29.Nóvember.2005. Hinar og þessar fréttir

Hmmm það er svo lítið búið að gerast í mínu lífi þessa síðustu daga að það varla neitt að skrifa um.
Eftir æfingar verkefnið mitt (“prófið”) á fimmtudaginn sem gekk by the way ágætlega, fór ég heim að leggja mig. Svo um 15 leytið hringdi Lula í mig og spurði hvort ég vildi koma á pöbbinn. Okkur var nefnilega skipt í 2 hópa og ég var í fyrri hópnum fyrr um morguninn og fórum við úr þeim hóp öll heim eftir á. En seinni hópurinn kláraði um 14 leytið og fóru þau því á pöbbinn. Þannig að já ég ákvað að fara og hitta krakkana. Við sátum og kjöftuðum í ca 2 tíma og þá fóru allir heim. Ég lærði smá og svo fórum við húsbýlingarnir að versla í matinn. Þegar við komum úr búðinni rétt náði ég að háma í mig mat og fór svo með Helene og Mik (parið sem ég bý með) að hitta Lulu, því á fimmtudagskvöldum er alltaf open mic kvöld á einum barnum hérna. Ég of Lula fórum í síðustu viku og okkur leist svo vel á, því tónlistarmennirnir sem skrá sig eru mjög góðir, tónlistin sem þeir spila er skemmtileg og andrúmsloftið inn á staðnum er mjög afslappað og kósý. Þannig að ég og Lula ákváðum að fara öll þau fimmtudagskvöld sem við komumst.
Síðasta fimmtudagskvöld var mjög skemmtilegt og Lula tók meni segja eitt lag. Hún syngur nefnilega í lítilli hljómsveit heima í Guatemala og ákvað hún að hana langaði að spreyta sig fyrir framan breska og útlenska stúdenta. Ég verð að segja að manneskjan er með geggjaða rödd og þegar hún byrjaði að syngja þá þagnaði allur salurinn og gaf henni fulla athygli, enda var hún eina manneskjan sem söng lag án hljóðfæra undirleiks. Hún nefnilega kann ekki á hljóðfæri og er ekki enn búin að finna neinn sem gæti spilað undir fyrir hana, þó eftir þetta kvöld voru margir sem buðust til þess
.
Jamm þannig að þetta fimmtudagskvöld er það eina sem er búið að gerast hjá mér. Öll helgin fór í lærdóm og leti og ég nennti ekki að fara neitt út. Svo já er það mánudagurinn í dag.
Hey já ég er alltaf á leiðinni að taka fleiri ljósmyndir, eins og t.d. myndir af restinni af húsinu sem ég bý í og kannski nokkrar af bænum og svona. En þangað til þá setti ég nýjan link inn sem heitir ljósmyndir og þar hef ég sett inn mínar uppáhalds ljósmyndir ef einhver hefur áhuga. Svo þegar að ég finn fleiri þá mun ég reyna að setja eitthvað þarna inn reglulega.
Ég varð að setja eitthvað inn fyrir ykkur kæru blogg gesti.
Þangað til næst

Leave a comment