2.Nóvember.2005. Loksins komin aftur

Jæja þá er ég komin aftur. Ég hef ekki haft neinn tíma til að skrifa síðustu daga þar sem ég hef hreinlega haft mikið að gera í lærdómnum og svo nennti ég ekki eitt kvöldið og svo var í London alla helgina og ég nennti sko ekki að skrifa neitt blogg þá. En já alla veganna ég ákvað að fara til London núna um helgina. Aðal ástæðan fyrir því að ég valdi þessa helgi var sú að pabbi og mamma millilentu í 2 daga í London á leið sinni til Ástralíu. Þannig að ég dreif mig til London til að hitta elsku foreldrana mína og til að hitta hana Tinnu mína að sjálfsögðu.
Ég kom ekki til London fyrr en 17:20 á föstudeginum eftir 3 tíma lestarferð. Þar sem Tinna var ekki búin að vinna þá beið ég á lestastöðinni eftir henni og fékk mér einn bjór á meðan að ég beið. Svo kom hún Tinna og við röltum af stað heim til hennar. Stoppuðum í einni búð til að versla í matinn og svo fórum við heim þar sem Tinna eldaði dýrindis máltíð. Um kvöldið sátum ég, Tinna, Michel og vinur þeirra sem var einmitt líka í heimsókn hann Boris svo bara heima að drekka bjór (allir nema Tinna aðsjálfsögðu) og hlusta á tónlist og soddleiðis. Þar sem Tinna og Michel búa í mjög lítilli en samt alveg hrikalega flottri og kósý íbúð þá var ekki mikið um svefnplássið þar sem ég þurfti endilega að koma helgina sem Boris var í heimsókn. Þannig að hann svaf á svefnsófanum í stofunni en mér var plantað á gólfið og svaf ég á pullunum úr sófanum. En ég meina það var fínt. Þar sem ég er ennþá ung og falleg 
þá er ekkert mál fyrir mig enn sem komið er að sofa í svona aðstæðum.
Á laugardeginum fórum ég og Tinna klukkan 11 að hitta pabba og mömmu. Við fórum svo með þeim heim til vinar pa og ma til að geyma ferðatöskurnar þeirra yfir daginn. Þau höfðu nefnilega gist á hóteli um nóttina og þurftu að geyma töskurnar þangað til að þau mundu fara um kvöldið. Þannig að já við förum öll í túbuna hrikalegu, þar sem er alltof mikið af fólki, ógeðslega þröngt og loftlaust og heitt. Já ég er að meina neðanjarðarlestina, hún er nefnilega kölluð tubes hérna og mér finnst bara fyndið að kalla hana túbuna . Alla veganna við þurftum svo að labba smávegis til að komast heim til vinarins sem heitir Mariuz. Á leiðinni tókst mömmu að sjálfsögðu að gera sitt vanalega það er að segja mömmu minni tekst alltaf að finna einu misfelluna í gangstéttinni eða einu bunguna á götunni eða hvað það er og hrynja um það og í flestum tilfellum brýtur hún einhver  bein. En í þetta skiptið var það hundakúkur hahahahahaha  Já sem betur fer datt hún ekki en hún rann alla veganna svona um cm á kúknum. Ég að sjálfsögðu missti mig úr hlátri og er sem sagt ennþá hlæjandi að því, þegar að ég skrifa þetta. Guð hvað mér fannst þetta fyndið.
Tinna, litla kvikindið sem hún er, alltaf hlægjandi að fólki þegar það dettur í hálku eða eitthvað starði bara á mig furðulostin yfir því að ég væri að hlægja að mömmu minni sem hafði runnið í kúknum. Svo að vísu fór hún líka að skelli hlægja en aðallega þá að viðbrögðum mínum yfir þessu. Ég meina ég hlæ ekki að fólki sem ég þekki ekki þegar það dettur eða hrasar eða eitthvað og ég hefði ekki hlegið ef mamma hefði dottið vegna einhverrar misfellu í götunni. En þetta var bara SVO fyndið og ég meina þetta er mamma mín ég má hlægja.
Any who við skiluðum sem sagt töskunum og svo vildu pabbi og mamma fara í eina pólska búð sem átti að vera einhversstaðar í nágreninu því frænda mínum í Ástralíu langaði í eitthvað pólskt nammi. Þannig að við setjumst upp í bíl með Mariuz og byrjum að keyra, og við keyrum og keyrum og vorum liggur við komin hálfa leið upp á Heathrow þegar við komum að búðinni. Svo báðum við hann um að skutla okkur á næstu túbu stöð sem hann og gerir. Nema að við keyrum í kannski 2 mín, bara nokkuð hundruð metra og erum þá komin að stöðinni. Nema að þetta var stöðin sem er nálægt heima hjá honum. Þannig að gaurinn keyrði í einhverjar 10 mín alveg geðveikt langa leið í búð sem var bara liggur við í næstu götu. Jamm þessi maður er einstaklega spes. Ég þyrfti örugglega að skrifa margar bls um það hversu sérstakur hann er. En Tinnu fannst þetta svo steikt að hún er held ég ekki enn búin að komast yfir spesleikan hans Mariuzar
Við eyddum svo deginum á rölti um London. Tinna vildi sýna mér einn markað sem hefur að geyma allar fríkurnar í London. Sem sagt allt frá pönkurum upp í role play fólk með ýmsar týpur af gothurum og öðrum vitleysingum inn á milli. Við tókum því pabba og mömmu með enda höfðu þau séð eiginlega allt annað af London yfir árin en ekki einu sinni vitað af þessum stað (skrýtið ). Já þannig að við eyddum einhverjum tíma í það að labba um Camden town (markaðurinn) og horfa á allt það furðulega sem hægt var að sjá þar. Svo fórum við í miðbæinn að leita að bókum handa mömmu. Svo uppúr fimm lögðum ég, mamma og pabbi aftur af stað heim til Mariuzar því ég þurfti að sækja bók sem pabbi hafði komið með handa mér og svo að sjálfsögðu kom mamma með sígarettu karton handa mér, og gerðist hún frekar djörf því hún smyglaði inn 5 og hálfu kartoni handa mér. Go mamma . Svo fékk ég líka afmælispakka frá þeim sem er svona svakalega flott kaffi eða te stell spes frá Bosníu. Ég nefnilega er alveg svakalega hrifin af öllu þessu dóti frá Bosníu.
En já eftir að hafa sótt dótið mitt, kvatt pabba og mömmu þá fór ég aftur heim til Tinnu. Við borðuðum alveg geðveikan take away Thailenskan mat og eyddum svo aftur kvöldinu bara heima. Svo auðvitað þurfti ég að fara út á svalir að reykja þar sem þetta er reyklaust heimili. Þannig að rúmlega eftir miðnætti sit ég út á svölum og er að reykja og beint á móti hinum megin við götuna eru 3 lítil hótel. Á einu þeirra var einhver eldri maður að búa sig undir það að fara að sofa og var ekki með dregið fyrir gluggann. Hann stóð þarna ber að ofan og var að pakka eitthvað, ég var svo bara að vona að hann mundi nú ekki fara úr öllu þar sem mig langaði eiginlega ekki að sjá dæmið á kallinum . Svo kemur Tinna út á svalir og fer að fylgjast með gamla manninum og var alltaf að segja í djóki að hann ætti að fara úr buxunum. En viti menn ég er einmitt að horfa á götuna og hvað sé ég? Fyrir hornið labbar maður. Hann var í einhverri svartri frá hnepptri peysu og ber að ofan og svo var hann í svörtum íþróttabuxum sem voru frekar neðarlega á honum og delinn bara hangandi út fyrir buxurnar . Þannig að það mætti eiginlega segja að hann hafi verið næstum því alveg alsber labbandi þarna á götunni. Ég og Tinna auðvitað misstum okkur úr hlátri strax eftir að hafa jafnað okkur á sjokkinu. Við hlógum svo hátt að þegar gaurinn var að labba fyrir hitt hornið þá leit hann upp til okkar eins og það væri eitthvað að OKKUR. Ég meina hann var ekki að flassa okkur því hann sá okkur ekki einu sinni, heldur var hann bara að labba svakalega casually niður götuna. Ég get svo svarið það, þetta var ekki eitthvað sem ég hafði búist við að sjá. En já það tók okkur Tinnu alveg smá tíma að jafna okkur á hláturskastinu.
En já svo á sunnudaginn fórum við Tinna í bæinn. Við ætluðum að fara að skoða markaðinn í Notting Hill en þar sem sunnudagar eru viðgerðar dagar í samgöngum hérna þá fór túban okkar ekki þangað. Við nenntum ekki að taka strætó þannig að við fórum og röltum Oxford street og skoðuðum í búðir. Svo fórum við og hittum Pétur vin minn sem er nýfluttur frá New York eftir erfiðan skilnað við kærastann sinn þar. Við fórum á pöbbinn og spjölluðum alveg fullt og svo fórum við Tinna heim til hennar. Ég bara rétt greip farangurinn minn og dreif mig svo á lestarstöðina þar sem ég tók 5 tíma lest heim. Ég þoli ekki að ferðast á sunnudögum, enda var lestin svona lengi því það voru líka ýmsar framkvæmdir í gangi á lestarteinunum.
Svo er ég bara búin að vera í skólanum og á fullu að læra því ég þarf að klára ýmislegt áður en hann Eisi minn kemur til mín. Því ég ætla alveg pottþétt ekki að læra helgina sem hann verður hérna hjá mér
Æ já svo verð ég auðvitað að monta mig. Ég fékk 83,5% (8,35) á síðasta prófinu mínu og var hæðst af öllum. Híhí gott hjá mér  
Proffinn out

Leave a comment