24.Ágúst.2005. Jamm svona var það nú

Sælt og heilt veri fólkið.
Hmmm hvað á ég eiginlega að segja ykkur sniðugt. Kannski ég byrji á mánudagsmorgninum þar sem síðasta færsla var skrifuð á sunnudagskvöldi. Sko mánudagurinn fór meira og minna allur í keyrslu. Við lögðum af stað upp úr 11 og stoppuðum heima hjá Nermin því mamma þurfti að sækja einhverjar DNA skýrslur til hans. Hann að sjálfsögðu bauð okkur inn, og spurði hvort við vildum kaffi. Eftir að hafa játað því að við vildum kaffi fór að inn að búa það til. Í milli tíðinni meðan að kaffið var að verða til, kom hann út með kaldan drykk og köku og svo kaffi. Þannig að já við stoppuðum sem sagt í nokkurn tíma hjá Nermin. Þegar að við vorum svo að fara frá honum fattaði mamma það að hún hafði gleymt lyfjunum sínum heima, þannig að við fórum s.s. aftur heim og notuðum svo tækifærið og settum jakkafötin hans Eisa í hreinsun. Þannig að á endanum lögðum við ekki af stað frá Sarajevo fyrr en kl 13.
Eftir eins og hálftíma keyrslu komum við að einum stað upp í fjöllum sem við héldum að væri eitthvað svona fínt orlofs skíðasvæði, en það sem við sáum var ein svona barna lyfta og svo endalaus mikil óreiða af húsum í byggingu. Áður fyrr var víst mjög fínt þarna, þá voru nokkur svona falleg orflofs hús og 2-3 hótel, en núna eru ALLIR að byggja eitthvað. Þannig að það er liggur við eitt hús ofan á öðru og öll eru þau í sitthvorum stílnum. Já verð að segja að þetta var ekkert merkilegt, bara stór hrúga af óreiðu. Þar sem við vorum ekki það heilluð ákváðum við bara að keyra áfram.
Mamma ákvað að sýna okkur stað þar sem þau höfðu verið að vinna fyrir nokkrum árum síðan. Til að komast þangað þurfti maður að keyra langt upp í fjöll og svo eru nokkur þorp staðsett þarna á toppnum. Við keyrðum svona ca hálfan km út fyrir eitt þorpið og komum að mjög mjóum fjallveg sem var með brattan klettavegg öðru megin en hinum megin við veginn var ca 250m brekka sem var meira og minna 90° brött. Þegar maður stóð upp á veginum og horfði niður þá svimaði manni. Ég verð nú samt að segja að Eisi var algjör hetja og hann menisegja gekk út á nöf og horfði niður (að vísu hélt hann í mig svona bara til öryggis, enda ekkert djók að horfa niður svona svakalega bratta brekku, sérstaklega þar sem hann er lofthræddur). Svo sagði mamma okkur söguna á bak við þennan stað.
Fyrir 2 dögum síðan voru einmitt 13 ár síðan að fjöldamorð átti sér stað á þessum stað. Málið er það að þegar serbar ákváðu að taka yfir einhverja bæi þá ráku þeir alla múslima í burtu frá bænum, létu fólkið gefa upp allar eignirnar sínar for good og svo settu þeir fólkið í rútur og keyrðu það einhversstaðar nálægt múslima bæjunum (þetta var einmitt gert við Nermin og konuna hans, en þau bjuggu í Banja Luka sem er núna svona eins og höfuðborg Serb republik). Fólkinu, sem var hins vegar drepið á þessum stað sem við vorum á var einmitt sagt að það ætti að skipta þeim út og voru þau öll sett í 4 rútur og einn stóran vörubíl (þau voru líka öll frá Banja Luka). En í staðinn fyrir að skipta þeim út þá voru þau keyrð á þennan afskekkta fjallveg og allir karlmenn voru teknir út úr rútunum og þeim raðað með fram vegbrúninni. Síðan voru þeir skotnir og þeim fleygt niður brekkuna. Það er talið að það voru ca 250 manns sem voru teknir út úr rútunum og það voru ekki nema 6-7 menn sem lifðu skothríðina og svo fallið af. Allaveganna það var einn serbi í þorpinu þarna nálægt sem heyrði skothvellina og eftir að rúturnar voru farnar framhjá þorpinu fór hann á staðinn og sá sem sagt öll líkin liggjandi þarna niðri í brekkunni. Nokkrum dögum seinna fór fólkið í þorpinu að kvarta yfir fnyknum sem lagði leið sína yfir í þorpið og þá var tekið til þess ráðs að hella yfir líkin einhverju svona hvítu froðkenndu eiturefni til að deyfa fnykinn.
Þetta gerðist sem sagt í stríðinu, eftir stríð hinsvegar fóru mamma og uppgreftrar liðið til að leyta að beinum þessa fólks en eftir margra daga leit fundu þau eingöngu fullt af litlum beinum eins og tær og putta, tennur og lítil rifbein og nokkra hryggjarliði. Margar sögur ganga um það hvað varð um líkin, eins og að þau voru brennd, tekin í burtu nokkrum dögum eftir drápin, en enginn hefur hingað til fundið fólkið. Kenningin hennar mömmu er sú að þau hafa beðið þangað til að bara bein voru eftir og að þau hafi týnt öll beini og grafið þau síðan einhversstaðar, því þau bein sem urðu eftir eru lítil bein og þau hefðu getað farið fram hjá þeim sem týndu. Þannig að já það var mjög spes að fara þangað og skoða þetta og reyna að sjá þetta allt saman fyrir sér. Frekar ótrúlegt.
Eftir þetta keyrðum við til Banja Luka því ég hef aldrei verið þar. Við að vísu bara keyrðum í gegnum bæinn, en ég meina það var alveg nóg. Svo keyrðum við beint til Sanski Most og vorum komin þangað kl 20, borðuðum, fórum heim og horfðum á eina bíómynd. Drukkum smá vín og svo fórum við að sofa.
Í dag var planið að ég og Eisi myndum keyra að þessum stöðuvötnum sem heita Plitviske Jezera (the plitvitske lakes) og eru víst í Króatíu (ég hélt alltaf að þau væru í Bosníu, en ég meina héðan er bara ca klukkutíma akstur að landamærunum). Svo eru stöðuvötnin víst 16 en ekki 5-6 eins og ég hélt og rennur eitt vatnið oní annað með fossi. En málið er að í fyrsta lagi þá vöknuðum við ekki fyrr en kl rúmlega 10 og í öðru lagi erum við búin að eyða allri helginni í bíl að skoða hitt og þeta og svo auðvitað var það gærdagurinn þar sem við vorum að keyra allan daginn, þannig að við svona einhvern veginn vorum ekki alveg að nenna að setjast upp í bíl og keyra meir bara til að skoða einhver vötn (þó að ég veit að það sé alveg rosalega fallegt þarna). Enda að sjálfsögðu hugsa ég ekki um neitt annað en að komast í vinnuna.
Þannig að við ákváðum það að við mundum ekki fara og ég mundi fara í vinnuna og Eisi mundi bara slappa af og kaffihúsast. Ég auðvitað átti fínan dag í vinnunni. Meðan að mamma var að hlaupa út um allt vöruhús að bera saman DNA niðurstöður var ég látin sjá um greiningarferlið sjálf. Þannig að ég teiknaði allt inná sem vantaði, mældi beinin og svo gerði ég að vísu aldurgreininguna á annað blað (bara til að krota ekki blöðin út) og svo fór mamma yfir þetta allt og þá gat ég borið mína greiningu við hennar. Ef ég segi sjálf frá þá er ég ekki svo léleg í þessu. Mig vantar bara eiginlega að læra þetta almennilega eins og ég mun gera núna í haust (því allt sem ég kann hef ég lært sjálf, ekki í skóla) og svo: æfingin skapar meistarann. Þannig að ég gæti alveg trúað því að næsta haust gæti ég verið orðin frekar góður réttarmannfræðingur.
Á meðan að ég var í vinnunni fór Eisi á bæjarrölt, þar hitti hann vinkonu sína tíkina og hvolpinn hennar. Svo um 2 leytið kom ég í bæinn og ég og Eisi fengum okkur pizzu saman. Á kaffihúsinu eignuðumst við fullt af dúfu vinum, enda eru endalausar dúfur á þessu kaffihúsi sem fljúga alltaf upp á borðin og stólana. Eisi pantaði sér bjór með pizzunni og fékk hann líka salthnetur með. Eftir smá tíma komumst við að því að dúfurnar voru alveg svakalega hrifnar af salthnetunum, þannig að Eisi var alltaf að gefa þeim hnetur úr lófanum á sér. Á endanum voru þær búnar að fatta að við vorum ekki vond við þær þannig að þær settust alltaf að puttana á Eisa og borðuðu úr lófanum hans. Þannig að já við skemmtum okkur mjög vel á þessu kaffihúsi og á tímabili vorum við með 9 dúfur allt í kringum okkur. Það mætti því segja að Eisi sé orðin dagfinnur dýralæknir Sanski Most.
Núna sitjum við hins vegar heima upp í íbúð. Mamma er farin að sofa og Eisi er að horfa á sjónvarið og sötra bjór á meðan að ég er hér að skrifa bloggið mitt og sötra rauðvín. Ég verð nú að viðurkenna það að það tekur alveg ágætis tíma að skrifa þetta blogg, en ég meina það er allt í lagi, ég hef þó allaveganna eitthvað að gera.
Ég býst við því að morgundagurinn verður eitthvað svipaður deginum í dag. Ég ætla að vinna og ég býst við því að Eisi ætli bara að halda áfram að dagfinnast og dýralæknast á morgun. Svo eftir vinnu munum við keyra aftur heim til Sarajevo því ég og Eisi erum að fljúga til Belgíu á fimmtudaginn. Að vísu væri ég nú alveg til í að vera hér þangað til skólinn byrjar en það er víst því miður ekki hægt. Ég nefnilega án gríns ELSKA þetta land og mér finnst ég alltaf vera “heima” þegar ég er hérna. Ég meina landið er SVOOOOOO fallegt, það virðist vera, að sama hvert maður fer þá er alltaf ekkert nema hrein fegurð í kringum mann. Landslagið er hreint út stórfengilegt. Fólkið og menningin hérna er einnig alveg frábær. OHHHH mig langar ekki að fara héðan………….
Heyriði ég er ennþá að reyna að redda hinu og þessu með skólan en af því sem mér skildist áður fyrr þá átti skólinn að byrja ca 19 sept og þessi kynningar vika átti að vera ca 11 sept. Þannig að ég gerði bara ráð fyrir því að ég mundi fara út 10 sept og byrja svo í skólanum strax eftir kynningar vikuna. En núna var ég að fá email frá konunni sem sér um þetta masters verkefni og hún segir að fyrirlestrar byrja ekki fyrr en 3 okt. Þannig að miðað við þetta getur verið að ég fari á kynningar vikuna milli 11 og 15 sept og komi svo heim aftur í nokkra daga og fari svo aftur út kannski 28 sept. Já þetta er allaveganna núverandi planið en þetta getur að sjálfsögðu breyst. En kannski, kannski góður landar fáið þið að njóta nærveru minnar aðeins lengur í sept en búist var við
.
Með þetta í huga ætla ég að fara að horfa á TV með Eisa og svo að sofa svo ég geti vaknað til að vinna á morgun. HMM hverjum hefði dottið í hug að það væri svona gaman að vakna á morgnanna til að fara að vinna. I LOVE IT. Ég gæti ekki ímyndað mér neitt betra en að fá vinnu eins og ég er að gera núna og njóta þess að fara í vinnuna á hverjum morgni og láta svo aðra draga mig út úr vinnunni því ég væri svo niðursokkin oní hana að ég veit ekki hvað tímanum líður. Kannski, kannski einhvern daginn
Jæja nenni ekki að tala við ykkur meir, er farin að glápa á imbann.
xxxxx

Leave a comment