2.Mars.2006. Komin aftur

Jæja gott fólk, ég held að það sé komin tími á að skrifa eitthvað, því annars farið þið að skamma mig fyrir að skrifa ekki neitt.

Dvölin í Seattle var mjög fín en flugið þangað var ekki svo fínt, mér leiðist alveg óendanlega að fljúga löng flug. Ég tók fyrst 8 ½ tíma flug frá London til Detroit og þar þurfti ég svo að bíða í rúman hálftíma til að komast i gegnum vegabréfs eftirlit og svo þurfti ég að bíða eftir töskunni minni, standa svo í geðveikt langri röð til að fara í gegnum öryggiseftirlit og skilja töskuna mína eftir fyrir næsta flug. Þannig að þegar að ég komst út á terminal þá var ég ekki búin að reykja í rúma 9 tíma og var farin að vera frekar pirruð í skapinu. Vegabréfslöggan hafði sagt mér áður að það væri einn bar á flugstöðinni þar sem mátti reykja þannig að auðvitað dreif ég mig þangað eins og ég ætti lífið að leysa. Sat þar í einn og hálfan tíma og tók svo 4 ½ tíma flug frá Detroit til Seattle.
Ég tók svo flugvallar skutlu á hótelið okkar mömmu, sem kom í ljós að var mótel (ég hafði nefnilega ekki skoðað það á netinu áður en ég fór út). Á mótelinu tók á móti mér frekar skrítinn og ekki svo yndislegur afgreiðslumaður með glóðarauga, sem gaf mér lykla að herberginu mínu. Ég vissi að mamma hafði ákveðið að taka ódýrari gistingu, því þegar hún var að panta gistinguna nokkrum vikum fyrir ráðstefnuna þá vissi hún ekki enn hvort fyrirtækið hennar úti mundi borga eða ekki. En, þegar ég kom inn á herbergið okkar þá var það eina sem ég hugsaði: hversu ódýrt fórum við eiginlega?
Herbergið var pínulítið með 2 litlum rúmum. Enginn skápur, engar skúffur, enginn spegill og bara 1 ljósapera af 2 náttlömpum virkaði og var ljósið frá henni það lítið að ég hefði ekki einu sinni getað lesið bók. Það var mygla í loftinu, sprungur í veggjunum og baðherbergið ekki svo girnilegt. En ég var þreytt og svöng og vissi eiginlega ekki alveg hvað ég átti að gera, ég meina ég hafði ekki séð myndir af neinum öðrum herbergjum og hélt því að þetta væri bara svona. Þannig að ég settist á rúmið og fékk mér samloku sem ég hafði keypt mér á vellinum og var að hugsa um hvað ég ætti að gera. Kvarta, ekki kvarta, sofa á því, hvað? Svo eftir samlokuna þá fór ég út að reykja og kíkti inn um glugga á tómum herbergjum við hliðina á og þar voru kommóður, speglar, lampar, ískápur, örbylgjuofn og lítil kaffivél og queen size rúm. Hmmm hugsaði ég, þetta er eitthvað skrítið. En ég fór aftur inn í herbergi, settist á rúmið og hélt áfram að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera. Því þið sem þekkið mig MJÖG vel, vitið að ég er ekki gjörn á að kvarta og ég sætti mig frekar við ógeðslega hlutinn heldur en að fara að kvarta til að fá fína hlutinn (ég veit stór galli, en ég er að vinna í þessu , kemur með árunum held ég , ég kann þó að þykjast að ég sé hörð í mér þó í rauninni er ég það ekki í flestum tilvikum). En í þetta skipti var heppnin með mér því eina ljósaperan í herberginu hætti allt í einu að skína. Þannig að ég tölti niður í afgreiðslu og þá var kominn nýr afgreiðslumaður, með örugglega 2 heilar hellasellur og hinar allar guð veit hvar, ef þær voru til staðar til að byrja með.
Hann nær í 2 nýjar ljósaperur og við röltum aftur upp á herbergi. Ég var eiginlega nokkuð pottþétt á því að þetta mundi ekki virka, því augljóslega var eitthvað að lampanum sjálfum (enda hálf dettandi af veggnum) heldur en sprungnar ljósaperur, og jú sú varð raunin. Þannig að þegar ekkert gekk með að koma ljósunum í lag þá spurði ég hann hvort hann ætti kannski annað herbergi. Hann horfði furðulega á mig og spurði: viltu annað herbergi? Ég horfði bara furðulega á hann til baka og sagði: EhhhEE, með spurningarsvip á andlitinu sem sagði: eins og heldurðu virkilega að ég vilji vera hér.
Þannig að gaurinn lætur mig fá annan lykil að öðru herbergi og viti menn. Ég labba inn og þar er eitt queen size rúm, risa spegill, 2 fínir lampar, kommóða, ískápur, örbylgjuofn og lítil kaffivél og kaffi. Ég labba áfram, þar er fínt baðherbergi (ekki the Sheraton eða Hilton) en ég meina hreint og fínt. Svo labba ég áfram og þar er annað herbergi með öðru eins stóru rúmi, skrifborð og risa speglar á veggjunum. OK, hugsaði ég með mér. Af hverju, af hverju í ósköpunum lét hinn gaurinn mig fá þetta viðbjóðslega herbergi þegar augljóslega voru um 10 svona fín herbergi laus??????????? By the way, þá voru þau laus meira og minna út alla vikuna. Ég sá því miður hvorki glóðaraugs gaurinn né heila sellu lausa mjónu gaurinn aftur yfir vikuna til að spyrja af hverju. Í staðinn út alla vikunna var einhver kínverji/japani eða guð veit hvað og hann var nú bara ekki með heila, yfir það heila  hahaha, þannig að það þýddi ekki að spyrja hann að einu né neinu.
En nú er ég orðin þreytt og ætla að fara að sofa, enda þarf ég að vakna í skólann snemma á morgun.
Framhald á morgun

Leave a comment