7.Janúar.2006. Verkefni og fleiri verkefni

Jæja þá er ég búin að skila 2 verkefnum af mér, forensic anthropology case skýrslu, sem felur í sér greiningu á beinagrind, aldur, kyn, hæð, meinafræði, áverki fyrir dauða, áverki valdandi dauða og áverki eftir dauða. Svo tölfræði verkefni sem var mjög auðvelt en þar sem ég er mjög ryðguð og mjög áhugalaus um tölfræði þá náði ég að klára verkefnið með snilldar hjálp frá tölfræði snillingnum, vinkonu minni Tinnu. TAKK Tinna þú ert snillingur.
Þannig að núna eru bara 4 verkefni eftir. 10 mín fyrirlestur um áverka, 20 mín fyrirlestur um bone remodelling, 3000 orða ritgerð um greiningu á hæð einstaklings frá beinum og verklegt próf á beinum bæði barna og fullorðinna. JEJJJJ gaman gaman 
En já, 19 janúar er dagur sem ég er að bíða eftir, þá er allt búið og ný önn hefst þann 20 jan.
Þetta er nefnilega ekki eins og heima að maður klárar eina önn með próftörn og fær svo afslappandi jólafrí og svo byrjar maður á nýrri önn. Nei, nei hérna er það þannig að ég var með fullt af skilaverkefnum fyrir jól, svo fékk ég 2 vikna jólafrí með fullt af verkefnum hangandi á mér sem ég á að skila eftir jól, og svo mætti ég 3 janúar á þriðjudeginum í einn klukkutíma í  fyrirlestur, og þurfti svo að gera verklega æfingu á rannsóknarstofunni (greining á beinagrind fyrir skýrsluna mína). Svo mættum við á fimmtudaginn í 1 ½ tíma fyrirlestur hjá gesta lesara, sem var að vísu mjög áhugavert. Gaurinn er frá the National Army museum of London, og hann var að segja okkur frá öllum skotgröfunum og öllu því meðfylgjandi, eins og skotum, byssum, gassprengjum, líkamsleifum og þar fram eftir götunum,  sem þeir væru að finna eftir aðallega fyrstu heimstyrjöldina. Þetta var fyrir hádegi, en eftir hádegi var “verklegt” gaurinn var sem sagt að sýna okkur ýmis skot og kenna okkur hvað er hvað á þeim og svoleiðis, ýmis konar sprengjur og hvernig þær virka og svo framvegis. MJÖG áhugavert, eitthvað annað að gerast en að skoða bein .
Alla veganna frá og með deginum í gær þá eru engir fyrirlestrar fyrr en 20 janúar, bara eintóm skilaverkefni. Ég verð nú að segja að ég er hálf fúl yfir þessu skipulagi, því ef þetta hefði verið skipulagt betur og hægt væri að skila verkefnum inn með eingöngu emaili þá hefði ég getað verið heima í alla veganna 1 og hálfa viku í viðbót. En svona er lífið víst, fullt af óvelkomnum uppákomum
Þannig að í dag, eftir að hafa skilað inn verkefnunum hittumst ég, Lula, Becky, Viv og Natasha (bekkjarsystkini mín) í skólanum og fórum fyrst í eina búð hérna í bænum þar sem ég keypti mér glænýjan prentara/skanna/ljósritunarvél HP PSC 1610 fyrir prentara jólagjafa peninginn sem ég fékk frá elsku pabba og mömmu (99.99 pund sem eru tæpar 10.700 kr, ekki mikill munur þar sem ég hef heyrt að þessi nýi prentari með góða dóma sé bara á ca 12.000 kall heima, greinilegt að það er ekki svo mikill munur á tölvuvörum á milli Íslands og Bretlands). En mér vantaði prentarann og ljósritunarvélina þannig að ég er hæðst ánægð. MAMMA OG PABBI, TAKK FYRIR JÓLAGJÖFINA
Svo eftir að ég var búin að kaupa prentarann fórum við stelpurnar heim til mín að horfa á nýja seríu af þáttum sem kallast Bones. Þetta eru þættir byggðir á bókum konu sem er réttarmannfræðingur, en ákvað að skrifa bækur, svona eins og CSI bækurnar. Málið er það að þessir þættir eru svo mikið BULL. Ég meina þessir þættir/bækur eru greinilega hugarórar konu sem fór í réttarmannfræði, vann við það í mörg ár og fattaði það að allt fólkið í kringum hana, CSI fólkið og löggurnar voru greinilega að gera allt það skemmtilega á meðan að hún sat á rannsóknarstofu skoðandi eingöngu bein af og til. Því í fyrsta lagi eru þessir þættir algjört kjaftæði vísindalega séð (eins og CSI þættirnir), það sem þau eru að finna og það sem þau geta gert er algjört bull frá A-Ö. Svo í öðru lagi þá sýna þessir þættir alveg band vitlausa hlið á vinnu réttarmannfræðinga. Við göngum ekki um með byssur og skjótum á vondu kallana, við erum ekki í sjálfsvarnar og kung fu og guð veit hvað námskeiðum til að berja vondu kallana, við sjáum ekki um að elta vondu kallana og við söfnum ekki heldur sönnunargagna. CSI liðið gerir það ekki við, það eina sem við gerum er að fá bein í hendurnar og við greinum þau. Ég meina jú, á næstu önn tek ég einn kúrs í crime scene investigation, en ástæðan fyrir því er aðallega sú að kynna mér verk hinna, og að kunna að ganga um glæpa vettvang (crime scene) ef ég skildi vera kölluð út á vettvang þar sem bein fundust. Þannig að já þessir þættir eru algjört bull, en samt gaman fyrir okkur að horfa á þá og gagnrýna allt það sem er ekki satt
Sem sagt þá er núna föstudagur kominn á enda og ég hef eiginlega ekkert mikið meira að segja. Ég ætla því að kveðja að sinni.
P.s Eisi ég elska þig meira en allt. Tinna mín ég veit að þú skilur mig  enda ertu búin að lenda í þessum aðstæðum oft. Tóta, get sömuleiðis ekki beðið eftir að sjá þig um páskana. Gummi minn takk , og eftir alla þína tölvu hjálp þá held ég að ef eitthvað þá skuldi ég þér. Hildur mín, frábært að hitta þig fyrir tilviljun, og já gott að eiga góða vini, þó maður hitti þá ekki oft þá helst vináttan vonandi í marga áratugi komandi, gleymi þér aldrei þó ég hitti þig sjaldan

Leave a comment