31.Ágúst.2005. Komin heim en held samt áfram með útlanda söguna

Jæja góðir hálsar

Það var nú eitthvað takmarkað sem ég komst á netið þarna úti í Belgíu þannig að ég gat ekkert skrifað. Þannig að því miður fyrir ykkur þá mun þetta vera enn ein langa færslan þar sem ég þarf auðvitað að segja ykkur frá alveg næstum því viku ferð.

 
Síðasta kvöldið okkar í Bosníu fór í það að keyra frá Sanski Most þar sem ég hafði eytt öllum deginum í að vinna og Eisi að gera sitt vanalega, þ.e. rölta um kaffihúsin og klappa öllum dýrvinunum sínum.

Þar sem mamma keyrir þessa 4 klukkutíma leið frá Sanski Most til Sarajevo hverja helgi þá langaði henni að prófa eitt short cut sem hún fann á kortinu. Þessi leið var 20 km og hefði hún sparað okkur 30 km af hinni venjulegu leið. Þannig að jú, jú why not, þá ákváðum við að taka þetta short cut. Til að byrja með leit þetta allt í lagi út, við vorum keyrandi um á malbikuðum vegi. Svo allt í einu endaði malbikið og við byrjuðum að keyra á þröngum malarvegi þar sem öðru megin við okkur var lítil á og allstaðar í kring voru ónýt hús sem enginn hefur viljað endurbyggja. Því lengra sem við keyrðum því meiri eyði varð og skógurinn farinn að þykkna frekar mikið í kringum okkur. Einnig var farið að dimma skuggalega fljótt og við vissum að við ættum ca 100 km eftir af dísel. En við héldum áfram að keyra og keyra og enn þykknaði skógurinn og vegurinn mjókkaði og allt í einu var orðið niðamyrkur og við einhversstaðar út í rassgats óbyggðum. Eftir að hafa keyrt einhverja 15 km í middle of nowhere komum við að pínu litlu þorpi upp í fjalli. Við héldum því að við værum á góðri leið þannig að við keyrðum áfram fram hjá þorpinu. Eftir það var það eins og við værum að keyra á litlum stíg inn í skógi í niðamyrkri. Það voru 2 beygjur af veginum, önnur var snögg hægri beygja en við ákváðum það að þessi “aðal vegur” gæti ekki tekið svo skarpa beygju án merkinga, svo eftir einhvern tíma kom vinstri beygja en þar sem ég hef alltaf lært að maður beygir ekki af aðalveginum nema einhverjar merkingar segi manni að gera það, þá héldum við beint áfram. Svo keyrum við framhjá nokkrum vinnuvélum og svæði þar sem fólk hafði verið að höggva tré, og allt í einu byrjaði litli malarvegurinn okkar að breytast í drullusvæði. En við ákváðum samt að við hlytum að vera á réttri leið og héldum því áfram að keyra í drullunni. Nema hvað að allt í einu komum við að dead end sem var ekkert nema drulla og við vissum það að ef við myndum halda áfram upp 2 drullustíga sem væru þarna þá myndum við pottþétt festa okkur. Þannig að við stoppuðum í miðri drullunni og fyrir utan ljósin frá bílnum þá var kolbika svart í kringum okkur og ekkert nema tré.

Ég verð að segja að á því augnabliki sem við stoppuðum þá fékk ég smá stress fiðring alveg niður í rasskinnar, enda ef við hefðum ekki verið á góðum jeppa þá hefðum við ferið pikk föst.

Við höfðum verið hlæjandi meira og minna alla leiðina því þetta short cut okkar var frekar fyndið og mamma sat meni segja aftur í á tímabili og klappaði lófunum saman og sagði : ævintýri, ævintýri. En þegar að við komum að þessu drullu dead end þá hættum við eiginlega að hlæja og mamma sagði meni segja: oh shit. Þannig að það eina sem gátum gert var að keyra til baka í litla þorpið og reyna að spyrja til vegar. Við fundum eitt hús þar sem fólk var enn vakandi og sögðu þau okkur til vegar. Eftir að við vissum hvert við ættum að fara þá varð þetta aftur ævintýralega fyndið, og gátum við einnig notið nætur himinsinns. Enda svona hátt upp í fjalli í kolniða myrkri var himininn ótrúlegur. Á endanum komumst við aftur á aðalveginn og þetta short cut sem átti að spara okkur þvílíkan tíma endaði upp með að lengja ferðina okkar um allaveganna einn og hálfan tíma, og þegar við stoppuðum á bensínstöð og skoðuðum bílinn þá fengum við öll alveg brjálað hláturskast, enda bíllinn eins drullugur eins og hægt er að ímynda sér. En jú jú rétt fyrir miðnætti vorum við komin heim og fórum nokkuð fljótlega að sofa eftir á.

 
Daginn eftir s.s. fimmtudag fórum við öll í bæinn á Michel auðvitað, þar sem við fengum okkur nokkra kaffi. Á eftir röltum við aðeins og Eisi keypti sér belti. Svo fórum við heim að pakka (því miður) og svo keyrði mamma okkur á flugvöllinn (enn þá meira því miður). Svo settumst ég og Eisi upp í vél og flugum til Ljubljana (sem er höfuðborg Slóveníu) þar biðum við í ca 1 og ½ tíma og flugum við svo til Belgíu. Þegar við komum til Brussel fundum við okkur hótel, fórum í bæinn og fengum okkur að borða og svo fórum við að sofa stuttu eftir það.

Á föstudagsmorgninum tékkuðum við okkur út af hótelinu og fengum svo að geyma farangurinn þar. Planið var að fara að skoða allt það merkilega sem fyrir finnst í Brussel. Við byrjuðum á því að fara á svona “aðal torgið” sem er umkringt fallegum byggingum, fengum okkur svo kaffi og ákváðum að fara á ferðaskrifstofu að redda okkur flugmiða til danmerkur áður en við færum að skoða eitthvað (við áttum nefnilega bæði keypta flugmiða frá Danmörku og heim en áttum eftir að redda einhverju ódýru frá Belgíu til Danmerkur).  Eftir að hafa tékkað á flugi, löbbuðum við í 30 mín á lestarstöðina til að tékka á lestum til og frá bæjarins þar sem brúðkaupið átti að vera og þar sem við áttum að gista næstu daga.  Því eini flugmiðinn sem við fundum á eðlilegu verði var klukkan 9 að morgni til sem þýddi að við þyrftum að vera komin á völlin kl 7 og það tekur ca 40 mín í lest að fara frá staðnum sem við áttum að vera á til flugvallarins.

Á leiðinni á lestarstöðina tékkuðum við á nokkrum ferðaskrifstofum í viðbót og jú þetta var eina flugið sem við gátum tekið (þetta flug kostaði 80 evrur á mann á meðan að öll önnur flug voru um 700 evrur, þannig að það var eiginlega ákveðið). Þannig að við tékkuðum á lestum og fórum svo aftur á fyrstu ferðaskrifstofuna og keyptum miðana. Þegar að það var búið var klukkan orðin 15 og við orðin frekar svöng og þyrst eftir allt röltið. Þannig að við ákváðum að fá okkur að borða, en þegar við vorum búin að því var klukkan orðin rúmlega 16 og brjáluð rigning, og við áttum að hitta Sigga og Andra vini hans Eisa á lestarstöðinni klukkan rúmlega 17. Þannig að það eina sem við gátum gert var að kaupa öskubakka af litla pissandi stráknum sem er kennileiti Brussel (sem við náðum því miður ekki að skoða), náðum svo í ferðatöskurnar, keyptum hring handa mér J og fengum okkur einn bjór áður en við tókum taxa upp á lestarstöð. Á lestarstöðinni hittum við strákana sem höfðu tekið lest frá Amsterdam og við öll tókum svo lest til smábæjar sem heitir Neville (ef ég man rétt, ef ekki þá var það eitthvað í líkingu við það). Þegar þangað var komið kom konan hans Sigga hún Muriel, sem er by the way belgísk að sækja okkur ásamt bróður sínum og kanadískum strák sem heitir Ian og er búsettur á Íslandi. Þau keyrðu okkur svo á hótelið okkar sem var í litlu þorpi sem heitir eitthvað í líkingu við Guisvilles (sorry hélt ég mundi muna nöfnin en franska er eitthvað sem ég bara man ekki og kann ekki, þannig að ef einhver úr Belgíu förinni er að lesa þetta þá endilega leiðréttið mig). Strákarnir fóru hins vegar heim til Muriel þar sem við áttum að gista líka en ég og Eisi ákváðum að vilja smá privacy og gistum því á hótelinu, enda voru þetta ekki það margir dagar og mér finnst ekki svo spes að búa inn á annað fólk sem ég þekki ekki.

Eftir að við höfðum komið okkur fyrir á hótelinu fórum við niður að fá okkur bjór og hittum einmitt á Oddrúnu og Þorberg sem eru foreldra hans Jónasar vinar hans Eisa sem var að fara að gifta sig. Stuttu eftir að við kláruðum bjórinn kom Lúlú bróðir hennar Múmú (Muriel) að sækja okkur. Já ég veit fyndið stytting á nöfnum
.  En bíðið bara. Við fórum svo heim til foreldra hennar Múmú sem heita Mímí (Michel) og Reymundo (hahahahaha Lúlú, múmú og mímí mér finnst þetta algjör snilld ). En nei foreldrar hennar Muriel ákváðu að bjóða okkur íslendingunum út að borða á frábærum ítölskum veitingastað og héldu svo partý eftir á. Ég verð að segja að ég hef sjaldan kynnst eins frábæru fólki, og gestrisnin hjá þeim var meira en meiriháttar. Þegar það leið á kvöldið þá sáum ég og Eisi ekkert smá eftir því að hafa ekki þegið gistingu hjá þessu fólki .

Við skemmtum okkur ekkert smá vel um kvöldið, endalaust af mat og drykkjum í boði og fólkið svo opið og frábært, og stjúppabbi hennar Muriel hann Reymundo er hreinn og beinn snillingur. Hann er Ítali, sem er mjög smávaxinn og þvílikur stuðbolti og steik að það hálfa væri nóg. OHHH indislegt fólk. Svo til að gleðja mannskapinn ennþá meir kom Eisi með ópal skot frá íslandi og áfengi frá Króatíu/Bosníu sem heitir Travarica og er svipað ítalska grappanu, og til að gleðja mannskapinn aðeins minna komu Siggi og Andri með hákarl og brennivín . Ég held að það hafi svo verið um 5 leytið um morguninn sem Lúlú skutlaði okkur svo heim á hótel.

En já þar sem ég alveg eftir að segja ykkur frá því sem gerðist frá laugardegi til dagsins í dag (þriðjudagur) þá ætla ég að skrifa restina í word skjal og svo set ég það inn seinna í dag inn á bloggið. Þannig að þið fáið ekki alveg leið á lesningunni og líka þannig að þið komið aftur og lesið hið spennandi framhald.

Já góður penni kemur alltaf með gott framhald af góðri sögu. Þannig að þangað til að framhaldinu…………………………….

Leave a comment