4.Febrúar.2006. Ferðalagið

Jæja, ég fór sem sagt í skólaferðalag á miðvikudaginn. Við lögðum af stað kl 9 um morguninn frá Preston og keyrðum í 2 tíma norður að bóndabæ rétt fyrir utan Penrith, sem er bær þar sem hluti af háskólanum er staðsettur í. Þ.e.a.s. í Penrith er kennt allt í sambandi við landbúnað og fleira í þá áttina, og er þessi bóndabær notaður fyrir ýmsa kennslu.
Þegar við komum þangað þá var svo kalt og við fengum aðgang að steinherbergi með borðum og smá eldhúsi en það var ekki upphitað og það var eiginlega kaldara þar en úti. Þannig að það fyrsta sem við gerðum var að hella okkur upp á sjóðandi heitt kaffi og núðlusúpur til að hlýja okkur aðeins, og dúða okkur upp í öll þau föt sem við gátum troðið okkur í. Á meðan að við vorum að klæða okkur í og reyna að hita okkur upp fóru kennararnir að setja upp crime scene-ið. Svo voru okkur gefin hlutverk og við leidd á vettvanginn. Becky sá um að skrá niður alla sem fóru inn á vettvanginn, því hver ein og einasta manneskja sem fer inn þarf að vera skráð niður, það er klukkan hvað farið var inn og klukkan hvað var farið af vettvangi , DNA sýni þarf að vera gefið (þó við gerðum það auðvitað ekki) og svo þarf að skrifa undir.
Fyrst fóru Viv og Lula inn á vettvanginn þar sem þær voru the crime scene managers. Þær þurftu að spyrja ýmissa spurninga eins og hver fann beinin, hvar þau væru, hver fyrsti lögreglumaður á svæðið var og svo þurftu þær að skrifa þetta allt niður ásamt því að lýsa aðstæðum og fullt fullt fleira. Svo þurftu þær að kanna vettvanginn og ákveða jaðarinn. Svo þegar þær voru búnar að því komu þær niður til okkar og við öll hin vorum skráð niður og látin skrifa undir og hleypt bak við gula crime scene borðann.
Við vorum svo öll leidd upp brekkuna að jaðrinum á svæðinu og fyrst fóru allir hinir úr bekknum niður að leita og merkja sönnunargögn með fánum. Á eftir þeim fórum ég og Jamie því við vorum exhibition officers. Það er að segja okkar verk var að skrá niður öll sönnunargögn sem höfðu verið merkt, ásamt því að kanna hvort hin höfðu yfirséð einhver sönnunargögn. Sem by the way þau gerðu, því ég fann magasínið úr byssunni ásamt 3 skothylkjum á öðrum stað. Hmmm góður crime scene investigator ÉG

Ég verð nú að segja að ég stóð mig bara mjög vel í þessu verkefni því bæði Lula og Viv gerðu ekki mikið meira eftir að hafa skoðað svæðið, og hinir krakkarnir voru bara hlaupandi um eins og hauslausir kjúklingar að setja fána við öll augljósu sönnunargöngin. Það var svo ég sem að eftir að hafa skoðað fyrstu beina hrúguna, sem kallaði að við værum með lágmark 2 dána einstaklinga. Allir snéru sér að mér og bara: nú hvernig veistu, við fundum bara eina hauskúpu. Þannig að ég útskýrði að við værum með barns bein og fullorðins bein og út frá því hófst mikil leit að hinni hauskúpunni. Stig fyrir mig
Svo fann ég sem sagt bæði magasínið og skothylkin sem allir voru búnir að leita að eins og vitlausir. Hihi annað stig í kladdann fyrir mig  og svo þar sem við höfðum ekki mikinn tíma og þessi æfing var aðeins til að kynna okkur fyrir því hvernig hlutir ganga fyrir sig, þá byrjuðu kennararnir að  reka á eftir okkur og sögðu við mig og Jamie að við höfðum bara 5 min til viðbótar, og við áttum næstum því öll sönnunargögnin eftir. Þannig að við settum í 6 gír og byrjuðum að skrá allt niður á súper hraða, en samt mjög varfærnislega. Sem heillaði víst einn kennarann okkar mjög mikið og eftir æfinguna þá hrósaði hann okkur fyrir það hversu vel og hratt við unnum og sagði að það væri einmitt mikilvægt að hafa fólk sem getur unnið vel og vandlega undir tíma stressi. Hmmm enn eitt stig fyrir mig    Þannig að já ég verð að segja að ég fór heim mjög ánægð með mitt dagsverk
Svo á fimmtudaginn var bara enn einn venjulegur dagur og í gær fór ég í partý til Vestu sem var að halda upp á 46 ára afmælið sitt. Partýið var mjög fínt, fullt af fólki, matur og DJ. Að vísu fór ég snemma heim, því Mik þurfti að vinna í dag þannig að hann og Helene ákváðu að fara heim rétt fyrir 2 og ég nennti ekki að redda mér leigubíl seinna þannig að ég ákvað bara að fara heim með þeim.
Svo í kvöld getur verið að ég fari í bíó með Lulu en veit samt ekki, sé til.
Þannig að já þar hafið þið það, skrifa meir seinna
Já ég er að setja inn myndir þannig að þær ættu að vera tilbúnar bráðum

Leave a comment