16.Október.2005. hitt og þetta

Hmmm best að segja ykkur frá hvað er búið að gerast frá miðvikudeginum þangað til í dag (laugardagur) Já það var frekar lítið sem var að gerast þessa dagana. Miðvikudagurinn fór í algjöra leti, ég nefnilega hafði eitt næstum allri aðfara nótt þriðjudags í það að tala við Eisa
minn á skype. Ég meina við vorum að nota webcam í fyrsta skipti (að vísu það kvöldið virkaði mín myndavél ekki, en ég sá þó Eisa) og það var svo gaman að sjá hann Eisa eftir að hafa ekki séð hann í næstum því mánuð. Svo bað ég hann um að ná í kettina og það var virkilega frábært að sjá Tígra og Heiki, það frábært að ég fór að tárast. Ég elska þetta webcam. Litlu kisurnar mínar
 

En já miðvikudagurinn fór í algjöra leti, ég held að ég hafi gert sama sem ekki neitt þann daginn. Svo á fimmtudaginn fór ég í skólann og svo heim kl 15. Heima lærði ég smá og horfði á TV og kjaftaði við Eisa heillengi á netinu (mér nefnilega tókst að koma upp webcaminu mínu) og svo fór ég að sofa. Á föstudaginn var svo enginn skóli, en þennan föstudag var gestafyrirlesari að koma og það er svona innan gæsalappa skilda að mæta á gestafyrirlestra. Þannig að já ég fór á þennan fyrirlestur sem var bara svosem ágætur. Gaurinn sem var frá Guatemala (búinn að búa í Englandi samt í einhvern tíma) var að tala um hverskonar vinnu réttarmannfræðingar fást við í raunveruleikanum og hvað þeir þurfa að
gera og kljást við og blablabla. Eftir þennan fyrirlestur fór ég heim og ég, Julien og Mik fórum að versla inn fyrir vikuna. Innkaupin tóku um klukkutíma og við löbbuðum út með meira en troðfulla körfu af mat fyrir 5 manns út næstu viku. Um kvöldið eldaði Mik og eftir mat fórum við í partý í spænska húsinu. Það var bara ágætt þar. Ég eyddi öllu kvöldinu í að kjafta við Remke, Debru og Lule (gælunafnið hennar er víst skrifað Lula en ekki Loula ). Laugardagurinn fór svo í þynnku. Ég eyddi meira og minna öllum laugardeginum í að hanga á netinu og horfa á will og grace í sjónvarpinu. Svo hringdu bæði mamma og pabbi í mig sem var auðvitað frábært, og ég talaði einnig við Eisa
minn á skypinu. Um kvöldið fórum svo ég, Helen og Mik á pöbbinn okkar sem heitir the guild og þar hittum við Vestu og hennar vini. Við ákváðum að fara að spila pool. Í fyrsta leiknum voru það ég og Vesta á móti Helen og Mik. Ég verð að segja að sá leikur var allt annað en góður. Við vorum öll svo léleg. Svo í næsta leik var ég að spila með Alan (strákur sem býr með Vestu) og Mik spilaði á móti okkur með vini hennar Vestu sem heitir Neo. Þar sem bæði Neo og Alan eru virkilega góðir í Pool og Mik er ágætur og ég er bara svona bla þá var þessi leikur mun áhugaverðari. En það sem kom mest á óvart var að ég var alveg að taka alla í rassgatið í þessum leik. Ég hitti hverja kúluna eftir annarri mjög professionally í holurnar og svo það besta var að þegar eingöngu svarta kúlan var eftir á borðinu og allir voru búnir að reyna að koma henni inn. Svo kom röðin að mér og ég skaut henni inn með þvílíku tilbragði. Að vísu var ég að miða í annan vasa en kúlan endaði í, en ég meina fólk þarf ekki að vita það . Svo eftir seinni leikinn var verið að loka barnum þannig að við fórum öll heim til Vestu í smá partý. Svo varð ég þreytt á að vera þarna þannig að ég kom heim og hér er ég   

En já klukkan er orðin margt og ég er að hugsa um að fara að sofa. Lesumst næst 

Æ já ég gleymdi að segja ykkur að ég fékk niðurstöðuna úr fyrsta prófinu mínu og ég fékk 89% eða 8.9 og meðaleinkunnin var 7.6. Þannig að já ég er frekar ánægð með mína einkunn þó að hún hefði mátt vera yfir 9

Leave a comment