Monday, 5 March, 2007

Komin heim frá USA

Posted in Uncategorized at 4:47 am by lexusinn

Jæja allir,

Ég er sem sagt komin heim frá bandaríkjunum. Fyrir þá sem vita ekkert hvað ég er að tala um þá fór ég sem sagt á American Academy of Forensic Sciences ráðstefnu til San Antonio, Texas, með 2 nætur stoppi í New York.

Ég að vísu átti að koma heim á mánudagsmorgunin en kom ekki fyrr en á þriðjudagsmorgun FÁRVEIK og ómöguleg. Þess vegna er ég ekki búin að skrifa neitt fyrr en núna.

Ég mun örugglega ekki skrifa allt saman í einni færslu því að þá verður það of langt. En það byrjaði á því að ég kláraði veggspjaldið mitt sem að ég var alveg súper ánægð með þó að það hafi kostað tæpan 12.000 kall að prenta. Svo fórum ég og Eisi að leggja höfuðið í bleyti með hvernig við ættum að pakka því svo að mundi ekki eyðileggjast á leiðinni. Ég hafði fengið svona veggspjalda hólk frá pabba, en hann var alltof stuttur. Þannig að það kom til greina að kaupa nýjan einhvern fínan hólk sem án efa kostar fullt af pening, eða að nota veiðistangar hólkinn frá tengdó, sem að var frekar langur. Þannig að Eisa mínum datt þessi líka sniðuga hugmynd í hug að fara að kaupa pípulögn. Já, bara þessa venjulegu sem píparar nota utan um pípur. Eisi fór því og keypti svoleiðis. Sagaði hana í rétta lengd og ég var tilbúin að flytja fína dýra veggspjaldið mitt. Þetta var nú kannski ekki alveg það mest professional lúkkið sem hægt var að finna, en þetta var ódýrt og svínvirkaði.

En já svo sunnudaginn 18 feb. keyrði Eisi mig uppá flugvöll og í annað skiptið á ævinni tékkaði ég mig inn á saga class. Jamm, my man did it again :). Nokkrum dögum fyrir brottför gaf Eisi mér umslag og sagði að þetta væri seinbúin útskriftargjöf. Í umslaginu var ágætis magn af dollurum 🙂 og kvittun þar sem að ég hafði verið færð upp á Saga class. 🙂 🙂 🙂 🙂   Ekki slæmt það, saga class alla leiðina til New York og til baka, rétt tæplega 6 tíma flug. Draumur í fucking dós (bóksaflega, hahaha, fljúgandi dós þar að auki). Þannig að ég sem sagt kvaddi minn æðislega mann og dreif mig í gegnum fríhöfnina, og keypti linsur og linsuvökva á met hraða og þeytti mér inn á saga lounge, þar sem ég fékk fullt af mat og endalaust af drykkjum innan um leðurstóla og allskonar fín heit. Hmmmm, gæti alveg vanist þessum lífsstíl.  

Svo var farið um borð og látið stjana við sig til fulls í röð 2 í vélinni :). Matseðill, drykkir fyrir flugtak og strax eftir, vín og kaffi, grand marnier, og desert. Og bara name it, NICE. Svo var ég númer 4 til að fara frá borði og þurfti þess vegna ekki að bíða í vegabréfseftirlitis röð, sem á til með að vera frekar löng stundum. Ég er ekki að grínast, ég elskaði þetta saga dæmi. Ég er alveg til í að sleppa öllum blómum og skartgripum og litlum gjöfum ef ég gæti bara alltaf ferðast á saga class. 🙂 Hmm ódýr í rekstri, en samt ekki :).

En ég er svona að spá, þar sem ég hef ekki mikið að segja þessa dagana þá ætla ég að reyna að dreifa ferðinni minni á nokkrar færslur svo að ég hafi nú eitthvað til að skrifa fyrir áhugasama.

Næsta færsla gerist því í stóra eplinu NY. Lesumst.