14.September.2005. MJOG LONG FAERSLA og nyja simanumerid mitt

Jæja gott fólk, ég veit nú ekki alveg hvar ég á að byrja þannig að ég held ég byrji á byrjuninni

Ég lagði af stað á flugvöllinn kl 5 á sunnudagsmorgni og tók svo vél kl 7:30. Ég lenti í London kl 11:30 að staðartíma og þar keypti ég mér lestarmiða til Preston. Ég þurfti nú að byrja á því að taka 45 mín lest frá flugvellinum að Liverpool str. í London og þar átti ég svo að taka neðanjarðarlestina til Euston lestarstöðvarinnar og þaðan átti ég svo að taka ca 3 tíma lest til Preston. Nema hvað þegar að ég kem til Liverpool str. þá drösla ég fjandans 22kg og hjólalausu töskunni minni niður fullt af tröppum (annað hjólið datt af þegar að við komum til Belgíu frá Sarajevo, og ég gleymdi alltaf að láta gera við hana) og eftir allt vesenið með þungu töskuna niður tröppurnar þá bíð ég á brautarpallinum ásamt fullt af fólki í örugglega 5 mín þegar þeir tilkynna að þessum subway væri aflýst og það mun ekki ganga neinn á þessari línu í allan dag. Þeir bentu svo á aðra línu sem fólkið ætti að taka. Þannnig að ég drösla fjandans draslinu mínu aftur upp allar tröppurnar og fylgi öllu hinu fólkinu á annan brautarpall sem var virkilega langt niðri í jörðinni (mjög langur og brattur rúllustigi) nema að þegar að ég var komin þangað þá í fyrsta lagi ef ég hefði tekið þá lest þá hefði ég þurft að skipta allaveganna einu sinni í viðbót til að komast þangað sem ég þurfti að fara og í öðru lagi þá var svo mikið af fólki þarna að ég var farin að fá innilokunarkennd. Þannig að ég ákvað bara að þetta væri ekki þess virði og tók mitt hafurtask og fór aftur upp og ákvað að taka leigubíl að Euston lestarstöðinni. Þar þurfti ég svo að bíða í klukkutíma eftir lest, en það sem að bætti allt þetta var að ég fékk Starbucks kaffi (namm namm).
Svo klukkan 15:01 fór lestin af stað til Preston, það var mikið af fólki sem var að fara og lítið af plássi í lestinni þannig að ég sat við hliðina á einhverri stelpu og sætin voru frekar óþægileg. Ég reyndi að sofna eitthvað en það tókst frekar illa. Svo klukkan 18 var ég komin til Preston. Á lestarstöðinni var svo fólk frá háskólanum sem tók á móti manni og svo kom bíll að ná í okkur frá lestarstöðinni að háskólanum. Það voru 2 þýskar stelpur að bíða eftir bílnum líka þannig að við byrjuðum að spjalla fullt (æ þið vitið þetta venjulega chit chat, hvaðan eruð þið, hvað eruð þið að læra, hvar munið þið búa bla bla bla). Þegar við komum að einni háskólabyggingunni fengum við allskonar bæklinga og lykla að herbergjunum okkar. Svo átti að vera einhverskonar “international party” á einum stað sem mætti eiginlega líkja við stúdentakjallarann heima. Þannig að ég og þýsku stelpurnar 2 hentum draslinu okkar inn, í þessi líka þunglyndis herbergi og fórum svo 10 mín seinna yfir á “stúdentakjallarann”. Þar var fullt af fólki og matur í boði og allskonar. Einhvern veginn í gegnum litlu þýsku stelpurnar kynntist ég 3 amerískum stelpum og einni franskri. Svo einhvern veginn fór ég bara að tala við þessar 3 frá usa og eina frá frakklandi og týndi einhvern veginn þessum 2 þýsku, sem hvort sem er voru ekki svo voða áhugaverðar. Æ þið vitið 22 ára mömmu stelpur, og við vorum ekki alveg að klikka saman ef þið fattið J. Eftir að hafa setið á stúdentakjallaranum í ca 2 tíma ákváðum við hinar stelpurnar að fara á einhvern klúbb í bænum þar sem allir útlensku stúdentarnir ætluðu. Við komum þangað að ég held um 22 leytið og það var sama sem enginn þarna, enda ný búið að opna. Við keyptum okkur nú eitthvað að drekka (ég að sjáfsögðu bjór og þær gos) og svo sátum við þarna bara. Svo um 23 leytið byrjaði fólk að hrúgast inn, og neðri hæðin á staðnum var opnuð. Við fórum á neðri hæðina ásamt flestum öðrum og þar var dansgólf og fullt af fólki. Við dönsuðum og dönsuðum og fórum svo heim um 2 leytið. Það voru nokkrir gallar á þessu kvöldi
 
1. þessar stelpur eins yndislegar og þær eru, þá voru þær samt ekki æ þið vitið ekki mínar týpur.
2. það var 2 fyrir 1 á barnum og alltaf þegar ég fór að versla mér EINN bjór þá fékk ég tvo bjóra og vandamálið var auðvitað það að stelpurnar drukku ekki bjór þannig að einn bjór fór eiginlega alltaf til spillis, því ég meina ég gat ekki verið á dansgólfinu með 2 hálf líters bjóra
3. Ég var mjög þreytt en samt æ þið vitið þetta var fyrsta kvöldið og þessir fyrstu dagar og kvöld ganga allir út á það að reyna að kynnast sem flestu fólki, þannig að ég lét mig hafa þetta.
En það var þó einn góður plús að hafa kynnst þessum stelpum og það var að ég feilaði á því að taka með mér sængurver og það er frekar ógeðslegt að sofa undir sæng og ofaná kodda sem er ekki með sængurveri þannig að ein þeirra Jez var það indæl að hún lánaði mér sitt sængurver, lak og allt það (því hún hafði komið með sitt eigið, og svo hafði hún líka fengið aukalega með herberginu), þannig að það bjargaði mér alveg.
En allaveganna ég er orðin frekar þreytt, þannig að ég ætla að hætta núna og skrifa restina af ferðinni minni og upplifun minni hér á morgun vonandi. Því ég er ekki með nettengingu hér þannig að ég verð að skrifa allt í word og setja það svo inn á netið í einni af háskólabyggingunni á morgun.
Þannig að þangað til næst
Ástkveðja til allra
 
Jahá þannig standa málin að ég fór á netið í einni háskólabyggingunni í dag en málið er það að allar tölvurnar eru læstar inn í svona litlum skáp með stál rörum fyrir, og það var ekkert USB tengi framan á tölvunni og það var ekki möguleiki að draga tölvuna fram til að stinga að aftan þannig að ég gat ekki sett inn færsluna mína sem ég skrifaði í gærkvöldi  og einnig ég hafði ekki tíma til þess að hlaupa í aðra byggingu vegna þess að ég þurfti að hitta fólk.
Þannig að já núna mun ég setja inn langa lesningu handa ykkur.
Má ég sjá ég var búin að segja ykkur hvað ég hafði verið að bralla á sunnudaginn og nú er því komið að mánudeginum og þriðjudeginum. Eftir allt klúbba röltið á sunnudagskvöldinu vaknaði ég nú samt um 10 leytið á mánudagsmorgninum. Eftir að hafa tekið mig til labbaði ég niður í “aðalbygginguna” og fór með hóp af fólki í skoðunartúr með einum eldri nemenda. Í hópnum voru 2 franskar stelpur, sem byrjuðu að tala við mig frönsku því þær héldu að ég væri líka frönsk (fyndið allir frakkar hérna, og það er fullt af þeim, halda að ég sé frönsk). Allaveganna eftir að hafa sagt stelpunum að ég væri íslensk þá talaði ég voða lítið við þær. Nema að eftir að við erum búin að vera labba í ca 20 mín þá byrjar önnur franska stelpan að tala pólsku í símann, þannig að þegar hún var búin þá aðsjálfsögðu snéri ég mér við og sagði að vísu við hana á ensku: ahhh svo þú ert pólsk, og einhvern veginn eftir það þá byrjuðum við 3 að spjalla fullt saman. Svo þegar túrinn var að klárast þá löbbum við einmitt framhjá byggingunni þar sem maður átti að redda sér húsnæði, þannig að við 3 ákváðum að enda túrinn og fara á skrifstofuna. Þegar við erum á skrifstofunni kemur í ljós að annarri stelpunni vantaði líka húsnæði þannig að við fórum að spá í það að kannski leita að einhverjum stað þar sem við gætum leigt saman. Og upp frá því hófst líka þessi frábæri vinskapur milli mín og stelpnanna tveggja. Önnur heitir Karina og hún er pólsk en flutti til Frakklands fyrir 15 árum, hin heitir Helene (sú sem ég ætlaði að leigja með) og hún er 100% frönsk og svona líka frábær stelpa. Við eigum alveg fáranlega mikið sameiginlegt og við urðum strax alveg virkilega góðar vinkonur. Ég ætlaði að reyna hitta stelpurnar sem ég hafði kynnst kvöldið áður en mér fannst þessar svo frábærar að ég ákvað að hanga með þeim frekar
 
Eftir að hafa verið á skrifstofunni settumst við fyrir utan og fengum okkur sígó (þær reykja báðar  ) og ég og Helene fórum að ræða húsnæðis mál og komust að því að við vorum alveg sammála um allt í sambandi við það og ákváðum að við myndum leigja saman. Svo fórum við allar að versla í matinn. Ég keypti mér fullt af vatni og bjór og 1 pott, 1 beittan hníf, 1 glas og pappa diska (það er nefnilega ekki einu sinni pottlok eða brotinn gafall þar sem við búum núna). Þær keyptu einnig alveg hrúgu af drasli og svo vorum við í mestu vandræðum með að drösla þessu öllu heim. Þetta var svo þungt að við stoppuðum á 10 metra fresti til að hvíla okkur . Svo eftir að hafa dröslað öllu inn á herbergi þurftum ég og Helene að fara að byrja að leita að húsnæði. Málið var það að einhverra hluta vegna var farinn að vera mikill skortur á húsnæðum fyrir stúdenta. Háskóla skrifstofan átti engin húsnæði eftir þannig að þau bentu okkur á fasteignasölur í bænum sem voru með herbergi fyrir stúdenta á leigu. En málið var það að það var einnig farinn að vera skortur þar. Það voru stúdentar hlaupandi út um allan bæ, stressaðir og ligguð við hauslausir að reyna að leita sér að herbergjum. Þannig að við ákváðum að drífa okkur líka á þessar skrifstofur. Nema hvað þegar við komum þangað þá var þetta greinilega satt, fyrsta skrifstofan átti engin herbergi eftir og sú næsta það sama og svo framvegis. Þannig að við hlupum hingað og þangað þangað til að ein skrifstofan gaf okkur samband við einn gaur sem átti 2 laus herbergi. Við höfðum alveg 2 tíma þangað til við áttum að hitta hann svo hann gæti sýnt okkur þannig að við héldum áfram að reyna að leita að einhverju öðru. Við fundum fyrir algjöra tilviljun búðarglugga með nokkrum auglýsingum fyrir herbergi, þannig að við skrifuðum númerin niður og fórum svo að kaupa okkur símkort.
Eftir að hafa reddað símkortum fórum við að fá okkur bjór á einni kránni og biðum eftir að gaurinn mundi sækja okkur. Hann kom loksins og við fórum að skoða húsið. Það var fínt en voðalega langt í burtu frá skólanum og einnig langt í næstu strætóstoppistöð þannig að við tókum það ekki. Eftir þetta hringdum við í númerin sem við höfðum tekið úr búðarglugganum og það var bara einn staður með laus herbergi. En vandamálið var bara það að þetta var hús með 5 herbergjum og gaurinn vildi bara leigja það til 5 manna hóps, en við vorum bara 3. Það er að segja ég, Helene og kærastinn hennar sem mun koma að búa með henni eftir 2 vikur. Þannig að við sömdum við gaurinn að ef við myndum finna 2 manneskjur í viðbót þá mundum við fá að skoða húsið. Við ákváðum að tala við eina franska stelpu og einn franskan strák sem komu frá sama háskóla og Helene og Karina og sem betur fer voru þau líka enn að leita.
Þannig að við ákváðum að við mundum öll leigja saman og ég og Helene og Karina fórum að skoða húsið kl 20 um kvöldið. Vá ég verð að segja ykkur að við urðum alveg ástfangnar af húsinu, það er sem sagt eitt stórt herbergi, stór stofa og mjög fínt eldhús á fyrstu hæðinni. Á annarri hæð er svo stórt baðherbergi og 2 stór herbergi og eitt mjög lítið. Svo á 3 hæð er ris herbergi, einnig mjög stórt og fínt. Svo er líka pínulítill “garður”, og það er þvottavél og allar græjur. Þannig að við segjum við gaurinn að við elskuðum húsið og við vildum búa þarna. Að vísu voru einhverjir 7-8 vinnu menn sem búa þarna núna þannig að gaurinn sagðist mundu hringja í okkur daginn eftir og ræða málin betur. Eins og hvenær við gætum flutt inn og etc. Við vorum alveg í sjöunda himni og fórum og elduðum okkur pasta og fengum okkur bjór til að fagna vonanandi verðandi húsinu okkar. Svo eftir mat kom vinur stelpnanna til okkar (auðvitað franskur líka) og við fórum á eina krá og drukkum þar einn bjór og svo loka allar krárnar svo snemma (11:30) þannig að við hittum amerísku stelpurnar 2 og þessa einu frönsku sem ég hafði verið með á sunnudagskvöldinu og við fórum öll á einn skemmtistað í bænum. Ég, Helene, Karina og Julian (vinurinn) vorum að vísu ógeðslega þreytt eftir öll íbúðarleitar hlaupin um daginn þannig að við fengum okkur bara einn bjór og svo fórum við bara heim að sofa um 1 leytið.
Þannig að já fyrir þá sem eru en að lesa þá vitið þið það
Allaveganna ég ætla EKKI að hafa þetta lengra og ég reyni að skrifa á morgun hvað ég var að gera í dag (skiljiði  ).
Over and out
Já fyrir þá sem vilja senda mér sms eða hringja þá er númerið mitt hérna úti:
00-44-7716940349

Leave a comment