7.Mars.2006. NÝTT LÍF, Deit, spjall, þrif og verkfall

Í þetta skiptið veit ég alveg hvar ég á að byrja skrifin mín.
Ég vil byrja á því að óska henni UNU, einni af minni yndislegustu og uppáhalds vinkonu INNILEGA TIL HAMINGJU með litlu nýfæddu prinsessuna

Eftir mjög indælt kvöld með franska parinu sem ég bý með, Helene og Mik (segi frá því seinna), ákvað ég að kíkja aðeins á netið, ég byrjaði á þessari venjulegu rútínu: kíkja á póstinn minn, kíkja á mbl.is og svo að kíkja á vina og vandamanna blogginn. Þegar að ég byrjaði að lesa bloggið hjá henni Hildi vinkonu, komst ég að því að hún Una væri búin að missa vatnið og farin væntanlega á spítala, og by the way Hildur skrifaði sitt blogg upp úr 22 á sunnudagskvöld (og ég tékkaði á blogginu hennar á sunnudagskvöld, en greinilega bara rétt áður en hún skrifaði þessar fréttir). Þannig að klukkan 1:35 í nótt (aðfaranótt þriðjudags) kommenteraði ég á hennar blogg, og eftir að hafa lesið um hana Unu þá varð mér mikið um og ákvað að vera ekki að hringja á þessum tíma og sat, yfir mig spennt að bíða eftir að hringja í fyrramálið í Unu að heyra hvað væri eiginlega að gerast (þó að ég sé ekki á skerinu þá þarf ég samt að fylgjast með, ekki satt?) EN, kl 1:47 fæ ég sms frá Unu að lítil stelpa væri fædd.   Tilviljun?????
Að sjálfsögðu réði ég ekki við mig og hringdi um hæl í Unu, bara stutt samt, rétt aðeins til að segja til hamingju og að vita að allt sé OK og allt það. Svo er planið að gerast smá djörf á námslána peninginn og hringja og tala almennilega við dömuna á morgun þegar hún er ekki eins örmagna eftir fæðingu og þegar sælan af nýju barni er aðeins pínu pons búin að hjaðna. Hihi samt gaman að vera svona langt í burtu, en samt búin að heyra í litlu stelpunni tjá sig í þessum nýja skrítna heimi í gegnum þessa fínu uppfinningu, gsm síma
En já eins og þið lesið þá er ég yfir mig hamingjusöm fyrir hönd vinkonu minnar, en bloggið þarf víst að halda áfram.
Hvað get ég sagt ykkur, helgin fór bæði í það að gera ekki neitt og að gera fullt.
Hmmmm hvar á ég að byrja á þessari sögu. Ok á síðasta ári, áður en ég fór til Preston þá var ég eitt kvöldið að vinna á Kofanum og átti samtal þar við einn af aðal fastakúnnunum okkar. Ungur strákur (ég held að hann sé 22-23 ára) og hann, eftir að hafa komist að því að ég væri að fara til Preston að læra, sagði mér að hann væri líka að fara til Preston að læra á sama tíma og ég, nema bara við annan skóla. Hann gaf mér enska númerið sitt (búinn að búa í Englandi áður) og ég setti númerið hans á vel geymdan stað. En eftir að ég kom til Preston þá komst ég að því að ég hafði sett númerið hans á það vel geymdan stað að ég gleymdi því hvar það var.
Fyrir nokkrum vikum síðan, þegar ég var að taka til og þar með að taka til dót til að taka með til Seattle þá fann ég símanúmerið hans LOKSINS. Eftir að ég kom svo frá Seattle þá ákvað ég nú að sms-a stráknum, þar sem flestir vita þá er ég geðveikt einmanna hér. Eftir nokkur sms fram og tilbaka, komst ég að því að hann Hannes býr í litlum bæ, Bilsborrow, sem er bókstaflega eins og að keyra frá Rvík til Mosó. Þar sem hann var að fara til Liverpool að hitta vin sinn frá Íslandi á föstudag, ákváðum við að hittast á bar í Preston áður (hann þarf hvort eð er að koma hingað að taka lest til Liverpool).
Þannig að síðasta föstudag hitti ég Hannes á bar hérna í Preston, og kjöftuðum við alveg heilan helling um allt og ekkert í um 2 tíma. Virkilega næs að tala við einhvern á sínu tungumáli og um hluti að heiman ( fyndið hversu þjóðrækinn maður verður þegar maður býr einhversstaðar annarsstaðar en heima, ég meina við erum með besta landið, besta tungumálið, besta lambið, hreinasta vatnið, hið mest fallegasta og undarlegasta landslagið og …………………..meni segja mamma mín er orðinn súper þjóðrækin. Trúið mér,  Íslendingar sem búa í útlöndum eru með bestu auglýsingarnar daginn út og inn um Ísland  við ættum að fá borgað fyrir það sem við erum að segja á hverjum degi . By the way þið sem eruð svo mikið að drífa ykkur burt af klakanum, trúið mér, þið eigið eftir að sakna hans til lengdar og fyrr eða síðar eigið þið eftir að lenda í að vera auglýsing fyrir Ísland eins og við hin erum )
En já þetta föstudagskvöld, sagði Hannes mér frá því að það eru Siggurós tónleikar þann 27 eða 28 mars í Manchester og hann og 7 aðrir frá Íslandi væru að fara og að það var laus einn miði.
Ég varð yfir mig spennt og komst að því að ég get fengið miðann fyrir ca 28 pund og að ég hefði væntanlega far um kvöldið eftir tónleikana til Preston með Hannesi (það er nefnilega tími hjá mér í skólanum kl 9 um morguninn), þannig að ég ákvað það að ég væri SKO að fara. En, nei eins og vanalega þá kemur ekkert gott fyrir hana Alex, eins og ég komst að. Þann 27 mars þarf ég að fara í 2 daga field trip með C.S.I. kúrsinum mínum að leita að sönnunargögnum og gera allt eftir bókinni, skrá niður, taka myndir, taka sönnunargögn og bla bla bla og búa í tjaldi og allt það (kemur að þeirri sögu þegar sú ferð verður farin), sem sagt nákvæmlega eins ferð og við fórum í um daginn nema að núna er þetta ALVÖRU ferð og við verðum heila 2 daga að safna gögnum og drasli og í lokin þurfum við að skrifa og skila skýrslu sem mun gilda upp á einkunn. Þannig að engir tónleikar fyrir mig
En já svona er það, en til að halda áfram þá gerðist ekkert SPENNANDI á laugardaginn, annað en það að ég ákvað að taka smá til. Hmmm þessi smá tiltektarsemi endaði í að taka stofuna í gegn á um 20 mín. Svo færði mín sig yfir í eldhúsið.
Ég ætlaði bara AÐEINS að þrífa ofaná hillunum í eldhúsinu, æ þið vitið þar sem öll eldhúsfitan sest að. Hmmm ég endaði á því að eyða 6 klst í eldhúsinu. Ég tók allt ÓGEÐIÐ ofaná eldhúsinnréttingunni (svo ógeðslegt að ég vil helst ekki lýsa því ). Svo víst að ég var byrjuð þá ákvað ég að taka allt úr öllum hillum og hreinsa allar hillurnar og endurraða (þar sem við ákváðum að deila ekki lengur mat, heldur að kaupa inn hver fyrir sig, þannig að það vantaði hillur fyrir alla 6 og við erum búin að biðja um nýjan ískáp og eigum von á honum í vikunni). En já, þannig að ég þreif allt eldhúsið hátt og lágt, bókstaflega. Endurraðaði pottum, pönnum, diskum, glösum etc. Og gerði pláss fyrir 6 manns (3 hillur hver, merkti meni segja hillurnar með post it ). Að sjálfsögðu drakk ég smá hvítvín á meðan, og Helene og Karina fóru í vinnuna sína um 6 leytið, án þess að hjálpa  og Pauline og Julien fóru í partý um 23:30 leytið (þau sögðu þó alla veganna öll TAKK), en ég hélt áfram í eldhúsinu og það var ekki fyrr en um 00:30 þegar að Mik kom heim úr sinni vinnu. Hann kom strax til mín og hjálpaði mér að þrífa ofninn og smá annað (kokkurinn sjálfur svo ánægður að eldhúsið væri tekið í gegn að hann gat ekki annað en hjálpað til :haha , svo eftir þrifin sátum við bara í eldhúsinu, ég og hann, drukkum vín, hlustuðum á tónlist og kjöftuðum alveg heilan helling. Sem var geðveikt fínt, því við tölum svo lítið saman vanalega og það var mjög gott að tala um hvað var að gerast í húsinu og annað áhugavert, og að kynnast almennilega, bara ég og hann (hann er sem sagt kærastinn hennar Helene, og hann vinnur sem kokkur og er því sama sem alltaf í vinnunni og maður sér hann næstum aldrei). 
Sunnudeginum öllum, eyddi ég meir og minna inn í herberginu mínu að læra (þ.e. að lesa og leita að gögnum fyrir mastersritgerðina mína). En í dag mánudag hins vegar, þá vaknaði ég snemma, fór á netið, drakk kaffi, fór í sturtu og annað. Svo fór ég í skólann í C.S.I. fyrirlesturinn minn kl 13, sem endaði upp með að vera stuttur fyrirlestur um PÖKKUN SÖNNUNARGAGNA og verklegur tími í senn um pökkun sönnunargagna (málið er að á þriðjudögum eigum við að vera í 4 tíma verklegu í C.S.I.) EN það er verkfall hjá öllum kennurum, allstaðar í UK á morgun þannig að verklega tímanum var pakkað (eins og sönnunargögnunum) í einn stuttan fyrirlestur/verklegt í dag.
Hmmm orðið nógu langt?????
Ok ég skal segja ykkur hvað ég gerði í og eftir fyrirlestur/verklegt, á morgun…………
Bæ á meðan……………………
P.s. er einhver enn að lesa????????????
P.s.s. Smá keppni: hver getur sagt mér munin á því að vera þjóðrækinn og þjóðernissinnaður, því þegar ég var að skrifa bloggið þá hugsaði ég alltaf um að vera patriotic: þjóðrækinn. En þegar ég leitaði upp svo þjóðernissinnaður þá fékk ég upp í orðabókinni: nationalistic???????????
Hver er munurinn???????????

Leave a comment