7.September.2005. Jamm…………

Þannig er nú það þegar manni leiðist. Ég nefnilega hef bókstaflega ekkert að gera á daginn. Nema svona stússast rétt aðeins, fara í bankann hér, sækja póstinn minn þar, hringja hingað og þangað og svo framvegis. Að vísu er greinilega alltaf spennandi að búa í Hafnarfirðinum. Núna þegar að ég var að byrja að skrifa bloggið þá heyrði ég í alveg endalausum sírenum. Ég meina það gerist oft hérna í blessuðu sveitinni. En núna var þetta alveg óeðlilega mikið og mjög nálægt. Þannig að ég ákvað að kíkja út fyrir dyr og sjá hvort að ég sæi eitthvað og þá var alveg þykkur reykur allstaðar fyrir utan. Ég ákvað því að skoða þetta aðeins betur og ég og Tígri fórum í göngutúr hérna ofar í götuna. Þá hafði kviknað í gömlu/m vöruhúsnæði/um hérna bara hinumegin við götuna. Ég er ekki frá því að eldurinn hafi verið í annaðhvort húsinu sem brann fyrir nokkrum árum síðan eða þá í húsinu við hliðiná. Eisi var einmitt með bílskúr á leigu þarna við hliðiná fyrir hvað 2 árum síðan?
Fyrir þá sem ekki hafa komið í heimsókn til mín þá búum við eiginlega hinum meginn götunnar við litlu smábáta höfnina hér í firðinum, og allstaðar í kring eru vöruhúsnæði, fiskiverksmiðjur og allskonar bátaskýli, bátar og annað tilheyrandi. Ég veit ekki hvort það eru vandræðabörn að leik, eða hvort einfaldlega það er svo mikið af slysum eða bara hreinlega sitt lítið af hvoru, en síðan að við fluttum hingað fyrir hvað? 4 árum síðan þá er þetta að mig minnir 5 eldsvoðinn hérna í nágreninu.
Ég er ekki að nenna að taka allt draslið mitt saman. Mér finnst ennþá svo óraunverulegt að ég sé að fara út. Ég held að ég verði samt að taka alveg fullt af drasli núna og fá að geyma það einhversstaðar og taka svo restina með mér þegar að ég fer svo aftur út. Ekki að nenna því. Vá ég er EKKI að nenna því.
Ég er einmitt farin að haga mér núna eins og maður gerir alltaf í prófum. Þið vitið í staðinn fyrir að læra þá fer maður að taka til, laga á sér neglurnar, telja eldhúsflísarnar o.s.fr.v. og það er einmitt það sem ég er að gera núna. Í staðinn fyrir að vera að taka til drasl með með út og ganga frá hinu og þessu hérna heima, þá er ég bara að dunda mér á netinu við að setja inn myndir frá Króatíu (ekki komnar inn samt, nema ein að ég held), og glápa á sjónvarpið og klóra mér í hausnum og allt það.
Ég meina eins og mér hlakkar til að byrja í skólanum og allt það þá að vissu leyti kvíður mér fyrir að fara. Ég nefnilega er alls ekki hrifin af breytingum og hvað þá svona miklum breytingum. Þannig að með því að gera ekki neitt þá held ég greinilega að ég geti frestað þessum miklu breytingum hjá mér. Það að sjálfsögðu mun ekki gerast og það eina sem ég fæ út úr því er að vera á síðustu stundu með allt, en ég meina ég geri hvort eð er allt á síðustu stundu. Ohhhhh vesen
Mílena vínkona var einmitt að bjóða okkur heim til sín í grill í kvöld þannig að ég býst við því að ég muni ekki gera neitt í kvöld
en leiðinlegt
Anywho
Skrifa meir þegar ég hef eitthvað meir að segja

Leave a comment