27.September.2005. Gaman gaman

Hihi en gaman ad fa svona mikid af kommentum, en tid saet.

En ja þá er ekki eftir neinu að bíða og best að hefja ferðasöguna.
Eins og ég sagði áður þá var það honum Eisa mínum að þakka að ég fékk að labba framhjá flugfreyjunni inn á fyrsta farrými. Þetta var virkilega indælt, maður fékk strax eitthvað að drekka, moggann, teppi, kodda og matseðil þar sem maður fékk að velja úr 3 réttum, svaka fancy
. Svo náttúrulega voru ekki nema 5 manns í farþegarýminu og því alveg meira en nóg pláss. Þannig að flugið var sem sagt alveg frábært, en því miður fékk ég bara að njóta þess í klukkutíma og 40 mín. Ohhhh mig langar ekkert smá til að setja á fyrsta farrými í Ameríku flugi.
Þegar ég kom svo á flugvöllinn tók ég flugvallar strætó á lestarstöðina og þar settist ég upp í lest sem átti að fara Preston. Nema þegar ég kem inn í lestina þá var hún alveg full. Fólk þurfti að standa í öllum vögnunum og lestar umsjónarkonan var farin að stressa sig yfir því hvað lestin væri full. Þegar við svo komum á næstu stoppistöð voru um 20 manns sem komu um borð og þá fríkaði gellan út og neitaði að láta lestina fara fyrr en allir þeir sem væru ekki með sæti myndu fara út úr lestinni aftur. Þannig að mér og fleirum var skipað að fara úr lestinni og taka þá næstu. En málið var það að næsta lest átti ekki að koma fyrr en eftir 2 tíma, og ég nennti ekki að færa mig um brautarpalla með allt draslið mitt til að taka aðra lest til Glasgow og bíða þar. Þannig að ég sat í 2 tíma á einhverri pínulítilli lestarstöð in the middle of nowhere, geðveikt þreytt og þyrst og það var engin búð þarna til að kaupa sér eitthvað. Ég var orðin svo þreytt á því að vera þarna að ég hélt ég mundi fara að gráta þegar að þeir sögðu svo að lestinni yrði seinkað um ca 20 mín. En jú, jú á endanum komst ég upp í lestina, sem var bara hálffull. Ég fann mér sæti við hliðina á einhverri konu, og það var ekkert smá sem þessi kona var ófríð. Hún var með alveg svakalega mikið af andlitshárum þannig að þau mynduðu næstum því alskegg, og svo var hún líka með yfirvaraskegg og virkilega ljótar, gular, skakkar og beyglaðar tennur. Greyið konan, leit út eins og grýla, en voðalega indæl samt . Ég veit ekki hvort lestin var svona hægfara eða hvort við þurftum að taka einhverja lengri leið vegna lestarteina framkvæmda á svæðinu en við vorum rétt tæpa 4 tíma á leiðinni. Ég nefnilega hélt að þetta væri styttri leið en frá London því lestin sem ég tók til Preston í fyrsta skipti var einmitt að fara til Glasgow og þá átti hún bara að vera tæpa 3 tíma á leiðinni. Hmmm veit ekki. En alla veganna þá var þetta ekki skemmtilegasta lestarferð sem ég hef átt.
En skapið í mér batnaði um leið og kom til Preston því Helene, Pauline, Karina, Julien og Remke tóku öll á móti mér á lestarstöðinni og hjálpuðu mér svo að drösla farangrinum  Hihi gaman að eiga vini
Ég stakk upp á því að við myndum taka leigubíl en Karina sagði bara, nei nei þetta er ekkert mál. Við löbbuðum því að stúdentagörðunum þar sem Karina og Remke búa og þær fóru heim til sín en við hin ætluðum að taka strætó þaðan, því hann stoppar svo beint fyrir utan heima. Við biðum og biðum og biðum en aldrei kom strætó. Þannig að við nenntum ekki að bíða lengur og hringdum á leigubíl, nema hvað að um leið og ég var búin að leggja á keyrir strætó framhjá okkur. Týpiskt. Svo þurftum við að færa okkur úr strætóskýlinu og labba á þann stað sem leigubíllinn ætlaði að stoppa á og þá byrjar að rigna. Ennþá meira týpiskt. Það bara virðist vera að breskum samgöngum líkaði ekki við mig þennan daginn
En á endanum komumst við nú heim. Húsið er alveg æðislegt og herbergið mitt betra og fínna en mig minnti, og ég er ekki frá því að þetta sé flottasta herbergið í öllu húsinu . Það er alveg ágætlega stórt, bjart og með stóru rúmi, og svo finnst mér einn veggurinn svo flottur í herberginu. Þetta er hannað eins og arinn og arin hillur allt í kringum hann en það vantar bara arinn gatið . Að vísu vantar mig skáp og hillur eða skúffur, en ég vona að það reddist á næstu dögum.Svo er líka einn kostur við herbergið mitt að þegar allir eru farnir að sofa eða ekki heima þá er eins og ég hafi litla íbúð alveg útaf fyrir mig. Því ef ég loka fram á gang þá er ég með stofuna, herbergið mitt og eldhúsið og garðinn alveg útaf fyrir mig .
En já við eyddum svo kvöldinu í það að kjafta og hafa það næs í fínu stofunni okkar. Við erum meni segja með svona lítinn rafmagnsknúinn arinn, ekkert smá sætur. En já ég verð að segja að mér líður mjög vel í þessu húsi, og sambýlisfólkið mitt er virkilega fínt. Alla veganna enn sem komið er . Þegar ég fór að sækja töskurnar mínar til Lourdes fengum við túr um húsið þeirra og ég verð að segja að þá varð ég virkilega ánægð með okkar hús. Það er mun stærra og plássmeira og við höfum öll 2föld rúm (nema Julien), þeirra hús var hinsvegar alveg svakalega lítið og þröngt og rúmin öll lítil. Svo var það bara vesen ef 2 væru í eldhúsinu í einu. Þannig að já ég er bara svaka happy með mitt hús.
Í dag svaf ég út og svo fórum ég og Helene að versla smá og gera aukalykla að húsinu. Við vorum nefnilega bara með einn lykil, svo í dag fengum við 2 í viðbót frá skrifstofunni þannig að það vantaði að gera 2 í viðbót. Svo fórum við heim til Lourdes að sækja töskuna mína sem ég hafði fengið að geyma heima hjá henni. Sem betur á franski gaurinn sem býr með henni bíl, þannig að hann keyrði okkur aftur heim.
Það er nefnilega aðeins jafnari tungumála notkun heima hjá Lourdes því þau eru öll frá sitthvoru landinu (Frakkland, Þýskaland, Guatemala, Grikkland og Spánn að mig minnir) og tala þess vegna alltaf ensku heima. Hjá mér er það hinsvegar þannig að, þau tala ensku ef ég er hjá þeim, en svo á milli sín tala þau bara frönsku. Svo auðvitað eiga þau til með að týna sér í frönskunni og þá sit ég ein og skil ekki neitt. En ég meina ég er orðin vön þessu og það er ekki eins og þetta sé eitthvað að trufla mig, þetta er bara verra fyrir þau því þá ná þau ekki að þjálfa sig í enskunni. Að vísu eru þau öll að koma til með hverjum deginum sem líður. Þau eru nefnilega að reyna af bestu getu að tala ensku sín á milli, sérstaklega ef ég sit í herberginu.
Um eftirmiðdaginn komu svo foreldrar hennar Pauline keyrandi frá Frakklandi. Ég hef aldrei séð svona svakalega troðinn bíl af dóti. Þau komu með allt í eldhúsið: diska, pönnur, samlokugrill, ketil, hnífapör, glös, bolla o.s.frv. Allt glænýtt fyrir þetta hús. Fullt af mat. Svo komu þau með sjónvarp og svo alveg endalaust af dótinu hennar Pauline. Ég held að þau hafi komið með 3 ferðatöskur af fötum og svo fullt af allskonar drasli, eins og einhverja svona perlu gardínu og innrammað furðulegt plakat og bara name it, það var í bílnum. Æ já, straujárn og 3 hæða samanbrjótanlega þvottagrind, sturtuhengi and so on, and so on. Æ já líka lítinn verkfærakassa. Alveg ótrúlegt. Frábært auðvitað fyrir okkur hin að fá allt þetta dót inn í eldhúsið og að fá þvottagrindina og sturtuhengið, en ég meina common.
Svo eldaði mamma hennar kvöldmat, sem var náttúrulega alveg frábært. Þau verða hérna í 3 daga og við erum mjög ánægð því hún heimtar að fá að elda öll kvöldin  Ekki það að einhver sé að mótmæla því
Svo fóru foreldrar hennar snemma að sofa, enda búin að keyra í allan dag. Við hinsvegar sátum í rólegheitum í stofunni, að hlusta á tónlist og leika okkur á tölvunum okkar. Ég að skrifa bloggið og Julien að skrifa ástarbréf til kærustunnar sinnar í Frakklandi.
Kannski ég lýsi sambylisfolkinu minu aðeins fyrir ykkur.
Helene er alveg hrikalega flippuð, fyndin, og skemmtileg stelpa. Eins ólíkar og við erum í fatasmekk þá eigum við alveg svakalega margt sameiginlegt. Alltaf ef ég er að segja henni eitthvað um mig eða hún um sig, þá segjum við eiginlega alltaf : já ég líka. Enda erum við orðnar mjög góðar vinkonur.
Pauline, Hmm ég er enn að reyna að átta mig á henni. Útlitslega séð er hún þessi góða, indæla, unga mömmustelpa. En ég er alltaf meir og meir að komast að því að hún getur verið alveg ágætlega flippuð. Hún elskar allt bleikt, og á alveg endalaust af glingri og svo er hún alveg yfir sig hrifin af einum Spánverja sem er í skólanum. Við hin erum alveg pottþétt á því að eftir nokkrar vikur eigum við eftir að sjá hann oft hérna heima . Það er ekkert búið að gerast á milli þeirra enn, en hún segir alltaf dreymandi: I want him in my bed.

Julien er mjög spes týpa. Hann hefur þetta týpiska nördara, lúða útlit. Hann hangir alla daga á bókasafninu á netinu, og svo heima á kvöldin þá er hann eitthvað að vesenast í tölvunni eða þá er hann í tölvuleikjum. Við bjuggumst við því að hann mundi hanga bara alltaf í herberginu sínu upp í risi. En hann hefur komið mér á óvart. Því hann situr alltaf með okkur í stofunni og talar alveg fullt, og stelpurnar fara alltaf að sofa frekar snemma og þá erum það bara ég og hann í sitthvoru sófahorninu að skrifa á tölvurnar okkar og hlusta á rólega tónlist. Svo á svona klukkutíma fresti þá spjöllum við eitthvað smá og svo aftur að skrifa. Að vísu er hann ekkert fyrir það að djamma og fer aldrei út á pöbbana eða skemmtistaðina (ekki enn alla veganna). Svo að vísu eru allir hinir frönsku strákarnir frekar leiðinlegir við hann, æ þeir eru með unglingastælana á hann, kalla hann lúða og nörd og sveitalubba. Sem mér finnst bara ömurlegt af þeim, sérstaklega þar sem þetta fólk er nú orðið 20-23 ára. En já Julien er virkilega ljúfur og indæll strákur, sem vill allt fyrir alla gera þó hann geri það stundum með fýlu svip því hann er ekki að nenna því . Svo er hann yfir sig ástfanginn af einhverri stelpu í Frakklandi. Þau kynntust stuttu áður en hann fór til Englands og það mesta sem hefur gerst á milli þeirra er að hann kyssti hana á flugvellinum. Gellan er svo alltaf að tala um að hún vill ekki skuldbinda sig, en Julien vill það alveg ólmur og hann segist ætla bara að bíða þangað til hún er tilbúin  Hihi fyndið.
Ég veit svo voða lítið um kærastan hennar Helenar hann Michael, en hann kemur ekki fyrr en einhvern tíman í byrjun Október.
En nóg um það og ég er farin að sofa.
Bæ á meðan

Leave a comment