Friday, 13 April, 2007

Númer 2

Posted in Uncategorized at 3:59 am by lexusinn

Hvað get ég sagt.

Ég er búin að vera ömurlegur bloggari, en það hvað ég blogga lítið sýnir kannski hversu ömurlegt sjálfsálitið er búið að vera. Ég reyni mitt besta að sýnast kát og ánægð, en er það ekki innst inni, og eiginlega er það ekki heldur á rétt undir yfirborðinu.

En á YFIRBORÐINU er ég voða bjartsýn og ánægð.

Jú, það var fínt í USA þarna fyrir löngu síðan. Skoðaði í New York, var kalt. San Antonio er mjög flottur bær/borg. Ekki þessa venjulega bandaríska borg. Miðbærinn býður upp á “the River Walk” sem er í algjörum evrópu stíl. Lítil á sem rennur í gegnum miðbæinn og þar er búið að gera veitingastaði, bari og fleira við bakka ánnar sem er voða kósí. Þar átti ég góðar stundir.

Nenni ekki að tala um það núna.

Var á fröken Reykjavík í kvöld að styðja hana Jóhönnu Völu sem er (fyrir þá sem vita ekki), bróðurdóttir hans Eisa míns. Gullfalleg stelpa sem margir hafa kannski séð í Hagkaups auglýsingum síðustu mánuði. En já það var meiriháttar fínt í kvöld á Brodway. Og eftir mikil öskur og læti þá lenti mín fallega Vala í öðru sætu sem fröken Reykjavík, og valin sem vinsælasta stelpann í símakosningu 🙂 🙂 🙂

Þannig að þessa síðustu daga (páskarnir meðtöldum), þá á ég að ungfrú Reykjavík númer 2 sem bróðurdóttur mannsinn míns (hvað er ég Helga????? ganvart henni, ekki svilkona, ekki mágkona, skilurðu, þá er ég að meina Helgu upp á skrifstofu 🙂 ).

Einnig þá hjálpuðum ég og Eisi, systur minni að mála litla herbergið fyrir hann litla ófædda systurson minn Gabríel meiriháttar sætt, hálfur fjólublár veggur með borða með súper sætum hvolpum á, og geggjað ljós sem er kanína. ÓGEÐSLEGA SÆTT.

En, já mig langar samt ekki að segja mikið þessa daga. Gæti skrifað alveg fullt um allt, eins og ég er vön, en MIG langar bara ekki það mikið til þess.

ÉG  er að hugsa um að láta lítið fara fyrir mér þangað til að sjálfsálitið hækkar og allt það.

Þangað til, ég læt alla vita um leið og ég fæ vinnu, eða mun finna mér vinnu. Þannig að getum við sleppt því umræðuefni, nema að ég byrji að tala um það fyrst.

Frábært