6.Ágúst.2005. Dagur 1

Jæja þar sem það styttist í það að ég fari til útlandanna á vit hinna miklu skólaævintýra datt mér í hug að fá mér svona blogg síðu eins og allir eru  með og þá getið þið góðu vinir og vandamenn fylgst með því sem ég er að bralla meðan ég er ekki á landinu. Núna er aðfaranótt laugardags og Eisinn
minn sætastur er sofandi í sófanum ásamt sætustu kisunum 2 í öllum heiminum þeim Heiki og Tígra. Já svona er það ef maður á eitthvað eða fær að njóta einhvers þá er það alltaf bestast og sætast. Þið barna mæðurnar ættuð að kannast við þetta, ég meina er barnið þitt ekki sætasta barnið í heiminum? 

Hmmm hvað á ég að segja ykkur sniðugt…. Jú ég og Eisi erum að fara út í frí á sunnudaginn og ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að
gera RASSGAT. Ekki búin að taka til (þar sem það verður eiginlega að vera smá fínt heima þar sem frændi hans Eisa ætlar að búa hér og passa kettina á meðan við erum úti). ég veit ekkert hvað ég ætla að taka með mér og ég veit heldur ekki í hvað ég á að pakka öllu. því að sjálfsögðu er ég ekki búin að finna mér ferðatösku. Ég ætlaði eiginlega að eyða kvöldinu í kvöld í að
gera ýmsa hluti en endaði á því að sofa í 3 tíma og glápa svo á sjónvarpið og núna er ég að skrifa blogg í staðinn fyrir að sofa. En oh well þau sem þekkja mig vita vel að svona er þetta bara hjá mér ég geri ALLT á síðustu stundu, bókstaflega og það er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér að
gera hlutina “á morgun” en ég meina hvort sem er þá verða hlutirnir gerðir, þannig að hverjum er ekki sama. Eini munurinn er sá að ef maður gerir þetta my way þá er alltaf stress og adrenalínið er alltaf allt á fullu, sem segir manni bara það að ég vinn best í stressi og er adrenalín sjúk og hef greinilega mjög þreyttar nýrnahettur sem hafa ekki undan því að framleiða allt þetta adrenalín

Á fimmtudaginn hélt ég að væri orðin atvinnulaus þar sem það var síðasta vaktin mín á kofanum en svo tók ég að mér örfáa tíma núna á laugardaginn. Sem er fínt á vissan hátt af því að ég ætlaði hvort sem er á Kofann til að fylgjast með gay pride göngunni og núna fæ ég borgað fyrir að fylgjast með henni, sem er plús og svo verð ég  að viðurkenna að eins oft og mikið sem ég blótað Kofanum og því að vinna þar þá var ég alveg hrikalega sorgmædd yfir því að hætta að vinna þar, enda búin að vera þar í heil 5 og 1/2 ár og þetta er eins og seinna heimilið mitt sem mér þykir alveg óendanlega vænt um. Þetta er alveg svakaleg breyting fyrir mig að vera ekki að vinna á Kofanum og ég er ekki svo hrifin af breytingum, ég vil hafa hlutina á vissan hátt og já vil bara hafa þá þannig, ekkert vesen. En svona er það allt verður að taka enda einn daginn og ég get bara sagt að ég er þó ánægð með að hafa alltaf verið í góðu sambandi við báða eigendur kofans og næ sem betur fer að halda vinskap við þau þó að ég sé hætt. 

Já það er eitt sem þið ættuð að vita (þið sem eruð ennþá að lesa) er það að ég á til með að skrifa og skrifa og skrifa. Flest bréf til vina minna sem ég skrifa eru MJÖG löng þannig að búið ykkur undir það að taka góðan tíma í að lesa færslurnar mínar. Hvað get ég sagt mér finnst gott að skrifa um allt og ekkert og sérstaklega um hluti sem að ég er mikið að pæla í og um hina hlutina sem ég er ekki svo mikið að pæla í  

En já hvernig væri nú að segja ykkur frá því sem ég og Eisi erum að plana að
gera næstu dagana.  (hmmm klukkan er orðin 5 um morguninn og mér tókst að fá Eisa upp í rúm en ég er ekki þreytt frekar en hinn daginn og ætla því að halda áfram að skrifa og drekka rauðvínið mitt, sem ég fékk frá vinkonum mínum (Unu, Hildi, Klöru og Þórhildi + mökum) í útskriftargjöf ásamt gjafakorti í Smáralind. Takk krakkar rauðvínið er æði og er alveg að slá í gegn hjá braðlaukunum mínum). Já en planið er þannig þar sem ég keypti mér ársmiða frá og til bosníu í fyrra (sem fyrirtækið úti borgaði) þá flýg ég á sunnudaginn til London og svo á mánudagsmorgun til Buddapest og svo Sarajevo en hann Eis peis flýgur hinsvegar til Köben á sunnudag og svo á mánudaginn til Belgrad og
Sarajevo. Frekar glatað að ég þarf að gista í
London en hann í Köben. En við verðum þó bæði komin til mömmu á mánudag. Svo er planið að mamma þarf væntanlega að fara að vinna aftur en hún vinnur núna í bæ sem heitir Sanski Most og er ca 5 tíma akstur frá Sarajevo og planið er að ég og Eisi förum með henni þangað þar sem mig langar að eyða nokkrum dögum með henni í vinnunni til að rifja ýmsa hluti upp og læra eina aldursgreiningar tækni sem ég á að vera góð í en kann ekkert í . ( mamma vinnur nefnilega núna alla daga í risastóru vöruhúsi þar sem gólfið er þakið beinagrindum og það er bara gengið á milli og púslað beinum saman allan daginn. Sem má eiginlega segja að sé tilvalið fyrir mig því þar fæ ég aðgang að mörgum frekar heillegum beinagrindum í öllum aldursflokki og þar get ég líka fengið aðgang að besta sérfræðingi í þessum málum allan daginn í smá sérkennslu. henni mömmu ofcourse ). Svo förum við aðsjálfsögðu til Króatíu í sólina enda er Eisi ekki búin að fara þangað í hvað 1 eða 2 ár og honum langar virkilega mikið. Svo skilst mér það að við eigum pantað flug til Belgíu þann 24 ágúst. Við erum nefnilega að fara í brúðkaup vinar hans Eisa sem er að fara að giftast stelpu frá belgíu, og mun brúðkaupið standa yfir í 3 daga. Frekar grand og fint, mér hlakkar ekkert smá til. Já og svo er planið að koma heim aftur 29 ágúst að kvöldi til. 

Þá vitið þið það. Ég mun örugglega skrifa e-ð áður en ég fer en svo gæti verið einhver tími áður en ég skrifa aftur, fer allt eftir því hversu mikinn aðgang ég fæ að neti og tölvum þarna úti. 

Lesumst næst

Leave a comment