31.Ágúst.2005. Framhaldið

Orðin smá spennt yfir framhaldinu??? Eða ekki en ég meina þá er það ykkar vandamál
. Djöfull er fínt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu, engin próf, enginn skóli (enn sem komið er), enginn vinna….EKKERT. Núna sit ég heima að hlusta á tónlist og drekka rauðvín. Heikir hefur ekki vikið frá mér frá því að við komum heim og Eisi er sofandi, enda þarf hann að vakna í vinnuna í fyrramálið, greyið. Nei en ég verð nú samt að segja að mér líður frekar fáranlega. Mér finnst ég einhvern veginn vera hangandi í lausu lofti. Ég meina það var eitthvað vesen með skólann, ég nefnilega sendi þeim staðfestingu um það að ég væri búin með BS gráðuna mína. En það komst víst ekki til skila, en svo skrifaði ég email til skólans og hann Lee sem er head of department sagði að það væri ekkert mál, ég myndi bara koma með skírteinið mitt þegar að ég myndi koma út. En ég er samt ekki búin að skrá mig á kynningarnámskeiðið (því það er ekkert útfyllingarblað búið að koma) og rukkun fyrir skólann er ekki enn komin. Ég er ekki búin að kaupa flugmiða út, ég er ekki í vinnu ég er bókstaflega einhvern veginn hangandi í lausu lofti. Ég veit að ég er að fara út ca 10 sept en mér finnst ég ekki vera að fara neitt, og það er ekkert fyrir mig að gera hér. OH my god ég er að farast úr einhversskonar absurd aðgerðarleisi.

 
En nóg um það ég ætlaði víst að segja ykkur frá því hvað ég og Eisi gerðum eftir hið frábæra föstudagspartý í ghetto hverfinu í Belgíu. Já ég nefnilega sagði ykkur ekki það að staðurinn sem við gistum á og þar sem brúðkaupið var er svona samansafn af litlum þorpum með 1-5 km bili á milli hvers þorps ( að ég held, enda annaðhvort full eða þunn þegar keyrt var á milli) . Á þessum stöðum, sérstaklega þá í stærsta þorpinu sem heitir Charleroi þá er glæpatíðnin mest í allri Belgíu (sem er ein af hæstu glæpatíðni löndum í Evrópu) og flest húsin eru í meira og minna niðurníðslu, sem að mér fannst þó að vissu leyti sjarmerandi, og local fólkið talar um þessi þorp sem ghetto hverfi Belgíu. Að vísu eftir að hafa verið í Bosníu þá finnst mér þau hús sem eru í niðurníðslu þarna í Belgíu vera sama sem ný. Einnig það var sama sem ekkert þarna nema einstaka vínbúð og 1-2 veitingastaðir ef það. Þannig að það var að vissu leyti voða spes að vera þarna. Allt öðruvísi en ég bjóst við. Já og ég var næstum því búin að gleyma að segja ykkur frá creepy ísbílnum…. Það er allaveganna 2svar á dag sem ísbíll keyrir um göturnar. Svona alvöru ísbíll með svona ísbíla tónlist. BARA CREEPY. Þið vitið ísbíllinn með creepy tónlistina sem er í mörgum svona hryllingsmyndum og hann kemur og gleypir lítil börn. ÞETTA VAR BARA SPES. Fucking scary ísbíll

En já á laugardagsmorginum klukkan rúmlega 10 (brúðkaupsdeginum sjálfum) hringir hótel síminn okkar og þá voru það foreldra hans Jónasar sem voru að vekja okkur og minna okkur á hádegismatinn sem þau voru búin að bjóða okkur í. Við frekar þunn eftir gærkvöldið drifum okkur af stað til að ná morgunmatnum sem var til kl 11. Við borðuðum eitthvað smá en fórum niður þó aðallega út af kaffinu, djúsnum og vatninu . Eftir “morgunmatinn” drifum við okkur aftur upp á herbergi í sturtu og fórum í okkar fínustu föt. Svo fórum við niður á hótel veitningastaðinn þar sem stressaði brúðguminn og foreldrar hans hittu okkur. Þar fengum við okkur súpu og salat og kampavín (sem fór svona hálf treglega niður í maga). Svo sótti Lúlú okkur og keyrði okkur á partý staðinn frá því kvöldinu áður s.s. heim til foreldra Muriel þar sem Muriel og Siggi (ásamt litlu Thelmu), Andri og Ian gistu. Þar fékk Eisi sér bjór ásamt ný vaknaða fólkinu, á meðan að ég fékk mér vatn og svo smá rauðvín á meðan að allir voru að taka sig til. Svo var keyrt beint í kirkjuna.

Athöfnin var mjög glæsileg þó að ég (eins og allir hinir sem skildu ekki frönsku, þar með að vissu leyti brúðguminn sjálfur) skildi ekki neitt. Athöfnin var þó frekar óvenjuleg miðað við það sem maður þekkir hérna heima. Í byrjun las Andri ljóð á íslensku við púltið, svo kom einhver frönsk ræða frá prestinum og svo komu 2 vinkonur hennar Sophie (brúðurinn) og lásu einhverjar hjartnæmar ræður sem við skildum ekki. Svo fór sjálf vígslan fram á frönsku, sem var þó þýdd í bæklingnum sem við héldum á. Að vísu náði ég ekki að fylgjast með því af því að litla Thelma þeirra Sigga og Muriel (ég held að hún sé um 6 mánaða gömul) ákvað að fara að vera smá óróleg, og þar sem Muriel er án gríns í alvöru wedding planner, þá þurfti hún að fylgjast með að allt væri að ganga sinn veg. Og Eisi, Andri og Siggi voru allir svona svaramenn, þá fékk ég Thelmu og þurfti að hafa ofan af fyrir henni. Þannig að á meðan að ég var að tala við barnið og reyna að vekja athygli hennar á hinum ýmsu hlutum þá missti ég eiginlega af uppsetningu hringanna. En ég meina það var allt í lagi því ég skildi hvort eð er ekki neitt og Thelma er svo frábært barn að ég skemmti mér bara mjög vel með að hafa ofan fyrir henni. Það fyndna við þessa athöfn var það að brúðhjónunum var ekki sagt að kyssast, þannig að þau gerðu það ekki og svo þegar allt var búið þá fékk fólk að klappa eins og brjálað í kirkjunni, sem mér fannst by the way alveg frábært. Svo að sjálfsögðu fengu brúðhjónin alveg hellings hrísgrjóna kast og svo einnig það sem sem er óvenjulegt þá voru brúðhjónin alveg heillengi fyrir framan kirkjuna eftir hrísgrjóna kastið að kyssa alla (það sem allir gera heima á Íslandi í sjálfri veislunni). Svo það besta og frábærasta af öllu var þegar að  brúðhjónin settust upp í brúðarbílinn. En við erum ekki að tala um neinn venjulegan brúðarbíl, þetta var FORN bíll. Hann er að mig minnir rétt 83 ára gamall, og það eru 2 þröng sæti frammí og svo eitt svona pallsæti aftur í. Þar sem það er víst algjör list útaf fyrir sig að keyra þennan bíl þá keyrði bílstjórinn bílinn og brúðurinn sat frammí hjá honum en hinn nýgifti brúðgaumi sat einn aftur í á svona upphækkuðum kolli ( ef það mætti orða það þannig). Ég er ekki að spauga, ég hef sjaldan séð jafn fyndna sjón á ævinni, en jafnframt hef ég aldrei séð eins frábæralega ævintýralega sjón. Þetta var eins og að vera dreginn aftur á bak í eitthvert furðulegt miðalda/fyrstu heimstyrjaldar blandað tímabil. Ég mun alveg pottþétt setja mynd af þessu (ásamt mörgum öðrum á næstu dögum) inn á bloggið.

Eftir að geggjaði brúðarbíllinn var farinn (hihi það þurfti menisegja að skrúfa hann í gang) þá keyrðum við í veisluna. Þegar við komumst loksins á staðinn eftir mikla bílastæða leit þá voru brúðarhjónin og aðrir komnir á staðinn ( annað sem er öðruvísi en heima að brúðarhjónin fóru strax í veisluna). Veislan byrjaði á glæsilegu kokteilboði, sem stóð að vísu í einhverja rúma 2 tíma. Þar gæddi maður sér á pinna mat og endalausu flæði af kampavíni. Í byrjun voru brúðarhjónin að mingla við fólk en svo fóru þau í myndatöku á svæðinu. Svo var myndataka af hverju og einasta pari í veislunni (stakir fengu svo myndatöku með öðrum stökum ). Verð nú að segja það að þetta var mjög svipað því þegar að ég og Eisi fórum í brúðkaup í fyrra sumar í Portúgal hjá einni af minni bestu vínkonum henni Mílenu og manninum hennar Paulo í fyrra sumar (sem var by the way MEST GRAND brúðkaup, verst að ég var ekki með blogg þá til að lýsa því brúðkaupi, enda FRÁBÆRT brúðkaup það). Endilega ef þið viljið lesa um það þá bara commentið og ég skal með ánægju segja ykkur frá því . Enda svo eftirminnilegt að ég man ennþá hverja sekúndu af því brúðkaupi .

En já í þessu brúðkaupi þetta árið eftir kokteilboðið og allar myndatökurnar settumst við niður að borða og fengum tvennan forrétt, þar sem annar forrétturinn var sverðfiskur ( í fyrsta skipti sem bæði ég og hinir útlendingarnir í veislunni höfðum smakkað þann fisk). Svo að sjálfsögðu eftir aðalréttinn og desertinn var opinn frír bar og dansað fram eftir nóttu við tóna frábærs DJ´s.

Að vísu verð ég nú að segja að ég sjálf persónulega dansaði ekki það mikið en svona inn á milli þess sem ég þurfti að fara á barinn í gegnum dansgólfið þá dróg Reymundo (litli ítalinn) mig í dans. Eitt skiptið þá erum við að dansa og hann er að snúa mér í endalausa hringi. Sem var frábært nema að í einni sveiflunni stígur einhver gaur á litlu tánna á mér ( ég var í opnum skóm) og svo er hann ekkert að átta sig á því að hann stendur á tánni á mér, og á meðan áttaði Reymundo sig ekki á neinu heldur og hann hélt áfram að draga mig inn í sveifluna. Þannig að þarna stóð ég föst í örfá dansbrot með tánna fasta og Reymundo togandi í mig af lífs og sálar kröftum. Á endanum losnaði táin, ég kláraði dansinn og haltraði svo til baka með bjórinn minn. Eftir þetta atvik eyddi ég aðallega öllum tímanum úti að reykja og drekka bjór með strákunum. Það var ekki fyrr en seint um kvöldið að allir fyrir utan mig, Eisa, 2 pör og brúðarhjónin sem að ég fór úr skónum og þá var mér ekki illt í tánni og þá dansaði ég eins og brjáluð þangað til að eitt parið (sem var síðasta fólkið sem gat keyrt okkur á hótelið) þurfti að fara, þannig að við fórum auðvitað með þeim. Þannig að þá var bara farið upp á hótel og stuttu seinna vorum við stein rotuð upp í rúmi.

 
Vá hvað er þetta með mig og að skrifa svona mikið, hmmm kannski er bara svona mikið að segja en ég er allaveganna kominn á bls 3 í word (ég hef nefnilega þann vana á að skrifa alltaf allt í word og svo copyia ég allt inn á bloggið) og bls 3 er alltaf svona enda markið mitt. Ég meina ég get ekki skrifað endalaust inn, því þá myndi enginn nenna að lesa allt (þó að ég efast um að einhver nenni hvort eð er að lesa allt þetta). Þannig að þetta bíður víst upp á enn eitt framhaldið.

Heppin þið, fullt að lesa fyrir ykkur, með smá pásum.

Allaveganna dagurinn eftir veisluna og ferðalagið er eftir, þannig að þið verðið að bíða eftir enn einu framhaldinu……………………

Leave a comment