12.Mars.2006. Framhald nokkrum dögum síðar

Ég er búin að vera svo upptekin við að lesa heimildir fyrir ritgerðina mína og leita í tölvunni að fleiri heimildum, að mig langaði ekkert að skrifa blogg síðustu daga því ég var komin með meira og minna nóg af tölvunni

Og ofaná þetta þá þarf ég líka að skila inn skýrslu bráðlega og til þess að skila mjög góðri skýrslu þá hef ég þurft að skanna inn teikningu af öllum beinunum og laga allt til og teikna inn á það, einnig hef ég þurft að búa til endalausar töflur og fleira drasl.(fyrir forvitna þá mun ég setja inn mynd af því hvað ég skannaði inn, mun láta vita þegar kemur inn).  Þannig að já, ég er meira og minna allan daginn í tölvunni. En ég verð að viðurkenna að ég ELSKA nýja skannann minn (prentarinn/ljósritunarvélin/skanninn). Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur gert við ýmsar myndir og texta þegar að maður er búinn að læra inn á þetta  Ég er alveg pottþétt á því að nýi skanninn minn mun hjálpa til við að ýta einkunninni fyrir skýrsluna mína upp á við. Því kennarinn minn er alltaf að segja að við megum ekki skila inn neinu handskrifuðu eða teiknuðu.
En já, ég ætlaði víst að segja ykkur frá því hvað ég gerði á mánudagskvöldinu og svo fram að deginum í dag. Á mánudagskvöldið var ég búin að ákveða að fá mér hvítvín og sitja svo inn í herbergi að lesa bókina mína (þar sem það var nú engir tímar á þriðjudaginn í skólanum vegna verkfallsins). Mik var í fríi þennan dag, þannig að hann og Helene voru líka búin að kaupa sér hvítvín og ætluðu greinilega bara að slappa af í stofunni. Eftir að ég var búin að fá mér að borða og var á leiðinni inn í herbergi að lesa, spurðu þau mig hvort ég vildi ekki hanga með þeim að spila og drekka vín. Ég held að ástæðan fyrir því að þau spurðu var aðallega vegna spjallsins míns við Mik um daginn í eldhúsinu. Ég held að hann hafi einhvern veginn áttað sig á því að ég ER einmanna og að ég er ekki svo leiðinlegur félagsskapur og ofaná þetta allt þá var hann að fíla tónlistina sem ég er með í tölvunni .
Þannig að ég ákvað að slá til og við eyddum öllu kvöldinu í að spila teningaspil og kjafta, drekka vín og hlusta á tónlist. Ég verð að segja að þetta var virkilega indælt kvöld og ég skemmti mér bara mjög vel með þeim. Ég mundi gefa upp djamm fyrir svona kvöld hvenær sem er. Ég veit ekki hvort það er aldurinn að segja til sín, of mikið djamm á yngri árum eða bara hreinlega persónuleikinn, en mér finnst bara hreinlega ekkert gaman að djamma á skemmtistöðum eða troðfullum partýum lengur. Satt best að segja þá hefur mér ekki fundist það gaman í alla veganna nokkur ár núna.
En nóg um það. Þar sem það var enginn skóli á þriðjudag né miðvikudag þá hékk ég bara heima báða dagana og skiptist á því að leti haugast og að læra og lesa bókina mína (sem ég er by the way búin að klára og hef ekkert að lesa núna annað en skólabækur). Ef einhver vill lesa bók en hefur ekki hugmynd um hvaða bók, þá mæli ég með þessari. Hún heitir Labyrinth og það mætti segja að hún væri í svipuðum flokki og The Davinci Code. Virkilega spennandi og vel skrifuð bók með mjög góðu plotti. Helmingur bókarinnar gerist snemma á 13 öld og ég verð að segja að maður nær alveg að lifa sig inn í þennan gamla tíma.
En já á fimmtudag var bara þessi venjulegi skóladagur og læra um kvöldið. Á föstudögum er svo enginn skóli en þar sem við þurfum að gera eitt case work, og við erum bara með tvennar líkamsleifar fyrir þetta verkefni þá hefur okkur verið skipt niður að eigin vali niður á nokkra daga. Ég ákvað að velja fyrsta daginn (því þannig er ég búinn fyrr og get unnið að skýrslunni sem við eigum að skila fyrir þetta verkefni). Þannig að ég ákvað að velja föstudaginn (og var sú eina þann dag, því enginn annar vildi vera á föstudaginn). Þannig að síðasta föstudag fór ég í skólann kl 9 um morguninn að vinna að verkefninu mínu. Þetta er í þriðja skiptið sem ég vinn að svona verkefni nema í hvert skipti á mismunandi líkamsleifum (þegar ég segi líkamsleifar þá er ég að tala um bein ekki einhverjar rotnandi, full vefjaðar leifar). Í hin 2 skiptin áttum við að einbeita okkur að því að greina: aldur, kyn, hæð, þjóðerni og áverka. En fyrir þetta verkefni áttum við að greina allt hitt, en við áttum einnig að einbeita okkur að the taphonomy ( orðið sem ég finn ekki íslenska þýðingu fyrir), en gengur út á að geta sagt um hvað varð um líkamann eftir dauða. Þ.e. var líkaminn grafinn/á yfirborðinu/í vatni, eru áverkar eftir rándýr, voru beinin notuð í einhverskonar trúarlegum athöfnum, voru þau endurgrafin og svo framvegis.
Alla veganna, þar sem að ég var ein á föstudaginn, þá mátti ég velja hvorar líkamsleifarnar ég vildi. Einar leifarnar samanstóðu af frekar heillegri beinagrind en hinar var eingöngu hauskúpa. Ég ákvað að taka þetta fyrra, því mér fannst meira spennandi að taka frekar heillega beinagrind. En ég verð að segja að hauskúpan var MJÖG áhugaverð. Þetta var sem sagt hauskúpa sem hafði greinilega verið notuð í einhverskonar trúanlegum tilgangi eða þá að hún var minjagripur morðingjans. Því hauskúpan var greinilega notuð sem kertastjaki, því það voru greinileg ummerki um hvar kertið hafi verið á kollinum og lekandi kertavax niður með fram hauskúpunni, einnig hafði hún verið söguð opin, þ.e. kollurinn var sagaður af, en þó greinilega með smá hiki, því .það er hægt að sjá “fals start” ummerki eftir sögina á beininu. Æ, þið vitið þegar að maður ætlar að byrja að saga í eitthvað, en hikar smá og þá fer sögin í einu sinni til tvivar áður en maður nær laginu. Mjög áhugavert, en ég vildi samt frekar vinna að hinum leifunum, vegna persónulegra ástæðna (ekki það persónluegar að ég vil ekki segja frá þeim, vil bara ekki leiða ykkur á þeim, þó að ef þið viljið vita af hverju þá er ég alveg til í að segja frá því ). En, ég tók þó að sjálfsögðu myndir af hauskúpunni og mun setja þær inn á næstu dögum fyrir áhugasama (mun láta vita hvenær þær eru komnar inn). Í mínu tilfelli þá voru “the taphomical evidence” þau að það var búið að naga nokkur beinanna, væntanlega af hundum, og svo voru sum beinin þakin mold, önnur með mosa leifum á. Svo voru nokkur beinanna með leifar af  uppþornuðum liðböndum á, meðan önnur voru upplituð af sólinni. Þannig að núna þarf ég að finna út hvernig þessar líkamsleifar voru lagðar frá sér og hvað gæti hafa gerst frá því að þær voru lagðar út og þangað til þær voru fundnar. Svona by the way, þá eru þetta alvöru bein úr alvöru morðrannsóknum, sem fóru fram í Bandaríkjunum. Ég veit að hauskúpan var fundin árið 1999, samkvæmt sönnunargagna pokanum sem hún var í, með nafni lögreglumannsins sem fann hana og annað. Hinar leifarnar hljóta að vera frá svipuðum tíma. En núna eru beinin í eigu kennarans míns sem vann að þessum málum í Bandaríkjunum á þeim tíma. Þið hljótið örugglega að vera velta því fyrir ykkur, af hverju kennarinn minn er með þessi bein sem tilheyrðu morðrannsóknum. Hvað get ég sagt, ég er að velta því fyrir mér líka, en spáði allt of seint í því og mun því þurfa að spyrja hana Tal (kennarinn minn) að því á mánudag. En ég býst við því að beinin hafi verið gefin af fjölskyldunum í vísindalegum tilgangi.
Já eitt fyndið, fyrir þá sem hafa HEYRT mig tala um Tal (ekki lesið) þá segi ég alltaf: já hún Tal, kennarinn minn. En seinast þegar ég var í London hjá henni brilliant Tinnu minni, þá var ég að tala eitthvað um skólann og segi; Tal, kennarinn minn. Tinna fékk líka þennan brjálaða hláturskrampa og sagði: HA? Talkennarinnn þinn? hahaha þangað til að hún sagði þetta þá hafði ég aldrei spáð í því hvernig þetta hljómaði . Hún heitir nefnilega Tal Simmons.
En já burt séð frá kennara nöfnum og beinum og öllu því, þá fór laugardagurinn minn allur í það að læra og get ég því ekki sagt neitt spennandi um það. Þannig að ég býst við að færslan sé að enda komin
En svona bara af því að Þórunn vinkona sýndi áhuga og til að svara minni eigin spurningu um muninn á milli þess að vera þjóðrækinn og þjóðernissinnaður, þá hér kemur það (að minni bestu vitund).
Þjóðernissinnaður (nationalistic): einhver sem er mjög trúr menningu og trúarbrögðum þjóðar sinnar og trúir því að þjóðin hans/hennar muni hagnast á því að standa ein með sjálfri sér, frekar en í sameiningu með öðrum þjóðum. Dæmi: múslimaríki, þar sem fólk telur að þeirra menning og trúarbrögð eru betri en annarra.
Þjóðrækinn (patriotic): einhver sem elskar og virðir land sitt. Dæmi: Bandaríkin, eins öfgafullir eins og þeir eru, þá elska þeir landið sitt og eru stoltir af því.
Ok ég trúi ekki að ég setji upp spurningu á bloggið mitt, til að fá góð svör og til að fá kannski aðeins fleiri komment, og ég veit að allir sem kíkja á síðuna mínu eru gáfaðir og flest allir menntaðir/að mennta sig og ég þarf sjálf að leita mér uppi upplýsinga á netinu og svo að þýða þær yfir á góða íslensku og gefa dæmi að eigin skilningi. FÓLK, skammist ykkar, ég er að leita mér að nógu mikilla heimilda í náminu mínu nú þegar, að þið, sem leiðist í vinnunni eða hafið gaman af auka fróðleik og af ögruninni við að leita á netinu eða í bókum, skrifið ekki neitt. By the way, ég er ekki fúl, bara smá svekkt

Leave a comment