Saturday, 22 April, 2006

Farin af landinu enn eina ferðina

Posted in Uncategorized at 0:28 am by lexusinn

Halló, halló allir.

Ég er sem sagt aftur komin til Preston, verð að segja að ég nennti ekki að skrifa meira blogg þegar að ég var heima því ég var bara alltof upptekin af því að gera annað 🙂

Ég held að ég hafi náð að hitta á flest alla heima, þó suma hafi ég hitt alveg afskaplega stutt, því miður. En svona er þetta þegar að maður hefur bara 2 vikur og alveg endalaust að gera. Mér og Eisa var boðið nokkrum sinnum í matarboð til foreldra hans, sem enduðu á því að standa langt fram á nótt, enda nóg að spjalla um. Svo var okkur líka boðið eitt kvöldið í mat til Nonna bróður hans Eisa og kærustunnar hans Birnu, sem einnig stóð langt fram eftir, enda var virkilega gaman hjá okkur þar. það kvöld enduðum við svo á kaffi Aroma upp í Firði og sátum þar til lokunar, og þar náði ég aðeins að hitta Gumma og Ebba vini okkar. þó því miður hafði verið eina skiptið sem ég náði að hitta þá meðan ég var heima. Svo ákváðum ég og Eisi að fara á hestbak einn daginn með Nonna bróður hans Eisa og Birnu, því þau eru nefnilega ný komin á fullt í hestamennskuna, komin með 5 hesta og allan pakkann. Sú reiðferð þann daginn endaði þannig að ég og Eisi sýktumst fyrir fullt af hestamennskunni og fórum á bak eða upp í hesthús á hverjum degi eftir það. Eyddum meni segja síðasta miðvikudagskvöldi upp í hesthúsi í staðinn fyrir að fara að djamma. Fórum nefnilega í góðan reiðtúr með þeim hjúum og svo grilluðum við hamborgara fyrir utan hesthúsið og sátum svo inn í hesthúsi til miðnættis, að drekka bjór, kjafta og hlusta og horfa á hestana borða og að kemba þeim. Meiriháttar kvöld, og svo enduðum við það bara á að ég og Eisi kúrðum upp í sófa með kisunum að glápa á TV og drekka meiri bjór, geðveikt næs.  Ég meina ég hef alltaf haft brjálaðan áhuga á hestamennskunni en bara aldrei haft tækifærið til að fara neitt oft á bak, greip bara þau fáu tækifæri sem buðust síðustu árin með hinum og þessum. Sem ég verð að segja að voru kannski 3 síðustu 6 ár 😦 . En síðasta haust komst ég að því að þau skötuhjú væru komin með nokkra hesta, en þá var ég auðvitað komin til Preston. Svo var bara nóg að gera um jólin og það einhvern vegin buðust bara ekki tækifærin að fara á bak. En eftir áramót var Eisi farinn að fara nokkrum sinnum á bak, og ég meira og minna heimtaði að fá að fara á bak alla veganna einu sinni og það endaði bara með fullri bakteríu fyrir þessu. Ég meina planið hjá mér og Eisa er núna að fara að byrja að biðja um reiðdót í gjafir og svo ætlum við að byrja að reyna að safna okkur eins mikið af dóti og hægt er, eins og beisli og hnakka og svo þegar við eigum pening og tíma erum við að stefna á það að versla okkur hest/a.

það er meni segja komið út í það að ég er að hugsa um að koma heim í nokkra daga í júlí til að fara á landsmót hestamanna með þeim bræðrunum og Birnu. Planið var nefnilega að koma ekki heim fyrr en í september, en núna langar mig svo á landsmótið að við erum að spá í að reyna að safna sem mestum pening svo að mín komist til landsins. Hmmmm, mér datt einmitt í hug að biðja Eisa um að ganga með söfnunarbauk til þeirra sem gefa mér afmælisgjafir og fá svona fyrir fram afmælisgjöf frá þeim 🙂. Ekki líklegt að það eigi eftir að gerast, en hugmyndirnar að peningasöfnun streyma þó inn 🙂

þannig að já, ég sem sagt eyddi mínum 2 vikum heima í það að hitta fólk, fara í matarboð hjá familiunni, hanga endalaust með Eisa mínum og fara á hestbak, og jú reyna að læra smá síðustu dagana. En núna er ég víst komin hingað til Preston aftur, og fram undan eru endalaus verkefnaskil og vesen, þannig að ég mun örugglega ekki láta mikið heyra í mér næstu vikuna til tvær. En svona er það, þetta er alveg að verða búið. Brjálaðar næstu 2 vikur og svo fer sumarið í það að dunda sér við að vinna að mastersritgerðinni, vinna með mömmu, reyna að komast heim á landsmót, fá fólk í sumarfrí til Bosníu og já.Gummi og Monika mín takk fyrir líklosunar ráðin 🙂 en ég held að ég haldi mig við það að finna þau og greina þau en ekki að losa mig við þau J

Sigga, elskan mín takk fyrir kommentið, gaman að fá svona, elska þig líka yfir hafið 🙂

Þórunn mín, ég las yfir færsluna mína aftur og jú ég hef greinilega verið að flýta mér að skrifa því að sjálfsögðu vorum við 4 af besta staffinu ekki 3, þristurinn kom í framhaldi af því að þið 3 komuð 🙂

En nóg af bulli í bili, ég er þreytt eftir ferðalagið, enda klukkan orðin 1:23 hjá mér og það er bara klukkutími síðan að ég labbaði inn í hús með allt mitt hafurtask 🙂

Sakna allra geðveikt

Thursday, 13 April, 2006

Posted in Uncategorized at 4:51 am by lexusinn

Ég ætla nú að byrja að svara kommentunum: já Monika mín ég vildi óska að ég hafði það svona gott að vera þar sem þú ert í sól og blíðu, en lífið er ekki svo gott. Dóa og Sigga ég segi nú bara takk fyrir að koma að hitta mig ég skemmti mér geðveikt vel 🙂 0g Bjöggi jú mér finnst mín bara vera komin með mjög fínar myndir af "sjálfri mér og mínum vinum og vandamönnum :). Og jú svo svo er það svarið við hinni fræðilegu spurningu frá honum Gumma vini mínum: hvernig myndi ég losa mig við lík? Ég hafði margar hugmyndir en því fleiri fyrirlestra sem ég fæ, þá dafna líkurnar á góðum leiðum á að losa sig við lík. Ég meina það er ekkert mál að gera ýmsa hluti við lík en þau lík sem eru óþekkjanleg koma til fólks eins og mín og það eru alveg ótrúlegustu hlutir sem við getum greint og séð og sagt frá sem fólk veit ekki af.

Ég meina ef þú grefur gröf þá getum við forensic mannfræðingarnir með reynslu, smá lærdómi og hjálp frá forensic fornleifarfræðingunum fundið þær með varnfærni jafnvel mörgum áratugum eftir að gröfin var grafin og þegar að gröfin er fundin þá get ég greint það sem ég geri. Svo ef líkamsleifar eru brenndar þá getum við að vissu leyti líka séð margt. Ég meina til að brenna bein algjörlega þá þarftu að brenna þau í vel rúmlega stöðugum ca 1000°C í marga klktíma, sem er frekar erfitt og áberandi, og jafnvel eftir bruna ætti ég að geta sagt til um ca hversu lengi og ca við hversu mikinn hita beinin voru brennd og farandi eftir aðstæðum get ég samt sagt margt um hvað gerðist og hvað gerðist ekki. Þannig að já Gummi það að losa sig á hinn fullkomna hátt við lík (ef maður er svo geðveikur) fer allt eftir hvernig maður tengist fórnalambinu, upp á fjarvist, sönnunargögn og allt annað að gera. Fræðilega séð er þetta því mjög erfið spurning, erfitt að gefa svar við þessu og ég ætla heldur ekki að upplýsa á netinu það sem ég er búin að læra um hversu mikil gögn maður getur virkilega fengið sem manneskjan sem vill ná vondu manneskjunni 🙂 Það eru nefnilega ótrúlegar framfarir sem ekki allir vita af og ef alir vissu af þeim þá……………………… 

Kommentinu hans Eisa þarf ég nú ekki einu sinni að svara þar sem ég er hjá honum í eigin persónu 🙂

En þar fyrir utan þá: 

Ég er komin heim og búin að vera heima í hvað 5 daga núna. Ég kom sem sagt heim til Íslands aðfaranótt laugardags. Svo fór allur laugardagurinn í það að sofa úr sér ferðalagið og hanga með honum Eisa mínum, aðsjálfsögðu. Á laugardagskvöldið fórum við svo í mat til tengdó ásamt bróður hans Eisa honum Nonna og dætrum hans, Völu og Evu og manni hennar Evu honum Henrik og barni þeirra Ísak Mána.
Já einmitt flókið fyrir þá sem þekkja ekki. En eftir matinn fórum ég og Eisi að hitta hana þórunni vinkonu mína á Aroma í Firðinum og mér til mikillar ánægju komu vinkonur mínar hún Sigga og Dóa með henni að hitta mig (sem sagt bestasti hlutinn af gamla kofa staffinu fyrir utan suma sem eru í útlöndum). þannig að já við 3 af gamla góða Kofa staffinu sátum alveg heillengi á Aroma og spjölluðum og spjölluðum og spjölluðum. Sem betur fer fyrir Eisa minn þá voru 2 bestu vinir hans líka á Aroma þannig að hann sat með þeim og kom og skellti á mig kossi af og til þar sem ég sat með mínum 3 vinkonum. þannig að já, ég átti sem sagt frábært fyrsta kvöld heima. 🙂
Sunnudagurinn fór svo allur í hann Eisa minn og kettina mína 2 og alla sjónvarpsþættina sem við áttum eftir að horfa á.
Á mánudeginum vildi ég bara sofa út, þannig að Eisi fór í vinnuna um morguninn og rétt fyrir hádegi fór ég með mömmu hans niður í bæ og ég, Eisi, mamma hans og pabbi fórum og fengum okkur Lunch í hádeginu. Svo ætlaði ég að reyna að hitta Halla vin minn en þegar ég var búin í hádegismat með Eisa og tengdó kom í ljós að matartíminn hans Halla úr vinnunni var búinn, þannig að ég ákvað að fara með gleraugun mín í viðgerð og svo keyrði ég heim til pa og ma og sótti eina grein þangað sem mamma hafði faxað og mér vantar fyrir mastersritgerðina. Hékk þar ein í smá stund að reyna að anda að mér fjölskyldunni minni, þar sem hún mamma er auðvitað enn í Bosníu, pabbi fór til hennar morguninn sem ég kom (náðum því miður ekki að hittast) og systir mín í Honduras, þannig að það eina sem ég gat heimsókt af litlu fjölskyldunni minni var íbúðin okkar í vesturbænum þar sem ég gat aðeins slappað af og gengið um herbergin og ímyndað mér að allir væru heima nema bara ekki í sama herbergi og ég 🙂
Eftir það ætlaði ég svo að heimsækja hana Unu vinkonu að kíkja á hina tiltölulega nýbökuðu móður og hennar litla kríli, nema að hún þurfti að skreppa eitthvað og tíminn eftir það hentaði mér því miður ekki. Ég keyrðu því heilan helling um að reyna að ákveða hvað ég átti að gera. Svo meðan að ég var að ákveða mig hvað ég ætti að gera gerðist smá spes: mér tókst að keyra óvart á vitlausri hlið á götunni. Sem betur fer var þetta lítil og stutt gata í þingholtunum, en mér brá samt svakalega yfir því að ég hafði virkilega tekið þá ákvörðun að keyra vitleysu megin. Ég meina þessu bjóst ég ekki við, ég hef aldrei keyrt bíl í Bretlandi þannig að ég bjóst ekki við því að keyra vitlausu megin, en heilinn á mér er greinilega búinn að venjast öðru án minnar vitundar.
En eins og er, er ég smá þreytt en ég vildi þó alla veganna skrifa smá, láta vita af mér, ég er enn á lífi og er á landinu 🙂
Reyni að skrifa meir um leið og tími gefst 🙂

Wednesday, 5 April, 2006

Jamm

Posted in Uncategorized at 0:34 am by lexusinn

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að vera besti bloggarinn upp á síðkastið og biðst ég enn einu sinni afsökunar á því 🙂

En ég ætlaði víst að klára að segja ykkur frá því hvað við gerðum í ferðalaginu okkar þarna um daginn. Á miðvikudagsmorgninum eftir ískalda nótt, vakna ég og það var enn ískalt. Ég meina það var það kalt í tjaldinu að við hefðum alveg eins verið að sofa úti undir beru lofti. En þar sem ég þurfti að fara frammúr þá tókst mér að koma mér í köld föt og svo labbaði ég beint inn á klósettið og hlýjaði mér þar í smá stund. Sem betur fer voru útifötin mín sem ég hafði hengt inn á klósetti kvöldið áður orðin þurr og hlý. Svo eftir að hafa burstað tennur og annað dreif ég mig inn í eldhústjaldið og bjó mér til sjóðandi heitt kaffi, sem var alveg mjög vel þegið. Svo þurftum ég, Jamie og Dawn að fara aftur á svæðið á meðan að allir hinir tóku til í tjöldunum og hreinsuðu öll áhöldin sem við höfðum notað daginn áður.

Ástæðan fyrir því að við 3 fórum aftur var að ég og Jamie þurftum að taka nokkrar myndir af svæðinu eftir að sönnunargögnin voru tekin, við náðum nefnilega ekki að gera það daginn áður vegna tímaleysis. þannig að það eina sem við gerðum var að taka nokkrar myndir og svo þurftum við að fylla upp grafirnar, og verð ég að segja að það er ekki eins auðvelt og maður myndi halda. Moldin var öll hörð og það var mjög erfitt að ná henni upp á skóflurnar og þó ég hafði tekið næstum alla moldina sem við höfðum tekið úr gröfinni þá var það samt ekki nóg til að fylla hana og varð ég því að skilja hana eftir hálf óuppfyllta. En ég veit þó alla veganna núna að ef ég einhvern tíman ætla að losa mig við lík þá mun ég pottþétt ekki grafa það 🙂

Eftir að við vorum búin að fylla upp í grafirnar fórum við aftur að tjöldunum settum töskurnar í rútuna og lögðum af stað heim. það fyrsta sem ég gerði svo þegar að ég kom heim var að fara í langt heitt bað og svo sturtu, enda hafði ég ekki komist í sturtu í 2 daga. En ég verð að segja að þó að það hefi rignt svona mikið á aðal deginum okkar og eins blaut, drullug og köld og ég var þá var þetta samt mjög fínt. það er samt eitt gott sem kom úr þessari ferð og það er að mér hefur tekist að fá meiri reglu á svefntímann minn. Ég hef alltaf verið vön að fara geðveikt seint að sofa og sef oftast aldrei meira en 4-5 tíma á hverri nóttu. En þar sem við fórum svo snemma að sofa í ferðinni þá tókst mér að halda því meira og minna og er því farin að fara að sofa mun fyrr og næ mun meiri svefni og vakna því fyrr og mun hressari fyrir vikið.

Annars er ég ekki búin að vera gera neitt annað en að leita mér að heimildum og reyna að klára að skrifa proposalið mitt ásamt því að reyna að ákveða mig hvað ég á að skrifa um í laga ritgerðinni minni. Ég veit enn ekki hvað ég vil skrifa um, því þetta er 4000 orða ritgerð um lagakerfið og the expert witness og ég bara hreinlega veit ekki hvað ég á að gera. Sem þýðir að jamm þar fór afslappandi páskafríið mitt. Þetta mun bókstaflega fara heim, reyna að hitta alla, alla veganna einu sinni og svo bara læra og læra og læra. Hmm gaman. En ég meina það er ekki eins og það sé það mikið eftir hjá mér. 2 vikur af skóla og verkefnum eftir páska og svo mun ég fara til Bosníu og vinna með mömmu vonandi og skrifa mastersritgerðina mína. Og ég meina sumarið er alltaf fljótt að líða, sama hvað maður er að gera þannig að mín verður komin með mastersgráðu áður en ég veit af 🙂

En já komin tími á að fara að sofa svo að ég nái nú my beauty sleep 🙂