku, yfir gamlárs, frábært hjá þeim en samt leiðinlegt að hafa ekki getað verið með þeim, sérstaklega þar sem ég sé þau svo sjaldan. En í staðinn fyrir fyrri plön fórum við í mat hjá verðandi tengdaforeldrum, bróður hans Eisa. Það var alveg meiriháttar gaman, frábær félagskapur manna og 5 hunda. Glæsilegar veitingar og geggjaðir flugeldar á vegum frænda hans Eisa. Svo eftir veisluna þar fórum við í partý til vinar hans Eisa sem var einnig mjög fínt.
Svo kom bara einn þynnku og pökkunar dagur og svo var ég farin út aftur. Og hér er ég, byrjuð á fullu í skilaverkefnum og veseni. Ég mun sem sagt verða á fullu fram til 19 des og þá vonandi mun ég getað slappað aðeins af.
Núna þarf ég að fara að sofa svo ég geti vaknað snemma á morgun til að klára skilaverkefnin mín 2 fyrir föstudag.
Sakna þess að vera heima en hey that’s life.
Kossar og knúsar

Leave a comment