7.Febrúar.2006. Myndir

Ég er loksins búin að koma myndum inn á bloggið, og búin að setja allt í röð og reglu

Ég setti myndir sem höfðu verið teknar fyrir löngu síðan og nýlegar myndir inn í Preston albúmið og þar í sub-album: sett inn 4 feb. Og svo gerði ég líka albúm sem heitir skóla tengt, bæði nýjar myndir og gamlar sem ég hafði ekki sett inn fyrr en nú. Þannig að núna getið þið kíkt
Ég ætlaði í bíó á laugardagskvöldið en Lula ákvað að nenna ekki í bíó, þannig að ég spurði Helene hvort hún vildi kannski kíkja út í 1-2 drykki, því mig langaði virkilega ekki að sitja heima á laugardagskvöldið. Hún var til í það, en þegar að við byrjuðum að taka okkur til þá kom í ljós að Julien og Pauline voru að fara að hitta nokkra Spánverja á einhverjum pöbb og ákváðum við að fara með þeim. Eftir klukkutíma bið eftir að Julien og þá sérstaklega Pauline gerðu sig tilbúin þá loksins fórum við af stað. Þegar að við komum á pöbbinn sem við ætluðum á, kom í ljós að allir voru að fara þaðan inn á einhvern skemmtistað sem heitir The Green. Þannig að við löbbum út af pöbbnum og allt í einu frá því að vera kannski 7 þá vorum við allt í einu orðin um 20 manns. Eintómir Spánverjar, 5 Frakkar og ég.  Ég verð að segja að staðurinn virkaði ekkert spes að utan og eftir að hafa þurft að borga 3 pund inn þá varð ég fyrir sjokki og mig langaði helst að fara niður, fá peninginn endurgreiddan og láta þau í afgreiðslunni borga MÉR pening fyrir að þurfa að fara þangað inn. Ömurlegur staður, greinilega ekkert nema einhverjir ógeðs dópistar og guð veit hvað, skítugt og ógeðslegt  Eina ástæðan fyrir því að ég keypti mér bjór þarna var að þeir seldu bara bjór í dósum eða flöskum, þannig að ég gat verið viss um að það var ekki eitthvað í drykknum mínum sem átti ekki að vera þar, og þegar að ég var ekki að drekka úr dósinni minni þá gat ég sett puttann í gatið þannig að ekkert færi í dósina sem á ekki að fara í hana. Ég held að af okkar ca 20 manna hóp, þá voru kannski 5 sem fýluðu staðinn, allir hinir voru að reyna að gera það besta úr kvöldinu með að dansa af sér ógeðheitin. En ég hins vegar ákvað að sitja bara á einum stað hjá dansgólfinu og tala við fólkið sem var ekki að meika staðinn og bara bíða eftir því að einhver úr mínu húsi var tilbúin til að fara heim, fór ekki einu sinni úr kápunni .
Ekki skemmtilegasta kvöldið mitt hér í Preston, enn þó ný upplifun og ný staðreynd: ÉG MUN ALDREI FARA ÞANGAÐ AFTUR. Subbu place.
Sunnudagurinn fór svo í að horfa á National Geographic channel, því við fengum ókeypis aðgang að henni í gær í mánuð. Whoohoo ég elska allskonar svona heimildaþætti.
Svo í dag var bara venjulegur mánudagur, C.S.I. tími frá 13-15 og í dag vorum við að læra um myndavélar og hvaða stillingar og filmur við eigum að nota við hvaða aðstæður og hvernig og hversu mikið af myndum við eigum að taka af þeim vettvangi sem við þurfum að taka myndir af. Aðeins öðruvísi en það sem maður sér í sjónvarpsþáttunum C.S.I., í þáttunum taka þau bara nærmyndir af öllu því sem þau finna. En í alvörunni þá þarf maður að taka endalausar myndir og svo þarf maður að skrá þær allar niður um leið og maður tekur þær. Þ.e. númer hvað myndin er, hvað er maður að taka mynd af, hversu langt frá hlutnum er myndin tekin, og annað.
Þannig að eins og okkur var gefið dæmi: í herberginu er dauður einstaklingur og við hliðina á honum er blóðpollur og hnífur, á öðrum stað í herberginu aðeins frá líkinu er svo byssa og ca 5 blóðug fótspor. Það fyrsta sem við gerum þegar að við komum inn í herbergið er að taka í minnsta lagi 3 myndir úr hverju horni á herberginu til að ná öllu svæðinu eins og við komum að því. Svo þarf maður að ganga á milli sönnunargagna og setja númer/fána við þau, og svo þarf maður að taka 3 myndir aftur úr hverju horni. Svo þarf maður að taka myndir þannig að sönnunargögnin séu í tengslum við hvert annað. Þannig að við tökum eina mynd sem þekur hnífinn, líkið og blóðpollinn. Aðra sem tengir svo hnífinn, líkið og blóðpollinn við byssuna og fótsporin. Svo aðra sem tengir byssuna og blóðugu fótsporin og svo framvegis. SVO þurfum við að taka nærmynd af öllum sönnunargöngum fyrir sig, ein fyrir hnífinn, ein fyrir líkið og svo framvegis. Þannig að í þessu tilviki þyrftum við að taka í minnsta lagi 35-40 myndir, plús það að skrá niður hverja einu og einustu mynd um leið og hún er tekin. Hmmmm tímafrekt . Ég er eiginlega satt best að segja mjög ánægð með það að hafa ekki ákveðið að verða að crime scene investigator, því í alvöru þá er það ekki eins skemmtilegt eins og það virkar í sjónvarpinu. Ekkert nema skriffinnska og meiri skriffinnska. Þeir segja að um 80% af C.S.I. vinnu sé BARA skriffinnska og hin 20% eru að skoða og gera hvað sem þau gera til að finna sönnunargögnin. Þannig að ég er bara mjög sátt við það að fá mín bein og sitja og skoða þau og jú að sjálfsögðu skrifa en ég þarf þó ekki að skrifa jafn mikið og the C.S.I.´s. Samt gaman að fá að sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig í alvörunni.   
Svo í fyrramálið er 4ja tíma verklegur tími í C.S.I. þar sem við munum öll fá okkar myndavélar og munum þurfa að eyða þessum 4 tímum í að taka myndir af guð veit hverju úti. Vonandi mun ég þó alla veganna eitthvað af þessu og það er að kannski að fara að taka betri persónulegar myndir
Svo fáum við 2ja tíma hlé og svo tekur við 2ja tíma fyrirlestur í the expert witness.
Þannig að ég ætla bráðum að fara að sofa, hafið það gott þangað til næst.

Leave a comment