16.Janúar.2006. JÓLIN þann 12 janúar

Já svo fékk ég einkunnina fyrir ritgerðina mína. Málið er það að ég fékk alveg geggjaðar einkunnir á öllum stuttu prófunum sem við tókum, en hinsvegar þegar að það kemur að skrifum, hvort sem það eru skýrslur eða ritgerðir eða eitthvað þá er einkunna gjöfin mun strangari. Hér er það þannig að ef maður fær 7 og yfir þá er það excellent og þau eru mjög ströng þegar þau fara yfir. Öll þau verkefni sem við höfum skilað hingað til hafa eiginlega verið öll milli 6 og 7. Ég held að enginn af okkur hefur fengið hærra en 7 í neinu af skilaverkefnunum. Þannig að já svo kom að því að skila inn ritgerðinni fyrir jól. Ég og eiginlega allir hinir áttum í geðveiku basli með þessa ritgerð, og daginn sem ég skilaði minni inn þá hugsaði ég með mér að þetta væri það VERSTA sem ég hef nokkurn tímann skrifað á ævinni. Enda skrifaði ég ritgerðina á einum degi, náði ekki að lesa yfir hana, var að renna út á tíma og skrifaði lokaorðið á 10 mín. Ég meina ég bara skrifaði eitthvað algert bull, bara til að hafa eitthvað. Eftir að hafa skilað henni inn leið mér mjög illa því mér fannst þetta svo mikil hörmung. Ég veit ég segi oft að mér hafi gengið illa en fæ svo góða einkunn en í þetta skiptið þá virkilega fannst mér ég hafa skrifað hræðilega ritgerð. En nei,nei svo fæ ég einkunnina og hún er 7,2 og ég held að ég hafi verið hæst eða næst hæst í einkunn. Hinir voru allir með 4, eitthvað eða 5, eitthvað eða 6, eitthvað. Svo það besta af öllu, og mér finnst þetta svo fyndið að kennarinn commentar á lokaorðið og segir: the conclusion was very firm. Hahahaha það greinilega borgað sig að hripa eitthvað niður á 10 mín. Það sem að dró mig niður í ritgerðinni var málfræði og heimilda skráning sem ég er alveg hræðileg í.
En já þannig að ég var mjög ánægð með þessar niðurstöður og er mun öruggari fyrir þessa ritgerð sem ég á að skila inn á þriðjudag.
Ok þá er það að segja ykkur frá jólunum okkar. Málið er það að þegar að ég kom aftur til Preston þá segir Helene við mig að hana langar að halda jól hérna heima. Ég varð nú frekar hissa enda var þá 2 janúar og jólin löngu búin. En ok, hún sagði að hana langaði bara að hafa eitt kvöld með góðum mat og víni og svoleiðis. Ok, sagði ég það hljómar næs. Veit að vísu ekki af hverju við þurfum endilega að kalla það JÓL en ég meina what ever. Jú, jú svo líður og bíður og núna á miðvikudaginn þá spyr Helene mig hvort við gætum ekki haldið JÓLIN núna á fimmtudagskvöld (í gærkvöldi), æ þú veist borða góðan mat, drekka smá vín og skiptast á litlum pökkum, segir hún. WHAT THE FUCK
ertu að meina það, hugsaði ég með mér, en sagði jú jú af hverju ekki. Þannig að eftir prófið mitt á fimmtudag fór ég í bæinn og verslaði JÓLAGJAFIR, eitthvað lítið fyrir alla, kerti handa Helene, 150 kr armband handa Pauline, 200 kr Sudoku bók handa Julien og svo 300 kr kodda handa Mik. Enda keypti ég kodda og sæng þegar Tinna vinkona kom í október síðastliðin. Ég meina svona til að eiga fyrir gesti (bara 1000 kall). En eftir að Tinna fer þá spyr Helene hvort þau mættu fá koddann þangað til að þau kaupa sér því að Mik var sofandi á samanbrotnum handklæðum. Jú ég meina auðvitað ekkert mál að lána þeim koddann í nokkra daga en svo langaði mér í koddann, því mér finnst gott að hafa alla veganna 2 kodda í rúminu og þessi er mjúkur. En þetta lán dróst og dróst og svo þegar að Eisi kom þá bað ég þau um koddann, en alltaf þegar að ég mundi svo eftir því að þau voru ekki búin að láta mig fá hann þá voru þau farin að sofa. Þannig að ég og Eisi þurftum að deila kodda þegar hann var hérna.  Svo gerðist það sama þegar Rakel vinkona kom í heimsókn, alltaf var ég að biðja þau um koddann en svo þegar kom að því að fara að sofa þá voru þau farin að sofa á undan og enginn koddi. Þetta var búið að fara vel í taugarnar á mér sem sagt í langan tíma. Þannig að í staðinn fyrir að vera leiðinleg og segja komdu með fjandans koddann minn, þá ákvað ég bara að nota þetta tækifæri til að kaupa handa honum kodda svo ég gæti fengið minn til baka.
Jamm sem sagt, um kvöldið þá var Mik að elda og allir að pakka inn jólapökkunum sínum og stelpurnar voru búnar að skreyta stofuna með jólaljósum og jólaskrauti. JÁ ÉG VEIT  bara fáránlegt, ég meina það var 12 janúar, jólin eru löngu búin, FUCKING GET OVER IT.  Ég meina hugsunin bak við þetta var mjög næs, en ég meina það er hægt að hafa góða kvöld stund með góðum mat án þess að gera bókstaflega jól úr því 12 janúar. Ég ákvað það að loka mig inn í herbergi fram að mat og ekki taka neinn þátt í þessu skreytingar rugli. Ég fékk innpökkunar pappír og ákvað að pakka inn fjandans pökkunum bara til að sýna smá lit. Ég meina ég er ekkert jólabarn til að byrja með og svo HATA ég að pakka inn pökkum, líka á alvöru jólum. En jú ég ákvað að vera ekki party pooper og pakkaði því inn draslinu og setti ásamt öllum hinum pökkunum undir rafmangs arininn okkar sem er með jólasokknum hangandi á. Ohhhhh god, er einhver sem er ekki farinn að pissa á sig af hlátri núna???????
En já svo var kallað á mig: Alex, jólin eru komin! Ok þannig að ég fer fram inn í fullskreyttu stofuna og jú ég meina þetta leit allt svakalega vel út og kósý, en ég meina bara algjörlega out of place, ef þið fattið. Svo byrjuðu allir að rífa upp pakkana sína. Ég fékk GRÆNAN hlýrabol frá Pauline og svo það fyndnasta að frá Helene og Mik getið hvað ég fékk. KODDA hahahahaha. Þau höfðu sem sagt verið að hugsa álíka og ég og þau keyptu nákvæmlega eins kodda eins og ég keypti handa Mik. Þannig að núna á ég einn auka kodda og þau eiga einn auka kodda.
En svo kom maturinn, í forrétt forrétt var frönsk andalifur, sem á víst að vera eitthvað svona franskt góðgæti, í sama fínerísheit flokki og kavíar. Jú, jú ok á bragðið en ekkert í uppáhaldi hjá mér. Svo í forrétt var hörpuskel á einhverju grænmeti og fíneríi, ég borða ekki hörpuskel, en ég var svöng og þetta var mjög vel eldað og bragðaðist bara ágætlega, (hann meni segja skreytti diskinn, eins og á veitingastað, enda kokkur). Svo í aðalrétt var eitthvað. Það var eitthvað kjöt sem ég gleymdi að spyrja hvað var. Svo var eitthvað sem ég held að hafi verið kartöflur með gulrót og linsubaunum, eða guð veit hvað og svo var líka eitthvað sem ég ætla ekki einu sinni að byrja að útskýra því ég veit ekkert hvað þetta var. Ég meina maturinn bragðaðist ágætlega, en ég bara hef ekki hugmynd á íslensku né ensku hvað það var sem ég var að borða. Ég veit að þetta sem ég veit ekkert hvað var heitir KACZANKA (að ég held skrifað svona) á pólsku.
Alla veganna nóg um það. Svo í eftirrétt fengum við þeytta eggjahvítu óbakaða, en ég veit ekki hvort hún var soðin smá eða hvað ?????? með karmellusósu. Hmmmm ekkert spes en samt alveg ætt.
Eftir kvöldmat datt Pauline í hug að fara að horfa á nýja Britney Spears dvd diskinn sinn. Þannig að þau hrúguðust öll í einn sófann og fóru að horfa á myndbönd með B.S. Ekki alveg inn í mínu áhugasviði. Þannig að ég stakk af inn í herbergi svo ég mundi ekki þurfa að gubba upp matnum mínum yfir þau. Svo sat ég bara að dunda mér í tölvunni það sem eftir var af kvöldinu.
Jahá, þannig að svona eyddi ég jólunum mínum  Hvernig voru ykkar jól, 12 Janúar?

Leave a comment