Monday, 18 September, 2006

Atvinnulaus, ekki lengur nemi

Posted in Uncategorized at 0:59 am by lexusinn

Jæja gott fólk, það er nú liðinn smá tími frá að ég skrifaði seinast, en ég held að ég hafi ágætis afsökun fyrir því. Hmmm mastersritgerð eða blogg? Call me crazy, en ég ákvað alla veganna að velja ritgerðina 🙂

 Ég verð að segja að ég er meira og minna búin að vera eins og hauslaus kjúklingur síðustu 2 vikurnar, hef eiginlega ekki gert neitt annað en að sitja og skrifa ritgerðina mína, rétt náð að setja ofaní mig einhverja litla skammta af næringu, og sofið nóg til að drepa mig ekki af svefnleysi. En núna er allt búið og frá og með föstudeginum síðasta er ég ekki lengur STÚDENT heldur er ég bara venjuleg, atvinnulaus manneskja í útlöndum með mastersritgerð í höndunum, sem bíður og vonar að hún hafi skrifað nógu góða ritgerð til að fá að útskrifast með MSc í forensic anthropology þann 5 des. næstkomandi.

Hvað og hvar er ég annars búin að vera frá því að ég skrifaði seinast langar ykkur örugglega að vita. Ok, frá því að Eisi minn fór frá Bosníu þann 30 Ágúst þá gerði ég ekkert annað en að læra frá morgni til kvölds, bókstaflega. Þau kvöld sem mamma var ekki í bænum þá tók ég bók sem ég hafði fundið heima hjá mömmu (Before I Forget, eftir Andree Brink, virkilega góð bók fyrir þá sem hafa áhuga) og ég og bókin fórum saman út að borða. En þau kvöld sem mamma var í bænum, þá var bókin skilin eftir og ég naut félagsskapar mömmu meðan að við borðuðum (annaðhvort heima eða úti), by the way, eini tími dagsins sem ég hlakkaði til frá því að ég vaknaði, sorglegt. Alla veganna, svona var þetta þangað til 7 sept, þegar að draumalífið tók enda og ég tók hádegisflug frá Bosníu til London, snögt snögt yfir þeim degi.

En svo stóðu málin þannig, annaðhvort gat ég farið beint af vellinum og tekið lest til Preston og verið komin þangað kl 21 um kvöldið, komið heim í að ég hélt tómt 3 hæða hús, með engu sjónvarpi, engri tölvu og engu útvarpi. Eða, þá gat ég gist hjá henni Tinnu minni og hennar Michel, notið góðs félagsskapar og fengið tölvuna hennar Tinnu lánaða ef allt færi í skít með lánstölvuna sem var búið að lofa mér (komst að því nokkrum dögum áður en ég fór aftur til Preston að tölvan mín væri enn biluð, þvílíkur bömmer að þið trúið því ekki). Ég sem sagt valdi seinni kostinn og gisti hjá Tinnu um kvöldið þar sem að húsfrúin eldaði líka þessa geðveiku fiskisúpu (Tinn Tinn, segi það enn einu sinni, þú ert LISTA kokkur, namm namm). En ég held að það að hafa stoppað hjá Tinnu hafi verið besta ákvörðun sem ég hef tekið í langan tíma. Ég bæði komst inn í þessa ”ég er komin aftur til Englands ein og yfirgefin” tilfinningu, og það að hún hafi lánað mér tölvuna sína endaði upp með að vera þvílík blessun (TAKKKKKKKK elsku Tinna mín). En já morguninn eftir fóru Tinna og Michel í vinnuna snemma og áður en þau fóru setti Michel dvd mynd í sjónvarpið fyrir mig á meðan að ég væri að vakna og svoleiðis. Ég kláraði því að horfa á Shawshank redemption (held það sé skrifað svona, en æ þið vitið), svo eftir það tók ég lest til Preston.

Gallinn við að taka lest á föstudegi er sá að þær eru SVO pakkaðar að það er ekkert sæti að fá, þannig að ég fór um borð í lestina og leitaði og leitaði og eftir að finna ekkert sæti og sjáandi framm á það að þurfa að standa í ganginum með töskurnar alla leiðina (rúmir 3 tímar), þá ákvað ég að fara úr lestinni og kannski taka næstu lest. Á leiðinni úr lestinni, frammhjá first class hitti ég á lestarvörðinn. Ég ákvað að spyrja hann hvenær næsta lest færi því þessi væri svo full. Hann sagði að næsta lest færi eftir rúman klukkutíma en að það yrði jafnvel minna pláss á henni, ég bölvaði því smá, brosti svo svaka aumingjalega, tók mitt hafurtask og byrjaði að labba til baka að second class lestarvögnunum, þegar að einn af lestargaurunum kallar á eftir mér og segir að það séu 2 laus gangarsæti inn í einum first class vagninum, ég ákvað að það væri betra að sitja þar á ganginum því ég mundi þó alla veganna fá sæti, þakkaði innilega fyrir mig, kom töskunni fyrir hjá útganginum og plantaði mér í þessi sæti (ekki það þægilegasta, en samt betra en að standa). Ferðin endaði svo upp með að vera bara hin ágætasta. Ég sat sem sagt þarna á svona felli sætum í gangveginum við hliðina á klósettinu, plúsinn var sá að fyrsta farrýmið í lestunum virkar svipað eins og í flugvél, fólk fær ókeypis drykki og samlokur og gaurinn sem kallaði á mig var einn af þessum fyrsta farrýmis lestarþjónum. Þeir voru því alltaf að keyra frammhjá mér með allt sem verið var að gefa gestunum, og fyrst fóru drykkirnir og jú mig ég var þyrst en ok ég var með vatnsflösku með mér, svo fóru allar samlokurnar frammhjá og ég fattaði hversu svöng ég var þegar að ég horfði á fólkið háma í sig þessar samlokur, en OK, svona er lífið þegar að maður á ekki nóg pening til að sitja á first class, eða þá að hafa einhvern sem passar töskurnar og sætið sem hver sem er hefði getað tekið ef ég fór úr því og komst því ekki í matarvagninn að kaupa mér samloku. En jú svo kom þessi partur þar sem það virkilega borgar sig að vera stelpa stundum, gaurinn sem hafði kallað á mig og einn annar eru að keyra samlokuvagninn til baka eftir að hafa gefið öllu ríka fólkinu og enn var vagninn hálffullur af samlokum. Ég svona lít á vagninn þegar að þeir eru að keyra frammhjá, og svo stoppar strákurinn vagninn, lítur á mig og spyr hvort að ég mundi kannski vilja samloku, ég auðvitað segi með þessum sakleysislega aumingjatón þeirra fátæku og svangu: yes I would love a sandwich, og þar með fékk ég gómsæta ókeypis samloku 🙂 Svo nokkru seinna þegar að þeir voru á leiðinni til baka með körfu af eftirrétt þá gaf hann mér líka köku þannig að sem fæstir sæju. Ohh, svo sætt, bara þetta gladdi mig svo mikið að það hálfa væri nóg. Fyndið hvað maður getur verið þakklátur fyrir minnstu hluti þegar að maður á aumingjalegan dag. En jú þetta var plúsinn á ferðinni, gallinn var að klósetthurðin bilaði 5 mín eftir að við lögðum af stað frá London, og alltaf þegar að einhver kom á klósettið þá þurfti ég að segja: it´s out of order. Ég nefnilega gat ekki bara setið þarna og horft á fólkið bíða og bíða, þannig að eftir rúma 3 tíma þá var ég búin að segja þetta frekar oft og orðin pínu þreytt á því, en svona er það.

Eftir að ég kom til Preston þetta kvöldið, komst ég að því að ég var víst ekki ein í húsinu (heldur Grikkinn sem var að flytja inn í húsið þetta skólaárið var þarna líka, nema að ég sá hann næstum aldrei), svo kíkti ég á pöbbinn með einni skólasystur minni og nokkrum öðrum sem vinna í skólanum í ca 2 tíma og fór svo heim. Eftir það var ég að læra eins og geðveik því ég þurfti ekki bara að klára ritgerðina mína heldur líka poster presentation sem að ég átti að halda þann 13 sept. Sá dagur kom og ég prentaði út mitt plakat og þurfti svo að standa þar og bíða eftir að allskonar fólk mundi sína áhuga sinn í plakatinu mínu. Ég verð að segja að þó að þetta hafi verið frekar lítil ráðstefna þá var nú alveg ágætis slatti af liði sem að kom og sýndi mér áhuga, og ég þurfti að svara svona fullorðinslegum spurningum um verkefnið mitt og niðurstöður þess og ég verð að segja að mér fannst þetta bara virkilega gaman, væri sko alveg til í að gera þetta aftur. Kannski fæ ég að gera þetta aftur núna í febrúar á þessari árlegu ráðstefnu hjá American Academy of Forensic Sciences sem verður haldin í San Antonio, Texas. Ég skilaði inn boði um að fá að sýna ritgerðina mína þar en ég fæ ekki að vita hvort að ég var samþykkt fyrr en í lok nóvember, væri gaman, en ef ekki þá fer ég samt á ráðstefnuna. En alla veganna, ég er sem sagt búin núna og ákvað að eyða nokkrum dögum í London hjá henni Tinnu áður en ég færi heim í það að leita mér að vinnu. Úff, hlakka ekki til.

Svo kem ég bara heim á miðvikudaginn kl 15. Skrítin tilfinning, hvað varð um þetta ár sem ég var að læra, núna er allt búið og mér finnst eins og bara nokkrir mánuðir hafi liðið hjá, en ég er ekki búin að sjá klakann minn og fólkið sem býr þar í rúma 5 mánuði og hlakka svo til.

Sjáumst eftir nokkra daga, ástar og saknaðarkveðja frá London

7 Comments »

  1. Tigi said,

    Takk fyrir Alex mín. Það er alltaf yndislegt að hafa þig í heimsókn. Það gerast alltaf skemmtilegir hlutir í kringum þig. Hringtorg og hárugir rassar á gluggum… og þú vaktir sérstaklega mikla lukku í vinnunni hjá mér í dag! ;¬)
    x T

  2. Jóna Katrín said,

    Til hamingju að vera búin með mastersritgerðina. You go girl!!! Og vá.. ég trúi því ekki að það sé orðið heilt ár síðan þú fórst út, mér finnst það vera eitthvað svo stutt síðan, tíminn flýgur heldur betur frá manni.
    Gangi þér svo bara vel að finna vinnu 🙂

  3. Tóta said,

    Hlakka til að sjá þig 🙂

  4. monga said,

    vinna bara aftur a kofanum og hella uppa kako handa monikunni hehe!!!! Systir min er ordin fullordin fullordingi…svei mjer ta

  5. Skellibjalla said,

    Til lukku. Ég er enn að átta mig á því að þú sért búin að vera úti í ár! Finnst það næstum því hafa verið í gær sem þú fórst- en líka eins og það séu billjón ár síðan. Skrítinn þessi tími stundum.
    Vona að ég sjái þig bráðum, hvernig er mánudagurinn?
    luv HH

  6. Sigga sif said,

    Æi en æðislegt að fá þig heim aftur. Ég hlakka svooooooooo mikið til að sjá þig. Innilega til hamingju með áfangann. Það er svo fyndið þegar maður hugsar til baka, þegar þú varst að tala um að þig langaði svolítið að vinna við þetta og varst að spá hvort að þú ættir að gera alvöru úr þessu, það er svo stutt en samt svo langt síðan. Einnig fór ég að hugsa um daginn. Einusinni þegar við vorum að þrífa á kofanum eitt kvöldið, þá varð á vegi þínum tímarit og þegar þú fórst eitthvað að handfjatla tímaritið þá opnaðist það og við þér blasti stækkuð mynd af flugu og þú fékkst algjört kast. Hvernig getur svona flugnafælinn manneskja verið að gramsa í beinum og gömlum gröfum ?? Hef alltaf gleymt að spyrja þig. knús þangaði til ég hitti þig.

  7. Tigi said,

    Mig langar að lesa blogg atvinnuleysingjans… bloggaðu kona. Hvernig standa atvinnumálin heima?


Leave a comment