4.Október.2005. VÁ mikið að læra

Oh my god ég vissi að ég mundi þurfa að læra mikið og lesa alveg fullt. En ég hafði ekki hugmynd um að það væri svona brjálæðislega mikið. Þar sem ég vil standa mig vel og fá góða mastersgráðu þá þarf ég virkilega að LÆRA á hverjum degi alveg fullt af drasli og svo daginn eftir þarf ég að reyna að læra þessa hluti alveg utan af. Ég eyði alla veganna 6 tímum á dag í að læra og það er samt ekki nóg. Sérstaklega þar sem ég er líka alveg ágætlega mikið í skólanum.
Á mánudögum er ég frá 9-12 án þess að fá pásu (jú kannski 2×5 mínútna pásu) og svo fæ ég klukkutíma í mat og svo er ég í verklegu frá 13-15 en það dregst alveg örugglega langt fram yfir kl 15 því eftir tíman megum við vera eftir að skoða beinin og ég varð eftir í dag og ég veit að ég mun verða eftir örugglega alltaf í 1 til guð veit hvað marga tíma lengur. Mér finnst bara svo þægilegt að setja ein og skoða beinin gaumgæfilega. Enda mun betra að vera með beinin í hendinni heldur en að skoða þau í bók.
Á þriðjudögum er ég svo frá 9-11 og aftur í verklegu frá 13-15+
Á miðvikdögum er ég svo frá 9-11
Á fimmtudögum er ég frá 9-11 og verklegt 13-15+
Á föstudögum er ég svo ekki í neinum tímum, fyrir utan að það er einn tími sem stendur yfir í klukkutíma og hann er fyrir þá sem vilja fá hjálp í tölfræðinni.
Já ég sagði tölfræðinni, OJJJ, ULLABJAKK, ÓGEÐS VIÐBJÓÐUR
.
Ég er nefnilega í kúrs núna sem heitir devolopmental anatomy og það er kúrsinn sem er á mán, þrið og fimmtudögum. Þessi kúrs stendur yfir í 6 vikur og felur hann í sér að við lærum öll landmerki á öllum beinum, þar með vöðva-, æða- og taugafestingar á beinunum (brjálaður utanbókarlærdómur ). En mér finnst þetta alveg fáránlega áhugavert og mér finnst ekki leiðinlegt að eyða 6-10 tímum á dag að læra þetta
Svo hinn kúrsinn er research methods, og er hann alla mánudaga frá 11-12 og miðvikudagana. Þessi kúrs felur aðallega í sér allskonar rannsóknar tölfræði. Sem mér og öllum hinum MS nemunum og öllum þeim sem voru með mér í líffræðinni og hreinlega öllum sem ég þekki finnst alveg algjört GUBB. Það eru sem betur fer allir forensic MSc nemar í þessum kúrs og erum við því ekki ein að þjást . Því miður er þessi kúrs alveg fram í desember  UHHHHUUUUU
En það eina sem bjargar þessu er það að kennarinn okkar er alveg meiriháttar frábær, fyndinn og bara hreint út beint æðislegur maður. Hann er eldri prófessor sem er kominn á eftirlaun og er hann bara með eindæmum fyndinn. Alltaf að gera einhver mistök í tölvunni, gerir endalaust grín að sjálfum sér og er hann með þennan kaldhæðna, svarta, breska húmor. Í dag var fyrsti tíminn hjá honum og lágum við öll í hláturskasti meira og minna allan tíman. Þannig að það er honum að þakka að ég held að ég muni lifa þennan kúrs af og jafnvel veita athygli í tímum. Enda ekki annað hægt
Það eina sem skyggir á þennan svona líka áhugaverða og skemmtilega masterskúrs er það að ég mun örugglega aldrei fá vinnu við þetta . Þannig að ég er að eyða 8000 pundum og heilu ári í það að læra eitthvað bara af því að mér finnst það vera áhugavert. Sé að vísu engan veginn eftir þessu og mér finnst frábært að vera að læra þetta og ég veit að ég er góð í þessu en þetta missir einhvern veginn tilgang þegar maður hugsar að allt það sem ég er að læra mun bara vera til þess að ég kann fullt af dóti og er alveg svaka klár en það mun kannski enginn nokkurn tímann fá að sjá það. Jú nema mamma þegar ég fer til hennar á sumrin  Anywho
Hvað get ég eiginlega sagt ykkur meir. Ég fór í skólann, var þar allan daginn og svo kom ég við á bókasafninu þar sem ég hékk á netinu í smá tíma. Svo fór ég heim, borðaði og lagði mig í klukkutíma og fór svo að læra kl 20 og var að læra þangað til 1:30. Á meðan að ég sat uppi að læra, sátu Julien, Helene, Pauline, og spænsku stelpurnar Ana og Maria (fékk loksins að hitta á hana) niðri að horfa á dvd sem Julien leigði fyrir okkur í kvöld. Ég því miður gat ekki horft á myndina en ég vona að ég geti horft á hana annað kvöld. Því hérna eru myndir leigðar í 2-3 daga. Ekki eins og heima, bara í einn dag.
Við erum þvílíkt að nýta okkur Blockbusters fyrir fríar myndir. Málið er það að þegar ég skráði mig hjá þeim þá fékk ég fría mynd í kaupbæti og svo fékk ég einnig miða til að gefa vini og bjóða honum að skrá sig hjá þeim. Svo núna lét ég Julien fá miðann minn og hann fór með miðann í Blockbuster og fyrir það fæ ég aðra fría mynd. Hann hinsvegar fær fría mynd þegar hann skráir sig og vinamiða. Hann lætur Pauline fá miðann og þá fær hann fría mynd og Pauline fær fría mynd þegar hún skráir sig og svo framvegis. Þannig að við eigum nokkrar fríar myndir inni hjá þeim  Svo er planið að þegar fríu myndirnar eru búnar þá förum við bara á videoleiguna sem er nálægt okkur og þar fáum við allar myndir á 1 pund (meni segja nýjar myndir, á meðan að í Blockbuster eru gamlar myndir á 2,75 pund eða 3 gamlar fyrir 5 pund og nýjar myndir eru á 3,75 pund). Okkur finnst við vera svo sniðug
Já svo kemur hann Michael kærastinn hennar Helenar og fimmti leigjandinn í húsinu á morgun. Mér hlakkar til að hitta hann og mér hlakkar líka til að við getum loksins farið að versla inn á bíl. Hann mun nefnilega koma á bílnum sínum frá Frakklandi og þar sem allar ódýru og góðu matvöruverslanirnar eru langt í burtu þá verður gott að fá bíl til að geta verslað í matinn. Því matur fyrir 4-5 manns í viku eða 2 er ekki svo léttur þegar maður þarf að labba með hann í 20 mín. Svo að vísu öfunda ég Helene ekkert smá, því annað kvöld mun hún fá að kúra og sofa við hliðina á kærastanum sínum á meðan að ég mun ekki fá að knúsa minn fyrr en eftir mánuð og þá bara í nokkra daga  SKÆL, SKÆL. En svona er lífið.
Jæja ég hef ekkert meira að segja í bili
Hmm þið hljótið að vera ánægð með þessa semi stuttu færslu
Heyrumst

Leave a comment