10.Nóvember.2005. Enn ein áskorunin

Jamm það er greinilegt að tímabil allt um mig bréfanna er í gangi. Þetta nefnilega gerist á nokkurra mánaða fresti að allir byrja að senda öllum bréf þar sem maður á að segja fullt af hlutum um sjálfan sig.
Ég tel mig vera ágætan team player þannig að ég svara öllum svona bréfum og áskorunum. Hérna kemur sem sagt áskorun sem systir mín sendi á mig fyrir nokkrum dögum síðan og ég hef ekki haft tíma í hana fyrr en núna
1. Hvað er klukkan? Skíttu á puttann. Hahaha barna húmor. Nei, nei klukkan er 22:37
 
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Ekki það að ég hafi nokkurn tímann séð fæðingarvottorðið mitt en ég býst að það sé það sem ég var skírð: Alexandra María Klonowska, sem var svo breytt í Klonowski þegar að við fluttum til Íslands.
 
3. Hvað ertu kölluð/kallaður?  Ég er alltaf kölluð Alex og kynni ég mig sem Alex. Í Póllandi er styttingin á nafninu mína Ola, þannig að allir í Póllandi, ásamt pabba og mömmu kalla mig Ola eða Olenka, Oluchnia. Systir mín, Áslaug gömul æskuvinkona mín og Mílena vinkona mín kalla mig af og til Ollu, systir mín gerir það að vísu reglulega (bara svo ég taki það skírt fram þá fær enginn annar að kalla mig það). Una vinkona kallar mig stundum Lexu. Klara vinkona á til með að taka upp einkahúmorinn og kalla mig Almond. Í Bosníu er ég oft kölluð Sasha eða Sashenka (sem er stytting á nafninu mínu, alveg eins og Ola í Póllandi). Svo rámar mig ekki í neitt meir, en ef ég er að gleyma einhverju endilega kommentið.
 
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni? Ég hef ekki fengið afmælisköku í fjöldamörg ár þannig að ég bara hreinlega man það ekki.
 
5. Hár? Hár hvað? Ef það er verið að spyrja hvort ég sé með hár, þá já ég er með hár, á nokkrum stöðum meni segja
. Ef það er verið að spyrja hvaða hárlit á hausnum á mér, þá er ég með brún svart hár. Ef það er verið að spyrja hversu langt hárið á hausnum á mér nær, þá nær það niður á mitt bak.
 
6. Göt? Again göt hvað? Ef það er verið að spyrja um göt á líkamanum þá er ég með eðlilegan fjölda gata sem kvenmaður fæðist með. Svo er ég aukalega með 3 göt í vinstra eyra, 1 í hægra eyra og 1 í naflanum.
 
7. Fæðingarstaður? Wroclaw í Póllandi
 
 8. Hvar býrðu? Eins og er, er ég að læra í eitt ár í Preston í Englandi, en í mínum heimi þá bý ég í Hafnafirðinum með manninum mínum og kisunum mínum 2.
9. Uppáhaldsmatur? Hmmm ég er algjör sælkeri og elskan flest allan mat.
 
10. Einhvern tímann elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? Já að sjálfsögðu enda er ég svakaleg tilfinningar vera
 
11. Gulrót eða beikonbitar? Ok what the fuck. Hvaða fáranlega spurning er þetta eiginlega. En ok ætli ég verði ekki að segja gulrót
 
12. Uppáhalds vikudagur? Ætli ég verði ekki að segja laugardagar, því maður getur slappað af allan daginn en maður getur samt gert eitthvað um kvöldið því maður á einn afslöppunar dag eftir.
 
13. Uppáhalds veitingastaður? Á Íslandi þá er það Ítalía. Í bosníu þá er það ítalski staðurinn sem ég man ekki hvað heitir í Sarajevo og Camino í Sanski Most. Í Króatíu þá er það Moby Dick.
 
 14. Uppáhalds blóm? Ég er nú alveg svakalega lítið fyrir blóm, en ég dýrka alla litla kaktusa ásamt Aloe Vera.
15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? Mér hefur alltaf fundist gaman að horfa á kvenkyns fimleika, listskauta, Dýfingar, allskonar jaðar íþróttir, og af og til á bíla kappreiðar
 
  17. Disney eða Warner brothers? Æ, ég man aldrei hvaða myndir koma frá hvoru þannig að ég segi bara bæði
18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? American style, BSI (á leið heim úr vinnu eða af djamminu), Nonnabiti og Hlölli. En annars bara hvaða staður sem selur skyndibita mat. Ég ELSKA djúsí skyndibita.
19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn?
Hérna í Preston þá er það einhverskonar kremað teppi. Heima, þá erum við ekki með teppi, hver á Íslandi er eiginlega með teppi heima hjá sér nú til dags?
 
20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? Eisi , Monika systir og plúsinn
 
21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu?  Hugsandi í fljótu bragði þá mundi ég vilja botna heimildina í risastórum stórmarkaði eins og Hagkaup. Ég elska stórmarkaða, mér langar alltaf að kaupa ALLT.
 
22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Horfi á sjónvarpið, hangi í tölvunni, hlusta á tónlist, les góða bók eða bara stari út í loftið.
 
23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Ertu ólétt? Ég meina andskotinn hafi það maður má ekki einu sinni fá smá magapínu, kvef eða jafnvel hnerra án þess að fólk spyrji mann að þessu.
 
24. Hvenær ferðu að sofa? Það er mjög mismunandi. Oftast milli 2-3. En um helgar þá á ég til með að fara að sofa einhvern tímann milli 4-9 fer bara eftir því hvað ég er að gera í hvert skipti.
 
25. Hver verður fyrstur til að svara  þessu? Þar sem ég ætla bara að skora á fólk með blogg þá örugglega Tinna Kofa babe eða hann Gummi
 
  26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? Þórhildur vinkona þar sem hún er mjög upptekin í laganáminu sínu
27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Viljið þið virkilega vita það. Ok: Friends,  Lost, Charmed, CSI Las Vegas, NY og Miami,  medical investigation, NCIS, medium, the 4400, cold case, stargate SG-1, Stargate atlantis, grey’s anatomy, most haunted og margt fleira28. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Honum Eisa mínum
 
29. Ford eða Chevy? Ford
 
30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu?  Rétt innan við klukkutíma
 
Ok þá vitið þið það og ég ætla sem sagt bara að skora á alla sem eru skráðir inn á blogg síðuna mína. Þið vitið hver þið eruð

   

Leave a comment