25.Janúar.2006. Ný önn ný fög

Þá er ný önn hafin og ekki mikið að gerast enn sem komið er.
Síðustu helgi kom hin Hollenska Remke í heimsókn til okkar í Preston, hún nefnilega var hérna bara í eina önn og er svo að fara til Tenerife í 5 mánuði að vinna á einhverju hóteli, sem hluti af náminu sínu. Hún saknaði Preston svo mikið að hún ákvað að koma hingað yfir helgi áður en hún færi til Tenerife. Það var mjög fínt að hafa hana hérna, loksins einhver almennilega ensku mælandi í húsinu
. Við fórum saman til Manchester síðasta laugardag að versla og skoða okkur um. Það eina sem mig vantaði var vetrarkápa og kannski eitthvað smotterí, og það var ekki fyrr en að við vorum á leiðinni til baka upp á lestarstöð um kvöldið að ég fann loksins kápuna sem mér langaði í.
Þannig að núna er ég sem sagt búin að eyða jólagjafa peningnum frá bæði pabba og mömmu og frá tengdó. Keypti sem sagt prentara frá pa og ma og svo núna buxur og kápu frá tengdó, svaka fínt.
Svo á sunnudaginn var partý því Helene átti afmæli. Samkvæmt nýrri stundartöflu þá þarf ég ekki að mæta í skólann fyrr en kl 13 á mánudögum þannig að ég sagði að það væri allt í lagi að hafa partý á sunnudagskvöldi. Sem betur fer var þetta rólegt partý og fólk fór ekki svo seint heim, þannig að ég náði góðum svefni fyrir skólann.
En já svo er sem sagt ný önn byrjuð og eins og ég hef sagt ykkur áður þá eru nýju fögin mín Crime Scene Investigation and the Anthropologist, Forensic Taphonomy (get ekki fundið íslenska orðið fyrir það), og The Expert Witness in the Legal Process.
Í CSI faginu erum við aðallega að kynnast því hvernig maður á að ganga um crime scene, við lærum að taka myndir, safna sönnunargögnum og lærum að teikna skissur.
Í forensic taphonomy erum við að læra um hin mismunandi “rotnunar ferli” líkamans, og í Expert witness þurfum við að læra um lagakerfið og hvernig á að gera skýrslur fyrir réttinn og hvernig á að bera fram vitni í rétti. Eitt af verkefnunum er að yfir önnina verðum við látin fá sönnunargögn og svo þurfum við að gera 5000 orða réttarskýrslu, sem við fáum einkunn fyrir og svo í lok annar þurfum við að fara í “alvöru” rétt (með fólki með hárkollur) og við þurfum að bera vitni út frá sönnunargögnunum sem við fáum yfir önnina og skýrslunni okkar. Þetta mun ekki vera eitthvað easy djók, því þau munu þjarma að okkur eins og í alvöru rétti, þeir segja að þeir vilja frekar að við kynnumst þessu og ef við brotnum niður þá frekar að gera það undir fake kringumstæðum heldur en fyrir alvöru rétti. Þeir sögðu að því betri sem skýrslan okkar verður því erfiðara verður að spyrja okkur og gera okkur lífið leitt, en ef skýrslan okkar er léleg þá verður auðvelt að brjóta okkur niður og láta okkur líða eins og einskis nýtum hlut upp í vitnastúku. Hmmmm skemmtilegt  Fyrri nemendur hafa víst brotnað niður, grátið og verið á barmi þess að fá taugaáfall. Gaman, gaman
En já þetta er sem sagt planið hjá mér þessa önn, plús það að byrja að hugsa um hvað ég ætla að gera fyrir masters ritgerðina mína.

Leave a comment