20.September.2005. ÓHEPPNI OG SÚPER PIRRINGUR

Afhverju í andskotanum þarf ég alltaf að vera svona FUCKING óheppin?????????
Það eru 2 útskýringar:
1.       ég fæddist undir ólukkustjörnu
2.       þetta er í genunum
Eða þá er það kannski bæði.
Nefnilega ef ég spái í það þá í gegnum kynslóðarnar hefur ólukkan leikið við alla fjölskylduna mína, og þegar að ég meina ólukka þá meina ég peningaleg ólukka.
Ég er svo brjáluð, ég fór og tékkaði á flugmiðum á sunnudaginn og flug til London Stansted með icelandexpress var venjulegt þ.e.a.s frá 9749 kr til 10.749 aðra leið, sama og ég flaug með út á kynningarvikuna. Þannig að ég ákvað að tékka með icelandair til Glasgow og fékk miðann á 14.100 kr báðar leiðir (ca 21.000 með sköttum). Nema hvað VITI MENN haldið þið ekki að ég fái núna áðan tilkynningu frá icelandexpress að það væru tilboð í gangi og flugið aðra leið kostar núna 4645 kr. Ansk, djöf, fu……..shit
Ég sem vildi hvort eð er bara fá aðra leið en það var ódýrara að kaupa báðar. En nei núna hefði ég geta keypt mér miða aðra leið fyrir 4645 kr. AFHVERJU  er ég svona óheppin, vá hvað ég hata þetta.
Þetta er bókstaflega alltaf svona hjá minni fjölskyldu. Ef við kaupum eitthvað rándýrt þá 2 dögum seinna lækkar verðið um helming. Ef við svo LOKSINS lendum á einhverju góðu tilboði, þá er varan gölluð, eða þá að hún gerir ekkert annað en að bila á mánaðarfresti. Ef við eignumst pening t.d. vegna vinnu í erlentum gjaldmiðli, þá fellur gengið harkalega niður mánuði seinna og svo fucking framvegis. Ohhhhh ég er svo pirruð yfir þessu að ég er að fara að tárast. Fær maður aldrei neitt brake???
En samt segir stjörnuspekin mín og þessir 2 miðlar sem ég hef farið til alltaf að ég eigi eftir að vera heppin í peningamálum. Hmmmm ekki alveg að gera sig.
 
En nóg um það. Ég er búin að gera sama sem ekki neitt frá því að ég kom heim. Ég er búin að sofa út, slappa af og taka smá til heima og svo hinsvegar í dag fór ég að erindrekast. Ég fór niður í Lín með pappíra, fór í bankan, á kofann að fá mér kaffi og lesa séð og heyrt, svo fór ég að leita mér að heyrnartólum fyrir tölvuna mína svo ég geti talað við fólk á skype. Ég fann tól á 1990 kr sem eiga víst að vera mjög góð, en svo fann ég líka önnur á 6500 kall sem eiga að vera súper góð og svo eru þau líka súper cool. Mér dauðlangar í þessu dýru og flottu, en samviskan og buddan segir mér að kaupa þessi ódýrari. Crap ég ákvað að bíða með þetta þangað til á morgun því að ég get ekki ákveðið mig. Hmmm kannski ef ég kaupi þessi dýru á 6500 þá munu þau kannski daginn eftir lækka niður í 2000 
Já ég er ennþá geðveikt bitur.
Já svo tékkaði ég líka á snúru fyrir nýju myndavélina mína, æ þið vitið snúran sem tengist úr myndavélinni í tölvuna til að downloada myndunum. Mér nefnilega tókst að týna minni, væntanlega í Belgíu. En þar sem ég er ég þá auðvitað tókst mér að týna réttu snúrunni, enda kostar þessi ekki nema rétt tæpan 7000 kall . (kaldhæðni, fyrir þá sem ekki fatta ).
Já einmitt, svo hringdi ég líka niður á heilsugæslustöðina mína til að fá að vita um bólusetningar sem ég hef fengið. Málið er það að skólinn úti segir að við eigum að fá bólusetningu gegn heilahimnabólgu C og svo aðra sprautu með 5 bóluefnum í og þar á meðal eru rauðir hundar og eitthvað annað. Ég hef ekki fengið gegn meningókokkum C þar sem ekki var byrjað að bólusetja gegn því fyrr en ´99, og svo sagði hjúkrunarfræðingurinn minn að bólusetningarnar sem ég fékk sem barn eru úreltar, þarf að endurnýja þær. Þannig að á morgun ætla ég að fara á heilsugæslustöðina og fá bólusetningar gegn t.d. mænusótt, stífkrampa, rauðum hundum, heilahimnubólgu og kannski eitthvað fleira. Gaman, gaman . Hún nefnilega sagði við mig að maður þarf að endurnýja sumar af þessum bólusetningum sem maður fékk sem barn eftir ca 10-14 ár og úps ég hef ekki endurnýjað neitt, þannig að……..
Hafið þið????????????????
Já og svo um kvöldið þá bauð hann pabbi minn okkur Eisa út að borða á Tapas barinn. Við fengum okkur gott að borða og smá rauðvín, smá spjall. Virkilega indælt, alltaf gott að hitta hann elsku pabba minn  Hvar væri ég án hans og mömmu?
 Í fyrsta lagi ekki til  og í öðru lagi þá væri líf mitt ekki eins gott og það er núna. Hmmm mér finnst ég eiga besta pabba og mömmu í öllum heiminum
Ég ætla að hætta að bögga mig á minni greinilega arfgengu peninga ólukku og fara að hugsa um mína svakalega mikla lukku í að eiga æðislega, elskandi, heilbrigða og hreinlega frábærustu foreldra, systur og ömmu, ólýsanlega frábæran, hjartahreinan og elskandi unnusta, 2 geggjuðustu ketti í heimi og hreinlega FRÁBÆRA og stóra verðandi tengdafjölskyldu og að sjálfsögðu má ekki gleyma öllum hinum frábæru vinum sem ég á að.  
Hvurn fjandann er ég að kvarta ÉG ER RÍK, virkilega, virkilega RÍK 
Jú þetta virkar ég er komin úr því að vera í vondu, pirruðu skapi út í það að vera í mjög elskandi skapi
Eigum við ekki að enda þetta á því……………………………….

Leave a comment