17.September.2005. Meir af vikunni

Jæja hvernig gekk að lesa síðustu færslu? Löng ? Allaveganna þegar að ég talaði við Eisa í kvöld þá var ligguð við það fyrsta sem hann sagði við mig: vá hvað bloggið þitt var langt. En ég meina vegna tækniörðuleika þá var þetta tveggja daga færsla þannig að þeir sem eru ósáttir: ýkt óheppin þið
Auðvitað var samt Eisi að djóka
En já ég átti víst eftir að færa inn þriðjudaginn.
Allaveganna á þriðjudaginn vöknuðu allir snemma því það var fundur kl 10 um morguninn. Málið er það að við útlensku nemarnir sem erum  á kynningar vikunni búum öll á sama stað, og er þetta svona HALLS þar sem allir búa. Allir fá eitt lítið, ljótt og mjög niðurdrepandi herbergi og það eru að ég held 14 herbergi á hverri hæð, og á hverri hæð er eitt eldhús með ENGU leirtaui og svo eru svona 4 búðarklasa klósett á hverri hæð þar sem einnig eru sturtur. Nákvæmlega engin einka stund fyrir fólk að fara á klósettið 
 
En já ég hitti sem sagt Karinu og Helene rétt fyrir kl 10 um morguninn og við fórum öll á þennan fyrirlestur sem var um allt og ekki neitt. Svo hringdi eigandinn af húsinu og sagði okkur að maðurinn á skrifstofunni sem sér um húsið hafði einnig sýnt öðrum 5 manna hóp húsið en þar sem við vorum fyrst þá þyrftum við að segja af eða á. Við aðsjálfsögðu sögðum Á. Þannig að um 11 leytið fórum við á skrifstofuna og skrifuðum undir leigusamning og fórum svo öll í hraðbanka til að taka út fyrir leigunni. Við þurftum að borga 200 pund fyrir mánuðuðinn á mann plús 200 pund í tryggingu og svo 50 pund handa skrifstofunni fyrir að sjá um þetta allt fyrir okkur (þannig virkar þetta bara, þetta er eins í Frakklandi). Þannig að allt í allt voru þetta 450 pund ( ca 50.000 kr) sem við þurftum að borga þennan mánuðinn (annars erum við að borga mánaðarlega 200 pund, ca 22.500 kr í leigu á mann). Við gátum að vísu bara borgað 250 pund þann daginn því það er ekki hægt að taka meira út af korti í hraðbanka á einum degi og ég vildi ekki taka út bæði á visa og debet ef ég þyrfti einhverra hluta vegna að taka út pening seinna um daginn. Eftir að hafa reddað öllu með húsnæðismálin þurftu stelpurnar að vesenast eitthvað því þær eru skiptinemar, ekki ég og það er stundum öðruvísi programm fyrir þær en mig. Á meðan fór ég að heimsækja Tal (vinkona mömmu sem sér um kúrsinn minn) hjá henni hitti ég Lourdes sem er 37 ára frá Guatemala og er með mér í kúrsinum. Við kjöftuðum í smá stund og svo hitti ég Helene og Karinu aftur og við fórum í bæinn að kaupa hitt og þetta. Ég keypti mér ferðatösku 117 lítra, alveg risastór sem ég ætla að taka með mér heim svo ég geti sett allt draslið mitt í hana þegar að ég fer aftur út. Aðsjáfsögðu keypti ég mér líka Starbucks venti latté með auka skoti  og drakk það meðan að við vorum að versla ( og aftur segi ég NAMM NAMM STARBUCKS ). Svo vorum við bara eitthvað að vesenast það sem eftir var af deginum. Svo um kvöldið nenntum við ekki að fara neitt, þannig að eftir að við stelpurnar elduðum okkur eitthvað að borða fórum við út á bekk, sem er fyrir utan húsið okkar. Þar sátum við og drukkum bjór með 3 Hollenskum stelpum Renke, Nichole og Debru og einum þýskum strák Loui og einum 1 frönskum Olivier. Svo fórum allir snemma upp í herbergi, þannig að ég eyddi því sem eftir var af kvöldinu í mínu herbergi að skrifa blogg  (það sem ég setti inn seinast).
Miðvikudagurinn byrjaði á eins og hálftíma fundi fyrir alla útlensku nemana. Aftur um allt og ekki neitt, það var talað um stúdenta félögin, löggan kom og sagði okkur frá lögreglustarfseminni í bænum og bla bla bla. Svo eftir þetta fórum ég og Lourdes að hitta Tal (“kennarann okkar”) og fengum okkur að borða með henni og nokkrum öðrum úr forensic science deildinni. Svo tók Tal mig og Lourdes í skoðunarferð. Hún sýndi okkur rannsóknarstofurnar og THE CRIME SCENE HOUSES. Þetta eru sem sagt 3 hús í eigu deildarinnar þar sem ýmis rán og morð eru sviðsett. Ein stofa er gamallar konu stofa, og þegar maður labbar þangað inn þá er það bókstaflega eins og að labba heim til ömmu. Öll húsgögnin eru í ömmustíl, það er menisegja ömmu jakki, skór og húfur hangandi á snaganum. Stækkurnargler og te sett á borðinu o.s.frv. og svo spreyja þau reglulega með sérstöku ilmspreyi þannig að það lykti eins og heima hjá gamalli konu. Næsta stofa í næsta húsi er gerð fyrir piparsvein og sú þriðja fyrir par með ungt barn (barnabækur og dót á gólfinu og svoleiðis). Í þessum stofum fer fram fingrafara og sönnunargagna leit. Svo á efri hæðinni í einu húsinu er baðherbergi. Veggirnir liggjandi að baðherberginu og allt baðið er makað út í fake blóði ( æ þið vitið fyrir nemendur til að rannsaka blóðslettur og blóðpolla og allt það), og svo á efri hæðinni er líka herbergi gert eins og djöfladýrkandi byggi þarna (þau eru með rotnandi mat á gólfunum og allt til að fá fram alvöru lykt og svoleiðis, því þetta á að vera skítugt herbergi djöfladýrkandans  ) Svo er annað herbergi sem er bar og svo enn eitt herbergi sem er gert eins og pósthús. Svo sýndu þau okkur líka bílana þeirra sem eru með fake blóðslettum, brotnum rúðum o.s.frv. Ég verð nú að segja að það var frekar cool að skoða þetta allt.
Eftir sýningartúrinn hitti ég stelpurnar og við fórum og fengum okkur að borða og svo lögðum við okkur og slöppuðum aðeins af í herbergjunum okkar. Svo hittumst við allir krakkarnir fyrir utan og sátum þar og drukkum til kl 22. Eftir það fórum við öll á einn skemmtistað sem heitir Tokyo Joe´s og þar var STUDENT NIGHT, þannig að allir stúdentarnir voru þarna og þetta var eins á laugardagskvöldi, ég meina skemmtistaður á 3 hæðum sem var stútfullur og við dönsuðum alveg endalaust og skemmtum okkur geðveikt vel (ég, og frönsku 2, ásamt hollensku stelpunum 3 og fullt fullt af öðru fólki) geðveikt gaman. Svo kl 2 fórum við öll heim, sátum svo fyrir utan húsið í smá stund og svo fórum við öll að sofa.
Dagurinn í dag (fimmtudagur) fór í það að bara vesenast allan daginn, stelpurnar þurftu að skrá sig inn í skólann, ég hins vegar fór og hjálpaði Lourdes að drösla töskunum sínum heim (töskurnar týndust nefnilega einhversstaðar á milli Guatemala og Preston) og svo versluðum við í matinn, borðuðum og svo lögðum við okkur. Kl 21 hittumst við svo allir krakkarnir úti og fórum á “stúdentakjallarann” þar sem að var partý fyrir alla útlensku nemanna. Svo fórum við á einn skemmtistað í klukkatíma og svo heim og hér er ég, heima í ljóta herberginu mínu að skrifa blogg.
Ég ætla að vísu ekki að skrifa meir því kl er 2 og ég þarf að vakna kl 8 til að pakka og láta Lourdes fá töskuna mína (hún ætlar að geyma hana meðan að ég er heima á Íslandi) og svo þarf ég að taka lest til London og svo á flugvöllinn.
Svo á morgun kl 23 mun ég vera heima á Íslandi með honum Eisa mínum. OOOOOHHHHHH get ekki beðið eftir að fá að knúsa og kyssa hann Eisa minn. Bara búin að sakna hans.
Allaveganna sé ykkur kannski heima um helgina
Góða ferð ég og við sjáumst

Leave a comment