15.Nóvember.2005. Enn ein helgin liðin

Elsku, elsku mamma mín. Til hamingju með afmælið í gær. Þar sem þið eruð ekki búin að skrifa email til mín þá hélt ég að þið kæmust kannski ekki á netið og ég er ekki með emailið hjá frænda í Ástralíu. En svo sá ég áðan að þú hafir farið inn á bloggið hennar Moniku. Ég ætlaði bara að óska þér til hamingju þegar þú kæmir aftur frá down under. En ég vona að þú farir inn á netið og lesir líka hjá mér bloggið. Ef ekki þá bara heyrumst við þegar þú kemur heim. Skemmtið ykkur geðveikt vel með kengúrunum
Elska ykkur og sakna. Risa, risa knús til þín og pabba

En já út í annað þá er enn ein helgin búin og alltaf styttist í það að ég komi heim í jólafrí. Ég kem alla veganna heim 16 des og fer aftur út 2 jan. Já því miður þá er jólafríið mitt ekki eins gott eins og í denn, skólinn byrjar aftur 3 janúar. Þar að auki þarf ég að læra í öllu jólafríinu, þar sem ég þarf að fara í eitt próf og skila 2 verkefnum strax í byrjun janúar. En svona er það nú víst að vera að læra í útlandinu. Maður getur ekki búist við því sama og heima. Hérna er ekkert að gerast rétt fyrir jól (brjálað núna næstu 3 vikur) en svo ekkert. Það er einmitt ekki fyrr en í janúar sem allt brjálæðið byrjar. Sem sagt jólafríið mitt er upplestrar fríið mitt. Gaman, gaman. 
En ég er sem sagt farin að telja niður dagana þangað til að ég kem heim, ohhh get ekki beðið eftir að fá að knúsa manninn minn og kisurnar mínar 2. Hitt pabba og svo mömmu líka og alla vini mína, og strollað niður laugaveginn á Þorláksmessukvöld, haldandi í höndina á Eisa mínum og bara njóta lífsins peningalaus.  Ég hef nefnilega aldrei fengið að ganga laugaveginn og kíkt á kaffihús og soddleiðis á Þorláksmessukvöld. Því þegar ég var yngri þá fórum við fjölskyldan alltaf til útlanda yfir jólin. Svo þegar ég varð eldri og þurfti að fara að vinna á jólunum og var komin með kærasta (Eisa) þá hef ég unnið öll Þorláksmessukvöld frá að ég held 2000 til núna. Jú, því 1999/2000 vorum við í Ísrael og það var síðasta árlega fjölskyldu jólafríið mitt. Þannig að ég mun sem sagt njóta þessarar Þorláksmessu. Og þótt að ég sé að verða uppiskroppa með uppsafnaða peninginn minn og sé fram á það að þurfa bráðum að fara að krafsa í námslánin þá ÆTLA ÉG EKKI AÐ VINNA Á ÞORLÁKSMESSU.
Annars er nú ekkert brjálaðslega mikið búið að gerast þessa vikuna. Ég að vísu orðin pínu þung í skapi og einmanna vikuna áður en Eisi kom og svo þegar hann fór á mánudeginum þá varð ég MJÖG einmanna og enn meira þung í skapinu. Æ, þið vitið alltaf að hanga heima í herberginu mínu að læra og hitti engan né gerði neitt. Þannig að ég ákvað á þriðjudaginn fyrir viku síðan að þetta gengi ekki. Ég þarf að taka mér pásur og fara að gera eitthvað og hitta fólk. Þannig að síðasta miðvikudag (9 nóv) fór ég með Lulu (þessari 37 ára sem er með mér í kúrsi) á pöbbinn eftir skóla. Enda vorum við að skila af okkur verkefni þann daginn og fínt að slappa aðeins af. Hún fékk sér cupa libre á meðan að ég fékk mér bjór með matnum. Svo spjölluðum við heillengi um allt og ekkert.
Svo á fimmtudaginn ákvað ég að fara á pöbbinn með Remke um eftirmiðdaginn, Vesta vinkona kom svo og fékk sér drykk með okkur. Svo eftir að hafa setið um 2 tíma þar fórum ég og Vesta heim til hennar þar sem hún eldaði fyrir mig. Svo eftir mat ákvað hún að skutla mér heim en á leiðinni heim ákváðum við að tékka á einum pöbb sem er á leiðinni heim til mín. Þegar við vorum nefnilega að borða þá byrjaði einn gaurinn sem býr með henni að tala um einhvern rokk pöbb, og ég sagðist vita um einn sem ég labba fram hjá daglega. Þannig að við ákváðum að kíkja þar inn og tékka hverskonar staður þetta væri. Ég verð nú að segja að ég varð strax ástfangin af þessum stað. Þetta var bókstaflega eins og að koma í heimsókn til vinar síns. Staðurinn er pínulítill og alveg hrikalega heimilislegur. Í miðjunni er pínu, pínu lítill bar fyrir einn starfsmann, svo einu megin við barinn er lítið pool borð. Út í einu horninu við innganginn er svo borð með endalausum leikjum á borð bið monopoly og scrable. Svo hinum megin við barinn er alveg risa skjávarpa tjald. Ég hélt fyrst að það væri þarna svo að fólk gæti horft á fótbolta en nei, nei þá er þetta notað undir tölvuleiki. Svo eru ca 7-9 lítil kósý borð og mjög góð hávær rokk tónlist. Bara snilld. Ég veit það að ég á pottþétt eftir að fara oftar þangað bara til að slappa af og kannski spila scrable með einhverjum.  
Jamm svo á föstudagskvöld var ákveðið að halda partý heima. Klukkan 22 byrjaði að streyma inn fólk og svo klukkutíma seinna var húsið stappað. Það var mjög gaman og alveg ótrúlegt hvað það var lítið af drasli daginn eftir. Þegar við vöknuðum þá var alveg eins og það hafi ekki verið partý kvöldið áður.
Hmm laugardagurinn fór að sjálfsögðu í þynnku frá helvíti, og sunnudagurinn í að læra. Við kíktum að vísu í svona klukkutíma á pöbbinn um kvöldið, en það var bara rólegt. Allir að drekka kók og ég í sódavatni.
Svo er það dagur inn í dag sem fór í það að fara í skólann. Eftir skóla kíktum ég, Lula og eini strákurinn í bekknum okkar hann Jamie á kaffihús í klukkutíma. Eftir það fórum við aftur í skólann og náðum í ca 150 blaðsíðna bunka af vísindagreinum fram til 3 janúar sem við þurfum að lesa og fórum á ljósritunarstofuna að láta ljósrita fyrir okkur. Svo fór ég að versla mér plasthillur undir ýmis blöð og drasl og möppu undir allar greinarnar. Og svo var bara lært þangað til núna.
Þannig að já eins og er hef ég sem sagt ekkert meir að segja
Þangað til næst

Leave a comment