30.Janúar.2006. Ný vika að skríða aftan að manni

Enn ein helgin liðin, enn einn mánuðurinn liðinn og árið þýtur áfram eins og það ætti lífið að leysa. Það er enn voðalega lítið að gerast hér, ný önn silast hægt af stað, logn á undan brjáluðum verkefna stormi.
Enn það styttist í það að hann Eisi minn komi aftur í heimsókn og í þetta skipti kemur hann á fimmtudagskvöldið 9 feb og fer mánudaginn 13 feb. Ohhh mér hlakkar svo til að ég get varla setið kyrr. 
Svo helgina eftir að hann fer þá fer ég til London til Tinnu vinkonu þar sem ég mun eyða allri helginni og flýg svo þaðan á mánudegi í heila viku til Seattle á ráðstefnu þar sem ég mun hanga með mömmu og öðrum forensic vitleysingum, þar á meðal nokkrum úr bekknum mínum.
Annars er nú ekkert mikið að segja frá. Ég og Lula fórum í bíó á laugardagskvöldið og sáum four brothers, og fórum svo og fengum okkur einn drykk á pöbbnum áður en heim var haldið. Svo í dag fór ég í bæinn á kaffihús með Lulu og Becky (ein úr bekknum) og svo röltum við aðeins um bæinn og svo fór ég heim að taka til í herberginu mínu og láta mér leiðast það sem eftir var af kvöldinu.
OG svo er það bara ný vika. Við erum að fara í eitthvað dagsferðalag á miðvikudaginn á vegum CSI kúrsins, er ekki alveg pottþétt á því hvað við erum að fara að skoða, en það verður fínt að fá smá tilbreytingu í annars mjög svo hversdaglegt líf. Læt ykkur að sjálfsögðu vita hvað við vorum látin skoða þegar að því kemur.
En já þá annars Hildur mín mér hlakkar líka til að vera alkomin heim. Ég er farin að verða staurblönk á öllum þessum flugmiða kaupum fram og til baka. Og Kristín, frábært að heyra að þú færð lærdóms titringinn þegar þú lest bloggið mitt, ég er sem sagt ekki alveg að skrifa eintómt bull til einskins, og já ef maður hefur áhuga á því sem maður er að læra þá verður lærdómurinn svo mikið skemmtilegri 
Já og bara svona til að láta ykkur vita þá er ég að verða GEÐVEIK á tölvunni minni. Hún er farin að ofhitna og slökkva á sér við minnsta tilefni og hljóðið á tölvunni dettur út þegar því sýnist og svo þarf ég stundum að slökkva og kveikja á henni aftur 3 sinnum til að fá það aftur. Eins og ég elska tölvuna mína þá HATA ég hana stundum. Enda ég meina hvað árs gömul og sífellt á spítala. Alla veganna ég ætla ekki að tala alltof illa um hana svo hún leyfi mér að setja þessa færslu inn á bloggið, og svo á morgun ætla ég að athuga hvort ég geti tekið hana til tölvu læknis.

Leave a comment