24.Nóvember.2005. Pöbbinn eða lærdómurinn

Það styttist óðum í enn eina helgina, sem þýðir að það er einni viku styttra í að ég komi heim. JEEEEEEEEEEEJJJJJJJJ. Í dag eru sem sagt 23 dagar í það að ég komi á klakann

Það er nóg að gera í skólanum og hef ég því lítið annað gert en að sitja heima og læra. Allur mánudagurinn fór svo í það að klára skilaverkefnið mitt (scientific poster presentation) eftir skóla. Sama sagan á þriðjudaginn og skilaði ég loksins inn verkefninu í dag. Á morgun er svo próf í aldur greiningu og svona er þetta út þar næstu viku. En hey mér leiðist þó alla veganna ekki á meðan  Enda finnst mér bara gaman að læra.
Svo er ég búin að komast að því að ég get ekki unnið varðandi málið um sitja heima og læra eða fara á mikið á pöbbana. Þegar ég ákvað að vera bara allan tíman heima að læra, þá varð ég þung í skapi, missti samband við fólk og var einmanna. Þannig að allir hér, meni segja kennarinn minn sagði mér að fara meira út og taka meiri þátt í félagslífinu. Ég ákvað því að gera það, enda var mér bara farið að líða illa hérna. Mér leið strax betur og fannst ég aftur vera ein af hópnum, var memm. Ég meina ég læri það sem ég læri og er heima þegar ég þarf að læra. Svo þegar ég er búin með heima vinnuna eða veit að ég get gert hana um kvöldið þá fer ég og hitti vini mína þá oftast á pöbbunum enda lítið annað hægt að gera hérna (það eru örfá kaffihús en endalaust af pöbbum með pool borðum og fleira).En þá byrja allir heima að kvarta undan því að ég geri ekki annað en að fara á pöbbana. Þannig að já sama hvað ég geri, ég get ekki unnið
En nei ég meina ég er með jafnvægi á hlutunum. Ég fer út þegar ég get og er heima þegar ég þarf. Eina vikuna er brjálað að gera og ég er stanslaust lærandi en hina vikuna er lítið að gera og þá fer ég og geri eitthvað með einhverjum.
Þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur af því að ég komi heim til Íslands og verði lærandi daginn út og inn í 2 vikur og hafi engan tíma til að hitta neinn. Ég meina vikuna áður en ég kem heim er sama sem ekkert að gerast í skólanum, þannig að í þeirri viku mun ég reyna að klára sem mest í verkefnum sem ég þarf að skila í janúar, og ég meina þessar 2 vikur heima þarf ég bara að vera skipulögðu og læra á daginn og gera svo eitthvað skemmtilegt á kvöldin. Eða öfugt, eða eitthvað. Reddast allt maður
Já ég þarf að segja ykkur geðveikt fyndið en samt smá spooky. Ég sat í herberginu mínu að vinna að plakatinu á mánudagskvöld. Svo um eitt leytið hélt ég að allir væru farnir að sofa en þá allt í einu bankar Julien uppá hjá mér. Hann opnar hurðina og stendur þarna í dyragættinni með kúst og hálf furðulegur á svipinn. Svo spyr hann mig upp úr þurru hvort að ég trúi á drauga. Ég svara játandi og spyr hann af hverju. Þá segir hann mér það að hann hafði verið á klósettinu að kúka þegar hann byrjaði að heyra furðuleg hljóð komandi einhversstaðar frá baðkarinu bak við sturtuhengið (hann sá hvorki gluggann né hluta af baðkarinu fyrir sturtuhenginu) og svo allt í einu sprakk baðherbergisglugginn og stórt glerbrot flaug yfir herbergið og endaði í heilu lagi ofaná neðstu hillunni undir vaskinum. Hann sagði að sem betur fer sat hann á klósettinu því annars hefði allt farið í brækurnar  Ég auðvitað fór upp að skoða og jú, jú allur glugginn í sprungum og svo vantaði bara eitt stórt stykki í hann sem var á hillunni. Sem betur fer er þetta 2faldur gluggi þannig að ytri hlutinn er óbrotinn en þetta var bara eitthvað svo spes.
En jæja er að spá í að fara að sofa, svo ég geti vaknað í “prófið” mitt á morgun
Knúsar og kossar

Leave a comment