Saturday, 30 September, 2006

Hið steikta líf atvinnuleysingjans

Posted in Uncategorized at 4:50 am by lexusinn

Ok þá gott fólk. Ég er komin á það stig í lífinu sem mér var búið að kvíða í mörg ár. Búin (í bili) að mennta mig og hvað fucking svo????????????????

Núna eins og er, er allt í einhverri upplausn. Eftir að ég kom heim þá er ég bara búin að vera að einbeita mér að því að finna mér vinnu. En til þess þá þarf ég ferilskrá, þannig að ég tók mig til að þýða gamla CV-ið mitt (Curriculum Vitae= ferilskrá) úr ensku yfir í íslensku, sem by the way er aðeins meira mál en ég hélt að væri. Ok ekkert mál að breyta námsferlinum, en starfsferillinn og allt hitt er aðeins meira mál því sum orð sem eru notuð í ensku yfir það sem við erum að gera eru ekki til í íslensku eða hljóma bara fáranlega, plús að reyna að hafa hana eins og ég vil, uppsetning, leturstærð, setningstaðsetning og blaaaaaaaaaa.

Ég ætlaði að byrja að labba bæinn með CV-ið í síðustu viku, en svo er það búið að taka svo langan tíma að fullkomna fjandans skjalið. Einnig þá er ég ekki alveg búin að vera tilbúin til að fara og tala við fólk í leit að fullorðinsvinnu. Þannig að vikan er búin að fara í að vinna að CV-inu, taka til heima (enda er Eisi minn búinn að vera einn heima í ár og þó að hann sé búinn að vera voða duglegur að halda öllu hreinu og allt það, þá eru skáparnir og allt draslið ekki á þeim stað sem ég skildi við og þar sem ég vil hafa það 🙂 Þannig að ég er bara heima í tiltektum. Reyna að hitta sem flesta sem ég get og bara að slappa af. Mig langar svo bara til að SLAPPA af. Síðustu 4 ár hef ég alltaf þurft að hugsa um hitt og þetta skólaverkefni sem ég þarf að skila og þetta og þetta margar blaðsíður sem ég þarf að lesa. En núna í stað þess að slappa af þá hangir atvinnuleysið yfir mér. Þannig að jafnvel ef ég er heima að slappa af þá er ég með samviskubit, kannski er þetta bara eitthvað sem kemst upp í vana, að vera með samviskubit yfir hinu og þessu sem maður á að vera að gera en er ekki að gera akkúrat í DAG.

Þannig að já ég viðurkenni, ég er búin að vera slórast í óhreina þvottinum og tiltektinni og öðru síðust viku af því að ég held að ég sé búin að draga það á langinn að þurfa að horfast í augu við raunveruleikann. En jú í dag, CV-ið er tilbúið, ég er búin að komast að því hvaða fólk að tala við og hvað ekki (tekur smá tíma þegar mamma er í útlöndum, og yfirmaður pabba endalaust upptekin), en núna er allt komið á hreint og ég þarf að fara núna á mánudag og leita mér að vinnu, hef engar afsakanir eftir síðustu viku til að draga þetta lengur. Jamm haldið í ykkur andanum og haldið fyrir nefið því ég er tilbúin til að stökkva ofaní djúpu laugina.

En já, hvað er ég annars búin að vera að gera. Hmmm, ég er búin að hitta nokkra vini míni hér og þar um bæinn, á þó enn eftir að hitta alveg slatta meir (get ekki beðið). Búin að hanga með Eisa mínum og kisunum, fara í afmæli, keyra nýja tryllitækið okkar hann Ófeig (stoltið hans Eisa, nýji bíllinn okkar, Willis ´80 árgerð sem Eisi er búin að eyða að ég held hálfu ári í að gera upp, GEGGJAÐUR). Svo er ég að sjálfsögðu búin að horfa á fullt af sjónvarpsþáttum sem við höfðum downloadað og enn ekki horft á, farið út að borða með pabba mínum og Eisa og jamm, annað dúll.

Hvað er á döfinni. Finna vinnu, fara á atvinnuleysisbætur þangað til að ég finn vinnu. Undirbúa Eisa minn undir starfsmannapartý núna á laugardag þar sem þemað er rock star supernova, og ég þarf að hjálpa Eisa að verða úper rokkaður :), fara í 30 ára afmæli hjá Krissa manninum hennar Unu vinkonu. Svo var mér boðið í TIPPS partý með Kofanum, staffið ætlar að eyða tippssjóðnum í smá djamm, og þar sem að ég er á landinu og á alveg slatta í þessum sjóð þá var mér boðið að koma með, þannig að djamm hjá minni á sunnudag :). Hmm, svo þarf ég líka að fara að vinna enn eina ferðina í mastersritgerðinni minni því ég ætla að senda hana inn í Journal of Forensic Sciences sem vísindagrein, þarf því að stytta hana og gera hana nógu góða fyrir the scientific community, með hjálp kennarans míns fyrrverandi.  Og já svo margt margt annað, sem ég mun segja frá þegar kemur að því 🙂

Þannig að svona er mitt líf núna.

Bið að heilsa, heyrumst 

Monday, 18 September, 2006

Atvinnulaus, ekki lengur nemi

Posted in Uncategorized at 0:59 am by lexusinn

Jæja gott fólk, það er nú liðinn smá tími frá að ég skrifaði seinast, en ég held að ég hafi ágætis afsökun fyrir því. Hmmm mastersritgerð eða blogg? Call me crazy, en ég ákvað alla veganna að velja ritgerðina 🙂

 Ég verð að segja að ég er meira og minna búin að vera eins og hauslaus kjúklingur síðustu 2 vikurnar, hef eiginlega ekki gert neitt annað en að sitja og skrifa ritgerðina mína, rétt náð að setja ofaní mig einhverja litla skammta af næringu, og sofið nóg til að drepa mig ekki af svefnleysi. En núna er allt búið og frá og með föstudeginum síðasta er ég ekki lengur STÚDENT heldur er ég bara venjuleg, atvinnulaus manneskja í útlöndum með mastersritgerð í höndunum, sem bíður og vonar að hún hafi skrifað nógu góða ritgerð til að fá að útskrifast með MSc í forensic anthropology þann 5 des. næstkomandi.

Hvað og hvar er ég annars búin að vera frá því að ég skrifaði seinast langar ykkur örugglega að vita. Ok, frá því að Eisi minn fór frá Bosníu þann 30 Ágúst þá gerði ég ekkert annað en að læra frá morgni til kvölds, bókstaflega. Þau kvöld sem mamma var ekki í bænum þá tók ég bók sem ég hafði fundið heima hjá mömmu (Before I Forget, eftir Andree Brink, virkilega góð bók fyrir þá sem hafa áhuga) og ég og bókin fórum saman út að borða. En þau kvöld sem mamma var í bænum, þá var bókin skilin eftir og ég naut félagsskapar mömmu meðan að við borðuðum (annaðhvort heima eða úti), by the way, eini tími dagsins sem ég hlakkaði til frá því að ég vaknaði, sorglegt. Alla veganna, svona var þetta þangað til 7 sept, þegar að draumalífið tók enda og ég tók hádegisflug frá Bosníu til London, snögt snögt yfir þeim degi.

En svo stóðu málin þannig, annaðhvort gat ég farið beint af vellinum og tekið lest til Preston og verið komin þangað kl 21 um kvöldið, komið heim í að ég hélt tómt 3 hæða hús, með engu sjónvarpi, engri tölvu og engu útvarpi. Eða, þá gat ég gist hjá henni Tinnu minni og hennar Michel, notið góðs félagsskapar og fengið tölvuna hennar Tinnu lánaða ef allt færi í skít með lánstölvuna sem var búið að lofa mér (komst að því nokkrum dögum áður en ég fór aftur til Preston að tölvan mín væri enn biluð, þvílíkur bömmer að þið trúið því ekki). Ég sem sagt valdi seinni kostinn og gisti hjá Tinnu um kvöldið þar sem að húsfrúin eldaði líka þessa geðveiku fiskisúpu (Tinn Tinn, segi það enn einu sinni, þú ert LISTA kokkur, namm namm). En ég held að það að hafa stoppað hjá Tinnu hafi verið besta ákvörðun sem ég hef tekið í langan tíma. Ég bæði komst inn í þessa ”ég er komin aftur til Englands ein og yfirgefin” tilfinningu, og það að hún hafi lánað mér tölvuna sína endaði upp með að vera þvílík blessun (TAKKKKKKKK elsku Tinna mín). En já morguninn eftir fóru Tinna og Michel í vinnuna snemma og áður en þau fóru setti Michel dvd mynd í sjónvarpið fyrir mig á meðan að ég væri að vakna og svoleiðis. Ég kláraði því að horfa á Shawshank redemption (held það sé skrifað svona, en æ þið vitið), svo eftir það tók ég lest til Preston.

Gallinn við að taka lest á föstudegi er sá að þær eru SVO pakkaðar að það er ekkert sæti að fá, þannig að ég fór um borð í lestina og leitaði og leitaði og eftir að finna ekkert sæti og sjáandi framm á það að þurfa að standa í ganginum með töskurnar alla leiðina (rúmir 3 tímar), þá ákvað ég að fara úr lestinni og kannski taka næstu lest. Á leiðinni úr lestinni, frammhjá first class hitti ég á lestarvörðinn. Ég ákvað að spyrja hann hvenær næsta lest færi því þessi væri svo full. Hann sagði að næsta lest færi eftir rúman klukkutíma en að það yrði jafnvel minna pláss á henni, ég bölvaði því smá, brosti svo svaka aumingjalega, tók mitt hafurtask og byrjaði að labba til baka að second class lestarvögnunum, þegar að einn af lestargaurunum kallar á eftir mér og segir að það séu 2 laus gangarsæti inn í einum first class vagninum, ég ákvað að það væri betra að sitja þar á ganginum því ég mundi þó alla veganna fá sæti, þakkaði innilega fyrir mig, kom töskunni fyrir hjá útganginum og plantaði mér í þessi sæti (ekki það þægilegasta, en samt betra en að standa). Ferðin endaði svo upp með að vera bara hin ágætasta. Ég sat sem sagt þarna á svona felli sætum í gangveginum við hliðina á klósettinu, plúsinn var sá að fyrsta farrýmið í lestunum virkar svipað eins og í flugvél, fólk fær ókeypis drykki og samlokur og gaurinn sem kallaði á mig var einn af þessum fyrsta farrýmis lestarþjónum. Þeir voru því alltaf að keyra frammhjá mér með allt sem verið var að gefa gestunum, og fyrst fóru drykkirnir og jú mig ég var þyrst en ok ég var með vatnsflösku með mér, svo fóru allar samlokurnar frammhjá og ég fattaði hversu svöng ég var þegar að ég horfði á fólkið háma í sig þessar samlokur, en OK, svona er lífið þegar að maður á ekki nóg pening til að sitja á first class, eða þá að hafa einhvern sem passar töskurnar og sætið sem hver sem er hefði getað tekið ef ég fór úr því og komst því ekki í matarvagninn að kaupa mér samloku. En jú svo kom þessi partur þar sem það virkilega borgar sig að vera stelpa stundum, gaurinn sem hafði kallað á mig og einn annar eru að keyra samlokuvagninn til baka eftir að hafa gefið öllu ríka fólkinu og enn var vagninn hálffullur af samlokum. Ég svona lít á vagninn þegar að þeir eru að keyra frammhjá, og svo stoppar strákurinn vagninn, lítur á mig og spyr hvort að ég mundi kannski vilja samloku, ég auðvitað segi með þessum sakleysislega aumingjatón þeirra fátæku og svangu: yes I would love a sandwich, og þar með fékk ég gómsæta ókeypis samloku 🙂 Svo nokkru seinna þegar að þeir voru á leiðinni til baka með körfu af eftirrétt þá gaf hann mér líka köku þannig að sem fæstir sæju. Ohh, svo sætt, bara þetta gladdi mig svo mikið að það hálfa væri nóg. Fyndið hvað maður getur verið þakklátur fyrir minnstu hluti þegar að maður á aumingjalegan dag. En jú þetta var plúsinn á ferðinni, gallinn var að klósetthurðin bilaði 5 mín eftir að við lögðum af stað frá London, og alltaf þegar að einhver kom á klósettið þá þurfti ég að segja: it´s out of order. Ég nefnilega gat ekki bara setið þarna og horft á fólkið bíða og bíða, þannig að eftir rúma 3 tíma þá var ég búin að segja þetta frekar oft og orðin pínu þreytt á því, en svona er það.

Eftir að ég kom til Preston þetta kvöldið, komst ég að því að ég var víst ekki ein í húsinu (heldur Grikkinn sem var að flytja inn í húsið þetta skólaárið var þarna líka, nema að ég sá hann næstum aldrei), svo kíkti ég á pöbbinn með einni skólasystur minni og nokkrum öðrum sem vinna í skólanum í ca 2 tíma og fór svo heim. Eftir það var ég að læra eins og geðveik því ég þurfti ekki bara að klára ritgerðina mína heldur líka poster presentation sem að ég átti að halda þann 13 sept. Sá dagur kom og ég prentaði út mitt plakat og þurfti svo að standa þar og bíða eftir að allskonar fólk mundi sína áhuga sinn í plakatinu mínu. Ég verð að segja að þó að þetta hafi verið frekar lítil ráðstefna þá var nú alveg ágætis slatti af liði sem að kom og sýndi mér áhuga, og ég þurfti að svara svona fullorðinslegum spurningum um verkefnið mitt og niðurstöður þess og ég verð að segja að mér fannst þetta bara virkilega gaman, væri sko alveg til í að gera þetta aftur. Kannski fæ ég að gera þetta aftur núna í febrúar á þessari árlegu ráðstefnu hjá American Academy of Forensic Sciences sem verður haldin í San Antonio, Texas. Ég skilaði inn boði um að fá að sýna ritgerðina mína þar en ég fæ ekki að vita hvort að ég var samþykkt fyrr en í lok nóvember, væri gaman, en ef ekki þá fer ég samt á ráðstefnuna. En alla veganna, ég er sem sagt búin núna og ákvað að eyða nokkrum dögum í London hjá henni Tinnu áður en ég færi heim í það að leita mér að vinnu. Úff, hlakka ekki til.

Svo kem ég bara heim á miðvikudaginn kl 15. Skrítin tilfinning, hvað varð um þetta ár sem ég var að læra, núna er allt búið og mér finnst eins og bara nokkrir mánuðir hafi liðið hjá, en ég er ekki búin að sjá klakann minn og fólkið sem býr þar í rúma 5 mánuði og hlakka svo til.

Sjáumst eftir nokkra daga, ástar og saknaðarkveðja frá London

Saturday, 2 September, 2006

Komin aftur eftir langa pásu

Posted in Uncategorized at 10:27 am by lexusinn

Ok gott fólk, ég biðst innilegrar afsökunar á því að hafa ekki skrifað neitt í næstum því mánuð en ég er búin að vera í “sumarfríi”. Málið er að Eisi, pabbi hans og mamma og bróðir og unnusta hans áttu að koma þann 10 ágúst. Ég eyddi því rúmri viku í að læra eins og ég gat áður en þau kæmu og mér til mikilla vonsvika náði ég ekki að klára ritgerðina eins og ég var búin að plana, enda fattaði ég það að það er ástæða fyrir því að við vorum gefin 3 mánuði til að vinna að þessu en ekki styttri tíma, og ekki gafst tími til að blogga þann tímann. En oh well, svona er það.

Daginn sem þau áttu að koma byrjaði Eisi að senda mér sms um það að vélinni þeirra seinkaði þar sem að Heathrow völlurinn væri lokaður. Seinna komu sms um að völlurinn væri lokaður vegna tilvonandi hryðjuverka og svo seinna kom í ljós hversu alvarlegt þetta væri þarna í Englandi og í ljós kom að þau mundu aldrei ná að koma á tilætluðum tíma, heldur með bestu vonum daginn eftir. En þar sem Nonni bróðir hans Eisa og unnustan hans hún Birna voru á öðru flugi en Eisi of foreldrar hans, þá sluppu þau alveg við allt vesenið í Heathrow og náðu að koma til Sarajevo á réttum tíma. Ég og mamma sóttum þau því út á völl um kvöldið, náðum í bílaleigubílinn þeirra og keyrðum heim, þar sem við eyddum restinni af kvöldinni út á svölum drekkandi vín, snarlandi á brauðum og ostum og kjaftandi þangað til að allir urðu þreyttir. Plús það að ég og hin vorum á bömmer yfir því að þau þyrftu að eyða næstum 2 dögum sitjandi á flugvöllum, við höfðum öll áhyggjur af þeim, en Nonni og Birna höfðu verið til í að fá félagsskapinn á meðann að ég var á algjörum bömmer yfir að fá Eisann minn ekki. Daginn eftir fórum við fjögur niður í bæ og ég og mamma sýndum Nonna og Birnu smá af Sarajevo. Svo borðuðum við um kvöldið á veitingastað í hálfgerðum flýti þar sem við áttum að sækja Eisann minn og foreldrana um kvöldið. Við náðum upp á flugvöll á réttum tíma og eftir að þau komu tókum við tengdó upp á hótel til að skila af sér töskunum og svo fórum við öll upp á svalir hjá mömmu að drekka vín, snarla á mat og kjafta. Fyrst fóru mamma og pabbi Eisi heim, enda orðin þreytt. Nonni, Birna og mamma fylgdu þeim á meðan að ég og Eisi vorum að drekka, kjafta, njóta þess að vera saman og ég var að sýna honum myndir sem ég hafði tekið frá því að ég sá hann seinast. Nonni og Birna stoppuðu smá upp á svölum í drykk og spjall og svo var farið að sofa.  

Við eyddum svo öll helginni og mánudeginum í það að rölta um Sarajevo og stoppa í drykki hér og þar, við skoðuðum líka ýmsa staði rétt fyrir utan Sarajevo, þar á meðal gamalt minnismerki fyrir hermenn út seinni heimstyrjöldinni, gamla bobslay trakkið og gamla skíðasvæðið, ásamt því nýja. Eyddum einnig einum degi í að fara að skoða gamlan og ótrúlega fallegan bæ upp í fjöllum hér í Bosníu sem heitir Prokorske Jezero, þar sem við fengum ný bakað brauð ásamt heimalöguðum osti og fleira frá local liðinu. Þó að það hafi tekið um 3 tíma að komast þangað aðra leið um alveg svakalega vonda vegi, þá var það þess virði. Ég, Eisi og mamma höfðum að vísu farið þangað í fyrra og vissum að það var þess virði, en samt gaman að heyra frá hinum að ferðalagið var þess virði.

Öll kvöldin að sjálfsögðu eftir ævintýraferðirnar var farið gott út að borða og svo voru svalirnar hjá mömmu með víni, kertaljósi og góðu spjalli alltaf góður endir á góðu kvöldi. Svo á þriðjudeginum lögðum við öll upp í dags ferðalag. Ég og Eisi á mömmu bíl, Nonni, Birna og tengdó á bílaleigubíl keyrðum á eftir mömmu sem var á vinnubílnum eldsnemma á þriðjudagsmorgni. Eftir tæplega 2 tíma akstur stoppuðum við öll saman í kaffi í bæ sem heitir Travnik og keyrðum svo áfram saman í rúman klukkutíma. Eftir það hélt mamma áfram á meðan að við hin stoppuðum í smá teygja úr okkur pásu hjá fallegum fossi í Jajce (sem er á leiðinni til Sanski Most). Svo héldum við áfram og eftir tæpan klukkutíma vorum við komin í vinnunna í Sanski Most, þar sem allir fengu að sjá hvað ég og mamma erum að vinna, og þau fengu að snerta og upplifa það sem ég hef verið að tala við þau um síðustu 7 árin. Svo þegar allir voru búnir að skoða nóg stoppuðum við á veitingastað að fá okkur að borða og svo var keyrt 4 tíma til baka til Sarajevo með nokkrum stoppum á leiðinni og góðum kvöldmat í Sarajevo um kvöldið. Daginn eftir sváfum við út og vorum svo bara að vesenast í bænum yfir daginn, stoppuðum í kaffi, löbbuðum, stoppuðum til að reykja ávaxta tóbak úr pípu og svo um kvöldið var farið fínt að borða þar sem þetta var síðasta kvöldið þeirra Nonnu og Birnu. Ég, Eisi, Nonni og Birna vöknuðum svo mjög snemma á fimmtudagsmorgun til að keyra þau og bílaleigubílinn upp á völl. Eftir að þau fóru í loftið sátum ég og Eisi í rúman klukkutíma upp á völl til að geta skilað bílaleigubílnum og eftir það fórum við heim að leggja okkur. Svo upp úr hádegi tókum ég, Eisi og tengdó okkur til og pökkuðum öllu okkur hafurtaski inn í bíl og lögðum að stað til Króatíu.

Eftir ca 6 tíma akstur, með stoppi í mat og teygjupásum vorum við komin til Cavtat. Við redduðum okkur strax íbúð um kvöldið þegar að við komum og svo fórum við rándýrt út að borða og svo smá drykkur á kaffihúsinu og svo heim. Daginn eftir sváfum ég og Eisi út og svo var farið á ströndina. Við öll 4 lágum á ströndinni, fengum okkur 2 drykki á nærliggjandi pöbb, lögðum okkur smá á ströndinni, heim í sturtu og svo borða og drekka og spjalla um kvöldið.

Svo daginn eftir það var sama rútína og daginn áður nema það að þessar steinastrendur voru ekki alveg að gera sitt fyrir mamma og pabba Eisa, og mamma hans skallaði klett á leiðinni upp úr sjónum og pabbi hans seinna um daginn rak tánna í klett og Eisi brann eins og iðulega á bakinu. Þriðja daginn okkar í Króatíu fórum við á ströndina en samt aðra strönd en við höfðum farið á hina 2 dagana, auðveldari aðgangur að sjó og engir klettar og vesen, en við fórum samt fyrr heim þann daginn , tókum sturtu og á meðan að allir voru að taka sturtu skrifaði mamma hans Eisa póstkort fyrir skrifstofuna sem hljómaði: glóðurauga, blá tá, brunnið bak, MAGNAÐ. Frekar fyndið, enda held ég að þau eigi seint eftir að gleyma þessari ferð. Svo um eftirmiðdaginn sigldum við með bát frá Cavtat til Dubrovnik, þar sem við fengum okkur drykk á kaffihúsi og borðuðum svo góðan mat á uppáhalds veitingahúsinu okkar um kvöldið. Svo var tekinn taxi aftur til Cavtat þar sem við fengum okkur drykk og spjölluðum á kaffihúsi og svo heim að sofa seint um kvöldið.

Svo á mánudeginum eftir morgunkaffi og svoleiðis lögðum við aftur af stað heim til Sarajevo, við vorum komin í tíma til að bjóða mömmu út að borða í takk fyrir okkur við erum að fara kvöldmat og morguninn eftir fengum ég og Eisi að vakna enn eina ferðina snemma til að keyra tengdó út á völl. (þriðja vakningin mín til að fara með fólk upp svona snemma þetta sumarið, fyrst kennarinn minn, svo Nonni og Birna og svo tengdó, ég vildi óska að flug byrjuðu ekki fyrr en í fyrsta lagi á hádegi).Vikuna sem ég og Eisi áttum ein saman eyddum við svo í algjöra leti. Hann að glápa á TV meðan að ég var að læra fyrstu 2 dagana, inn á milli þar sem kíktum í bæinn og út að borða. Hina dagana sem voru eftir vorum við bara að glápa á TV, sitja í bænum og drekka kaffi og bjór og horfa á fólk og njóta þess að vera saman og fara næs út að borða um kvöldin.

En já núna eru allir farnir, sé að sjálfsögðu mest eftir honum Eisa mínum, og ég er stanslaust að læra þar sem ég þarf að klára mest áður en ég fer til baka til Preston 7 sept. Ég held að miðað við öll skrifin mín fyrir ritgerðina þá mun ég ekki skrifa mikið næstu daga, en ég mun samt reyna að halda uppi einhverju bloggi. En góðir hálsar þangað til næst, ég veit að þetta var mjög fljót yfirferð yfir 4 vikur sem eru liðnar frá því að ég skrifaði seinast, en málið er bara að það er ekki nóg af klukkutímum í hverjum sólarhring fyrir mig eins og er.

Ástar og saknaðar kveðja til allra, samt ekki nema um 3 vikur þangað til að ég kem heim á klakann, ohh hlakka svo til að koma heim.

 Heyrumst