2.Október.2005. Jaeja her kemur tad, blessada klukkid

Hæ, ég hef verið klukkuð 2svar þannig að ég ætla að svara þessu blessaða klukki núna. Að vísu klukkaði Gummi vinur hans Eisa mig fyrir nokkrum dögum síðan en ég var bara alveg búin að gleyma því, enda hef ég aldrei verið góð á klukkur 
Alltaf sein
Svo klukkaði Hildur vinkona mín mig og þá mundi ég eftir því að ég ætti Gumma klukk eftir.
En já hérna kemur fyrsta klukkið
1.       Ég þoli ekki að pissa standandi, því ég er svo löt að mig langar að sitja þegar ég pissa
2.       Ég get eytt heilli nótt í það að horfa á norðurljósin að vetri til, ég fæ bara aldrei nóg af þeim. Þau heilla mig alltaf jafn mikið í hvert sinn sem ég sé þau
3.       Ég elska að drekka rauðvín og éta osta
4.       Eins óskipulögð og ég er þá elska ég samt að skipuleggja, og mér tekst alltaf að finna einhverja mjög auðvelda lausn á hlutum sem aðrir virðast ekki geta sjá.
5.       Ég elska að sitja ein með sjálfri mér á meðan allir aðrir eru sofandi
 
Klukk númer 2
1.       Ég elska kirkjugarða. Ég veit varla neitt jafn heillandi og að taka kvöldgöngu í gegnum kirkjugarð. Skoða leiðin, hlusta á þögnina og kyrrðina. Fékk það greinilega í móðurlegg því mamma er nákvæmlega eins
2.       Ég elska bangsa og bangsa lyklakippur og inniskó, eða hvers konar tau dýr. Bangsar gera mig hamingjusama. Þeir eru svo sætir og mjúkir og ohh ég hreinlega elska þá.
3.       Ég er sjúk í kertastjaka og kerti
4.       Ég HATA sturtur sem eru ekki með neinum styrk. Ég vil hafa sturtuna mína heita og virkilega bunandi.
5.       Ég er virkilega léleg stelpa. Ég hef aldrei píkuskrækt, ég hata bleikt, ég er 5 mín að meika mig, ég þoli ekki litlar handtöskur, ég hata að versla föt, ég kaupi skó og föt þegar öll hin fötin mín eru ónýt. Ég er að vísu alltaf að leita að réttum sumarskóm, hef ekki fundið þá enn en hef keypt fullt af skóm sem ég nota aldrei.
Þá vitið þið það
Hmm hvern á ég að klukka næst. Ok þar sem ég þarf að klukka 5 manns fyrir hvert klukk sem þýðir 10 manns núna, þá klukka ég : Eisa, Moniku, Unu, Mílenu, Halla, Ásu, Þórunni,  Rósu,  Dóu og  Evu Lind,
Fyrir þá sem voru klukkaðir og vita ekki hvað þeir eigi að gera. Þá felst þetta í því að skrifa 5 gagnslausa hluti um sjálfan sig og svo að klukka 5 vini sína. Ef þið eruð ekki með blogg eða vitið ekki hvað þið eigið að gera við klukkið ykkar, setjið það bara í kommentið hjá mér
 
Ég er alltaf að reyna að skrifa blogg og ég er búin með smá, en ég vona að ég geti klárað og sett inn á netið á fimmtudagskvöld.
Ok
Kossar og knús handa öllum
Hmmm ekki beint fimmtudagskvold, er bara 3 dogum of sein med ad setja inn. En… 
Jæja hvað á ég að segja ykkur, það er ekkert merkilegt búið að gerast síðan seinast.
Ég svaf út á þriðjudag, og svo vaknaði ég við það að foreldrar hennar Pauline voru að elda kjúkling í hádeginu, þannig að ég fór frammúr og fékk mér smá kjúkling með þeim. Hinir krakkarnir voru byrjaðir í skólanum, og voru því ekki heima. Þau eru nefnilega öll skiptinemar og eins og ég hef sagt áður þá er programmið öðruvísi fyrir þau en mig. Þannig að já ég borðaði kjúklinginn og svo gat ég ekkert talað við foreldrana, þar sem þau tala enga ensku bara frönsku þá ákvað ég að nenna ekki að sitja með þeim og fór aftur inn í herbergi. Ég fann mér ekkert merkilegt að gera í herberginu, þannig að ég settist upp í rúm og faðmaði Preston að mér (ég nefnilega keypti mér geðveikt mjúkan bangsa, því mér leiðist að sofa algjörlega alein, og Julien ákvað það að hann mundi heita Preston, þannig að þar sem ég fann ekkert betra nafn, þá heitir nýi gaurinn í rúminu mínu Preston ) og eftir að hafa setið smá upp í rúmi og hugsað um hvað ég ætti að gera yfir daginn þá ákvað ég að aðeins leggja mig og svaf í 2 tíma í viðbót.
Ég vaknaði svo um 15 leytið og klæddi mig og fór svo á skrifstofuna til að koma sumum hlutum um íbúðina á hreint og einnig til að gá hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um hvar væri hægt að nálgast netið. Jú þeir töluðu við einhvern internet gaur sem ætlaði að kíkja heim til okkar seinna um kvöldið. Þannig að eftir þetta ákvað ég að fara á  bókasafnið á netið, og svo fór ég að hitta Helen, Julien og 2 spænska gaura Angel og Dani á einum pöbbnum í bænum. Ég, Helene og Julien vorum nefnilega ekkert að drífa okkur heim þar sem foreldrar hennar Pauline voru þar. Þannig að við ákváðum að fá okkur hamborgara á pöbbnum. Nema að þegar að við erum að borða þá hringir Pauline og segir að mamma hennar hafi eldað mat handa okkur öllum, hvorki Julien né Helene voru nefnilega að hafa fyrir því að hringja og segja að við ætluðum ekki að borða heima. Þannig að til að vera ekki leiðinleg við mömmu Pauline kláruðum við hamborgarana okkar og löbbuðum svo heim til að fá okkur að borða. Úff, við vorum svo södd og gátum ekki ímyndað okkur að borða neitt meir. En þegar við komum heim var bara skammtað á diskana hjá okkur og við urðum bara gjörðu svo vel að borða. Sem betur fer var maturinn góður og náðum við öll að pína ofaní okkur matinn . Eftir mat kom internet gaurinn og við skrifuðum undir samning og búumst svo við því að fá netið heim einhvern tímann í næstu vikur
Um kvöldið ákváðum við að fara út. Við fórum á einhvern skemmtistað sem heitir Warehouse. Þetta er rokk staður og ég var mjög ánægð að fara á rokk stað, en málið var bara að það var svo stappað þarna inni og við öll ekki alveg í brjáluðu partýskapi, þannig að ég skemmti mér ekkert sérstaklega vel. Hefði eiginlega alveg getað verið heima í staðinn, en ég bara nennti ekki að hanga ein heima.
Miðvikudagurinn fór svo í leti enn eina ferðina. Ég fór ekki út fyrr en kl 15 og fór þá að hitta internet gaurinn því ég þurfti að láta hann fá staðfestingu um það að ég væri í skóla. Svo fór ég í búðarráp og keypti mér herðatré, ljósaperur og annað smá dót í húsið. Um kvöldið kom alveg hrúga af fólki heim til okkar (öllum finnst við nefnilega hafa fallegasta húsið  ). Áður en allir komu þá vorum auðvitað ég, Helena, Pauline og Julien heima. Svo komu Karina (sú franska) , Remke, Nichole og Debra (hinar frábæru Hollensku), og svo alveg hrúga af spænsku fólki, Dani, Angel, Alfredo, Samuel, Andree og Ana. Við sátum heima í rúman klukkutíma og svo ákváðum við að fara á einn skemmtistað sem heitir Brown’s (miðvikudagskvöld eru nefnilega aðaldjammkvöld stúdentanna) og Brown´s er r&b bar sem við höfðum ekki verið á áður og allir voru að tala um að það væri svo frábæra staður. Þannig að við fórum öll þangað. Jú jú það var fínt en þar sem ég er ekki svo mikill aðdáandi r&b þá dansaði ég ekkert. Því alltaf þegar ég heyrði lag sem mig langaði að dansa við, þá var ég í  brjáluðum samræðum við stelpurnar og næsta lag var alltaf lag sem ég fílaði ekki. Þannig að kvöldið fór í það að kjafta við stelpurnar á Brown’s . Við fórum svo öll saman heim kl 2, enda lokar öllum stöðum þá .
Ég fór svo frammúr á fimmtudag um 13 leytið enda þurfti ég að fara á kynningarfyrirlestur kl 14 og svo var innskráning fyrir okkur kl 15. Ég verð nú að segja að ég var frekar tuskuleg þarna, en jú ég hlustaði á fyrirlesturinn sem var um reglugerðir deildarinnar og svo vildi hún Tal (“umsjónarkennarinn okkar”) fá að tala við okkur. Þannig að allir Masters nemarnir í hennar (mínum kúrs) fórum upp í kennslustofu með henni. Þar sagði hún okkur frá masters kúrsnum og hún afhenti alveg hrúgu af blöðum, sem voru stundartöflur og töflur um próf og alles, og svo sagði hún einnig að við værum að fara í ferðalag á föstudagsmorgun sem fæli í sér ad taka góða gönguskó og föt sem mættu verða skítug. Því þar sem við værum bara 9 manns þá vildi hún taka okkur í skemmtilegt ferðalag þar sem við gætum öll kynnst.
Ok ég fékk allar þær upplýsingar sem ég þurfti og fór því heim. Þegar að ég kom heim þá var bara Helene sofandi í stofunni heima. Ég smitaðist af því og fór því og lagði mig líka í herberginu mínu. Ég vaknaði svo rétt fyrir kl. 20 og þá var ég búin að leggja mig í hvað 2 og hálfan tíma. Ég sit svo í köldu, persónulausu  stofunni okkar alein. Hmm ég varð svöng, ég spjallaði smá við Helene sem var í herberginu sínu, og hún sagðist ekki vera svöng. Þannig að ég rölti ein á pizzastað sem er bara 5 mín í burtu. Ég tók pizzuna heim og Helene kom að halda mér félagskap á meðan ég borðaði. Svo hringdi hann elsku Eisi minn. En eftir símtalið og pizzuna ákvað Helene að fara að sofa hvað ég held um 22 leytið. Þá allt í einu varð ég svo svakalega einmanna. Ég meina við erum ekki enn komin með internetið og sjónvarpið ekki komið í gang því okkur vantar snúrur og stofan er eitthvað svo köld, því það er ekkert á veggjunum enn sem komið er. Þannig að já allt í einu fékk ég alveg hræðilega einmanna tilfinningu og vissi ekki hvað ég ætti að gera af mér. Ég var búin að prófa að kveikja á kertum, tónlist og gera allt en ekkert virkaði. Þannig að á endanum setti ég videó spólu sem Julien á í tækið og horfði á franskan survivor og franska temptation island. Mér leið þó alla veganna betur. Ég fór svo frekar snemma að sofa enda þurfti ég að vakna snemma á föstudagsmorgninum til að fara í skólaferðalag.
En já ég er búin að vera svolítið lengi að skrifa þetta. Þannig að ég ætla bara að hætta núna og skrifa restina seinna.
See ya
 
Já ég ætla að setja inn heimilisfangið mitt hérna í Preston:
 
Alexandra Klonowski
13. Linton street
Preston, PR2 3BJ
 
Og aftur þá er síminn minn: 00-44-7716940349.

Leave a comment