17.Mars.2006. Að flytja eða ekki að flytja það er spurningin

Ok þá, greinilega komin tími á að skrifa eitthvað, letin við að skrifa er því miður enn til staðar en ég held að ég sé að komast yfir það

Sagan bak við það af hverju ég vildi frekar taka heillega beinagrind en bara hauskúpuna er ekki svo merkileg, en víst að þið hafið áhuga á að vita þá mun ég segja. Málið er bara það að þó að réttarmannfræðingurinn getur í flestum tilfellum sagt til um meira og minna réttan aldur (nema bara í staðinn fyrir að segja, þessi manneskja var pottþétt 30 ára, þá segir maður frekar, þessi manneskja var 27-32 ára t.d.) og við getum sagt til um hæðina og oftast pottþétt kyn. En ef það er ekkert “sérstakt” við þessa manneskju, eins og gömul beinbrot, það vantaði á hana útlimi eða ……………. þá er mjög erfitt að segja til um að þetta er 100% manneskjan sem verið er að leita að og í flestum tilfellum er það sannreynt með DNA (sem by the way er ekki hægt alltaf vegna mismunandi ástæðna). Þannig að já, oft þá er ekki hægt að gera jákvæð gild kennsl, eingöngu vegna þess að þó að þessi lýsing eigi við manneskjuna þá getur hún einnig átt við svo marga aðra. Skiljiði.
Sem sagt, vinna réttarmannfræðingsins er nú þegar soldið erfið þegar kemur að heilum beinagrindum að ekki þarf að bæta ofan á það þegar maður fær bara eina hauskúpu, eða bara nokkur bein (þið sem hafið horft á TV þættina BONES, ekki láta platast, flest allt sem þau gera er ekki hægt í alvörunni  ). Þannig að eftir að hafa verið að vinna í Bosníu, þá hef ég séð svo mörg tilfelli þar sem bara nokkur bein hafa fundist og ef það er ekki hægt að gera DNA greiningu þá eru mjög litlar eða engar líkur á því að það muni vera borin kennsl á manneskjuna nokkurn tímann og það bara gerir mig stundum sorgmædda og  þess vegna valdi ég hellegu beinagrindina frekar en hauskúpuna…………..
Alla veganna, yfir í eitthvað annað. Ég hef séð að mjög margir eru farnir að skipta frá blog.central.is yfir á aðrar síður, skiljanlega, því þessi síða er soldið mikið rusl. Ég hef verið að spá í því í nokkurn tíma að skipta sjálf en ég á það til að vera soldið vanaföst og í hvert skipti sem ég ákvað að skipta þá lét ég það samt alltaf eiga sig á endanum. En þegar að ég sá hversu margir núna hafa skipt þá ákvað ég að jú kannski er í alvöru kominn tími á smá breytingu. Þannig að ég fór og kíkti á blogspot og ætlaði að stofna bloggsíðu þar, nema hvað notendanafnið mitt lexusinn var tekið  Þannig að ég ákvað að kíkja hvaða vitleysingur hafði tekið MITT notendanafn og komst að því að það er greinilega einhver hálf heilalaus sem hafði tekið það. Þessi gaur skrifaði eina færslu fyrir löngu síðan og ekkert meir og þetta er það sem hann skrifaði á bloggið sitt :

 Djö…

Vinur minn sem er fokking tölvugúrú sko setti upp svona helvíti magnað blogg fyrir karlinn og lexusinn hans. Spurning um að biðja pabba um fartölvu í djöfulsins kaggann..? Held að gamli geri það fyrir menn, enda helvíti nettur karl.

Man þegar gamli fékk sér fyrsta mótorhjólið, þetta var svona léttur krossari sko, aldrei verið flottari karlinn.

Nau, minn maður er bara kominn með hausverk eftir þennan hérna tölvuskjá maður. Lxusinn bíður, sjáumst á rúntinum, félagi!
 
Hahahaha, er þetta djók eða hvað, ég meina í alvöru talað. HVER TALAR SVONA.
Ég bara trúi ekki að notendanafnið mitt hafi farið til svona fávita.
En já ég er enn að vinna í því að flytja bloggið mitt og það fer eftir því hvort ég finn eitthvað sem mér líkar hvort ég flytji eða ekki.
Sjáumst

Leave a comment