4.September.2005. Myndir, myndir, myndir

Já hún Alex á sko nú orðið fullt af fínum hlutum Monika mín. Núna vantar mig bara einhverja góða íbúð og þá er ég sátt. By the way afmælið mitt er að nálgast þannig að ef einhverjum vantar hugmyndir að afmælisgjöf þá vantar mig íbúð. Helst í vesturbænum og hún má alveg endilega vera 3ja herbergja og með suðursvölum

Lífið er nú samt aðeins farið að skýrast hjá mér. Ég er loksins búin að skrá mig á kynningarnámskeiðið og búin að borga það og búast þau svo við mér 11 sept. Einnig þá hringdi skólinn í mig á föstudaginn og þau buðu mér herbergi. Þetta er sem sagt herbergi í all girl house ca 15 mín labb frá skólanum. Þannig að núna er ég allaveganna komin með væntanlegan stað til að búa á. Sem þýðir það að ég er að fara út
 
Ég og Eisi fórum í skírn á föstudeginum hjá henni Thelmu litlu sem var með okkur í Belgíu. Hún var skírð þessu líka fallega nafni Thelma Margrét. Skírnar veislan var svo alveg þvílikt æðislega grand. Ítalskt þema á matnum sem var by the way alveg geggjaður. Ég og Eisi enduðum upp með að sitja þarna heima hjá Sigga og Muriel til miðnættis. Við ætluðum svo að kíkja aðeins á Kofann um kvöldið en þar sem Eisa leið virkilega illa í maganum (hann er ekki enn búinn að jafna sig frá því að við komum að utan) þá ákváðum við að fara bara heim.
 
Á laugardeginum áttum við bara góðan letidag heima upp í sófa og héldum því áfram fram eftir kvöldi. Svo í kvöld er ég að fara í staffa partý hjá kofanum sem verður haldið niðrá Hressó. Mér hlakkar mjög til, ég held að það eigi virkilega eftir að vera gaman í kvöld  
 
Heyriði já, ég er búin að setja inn myndir frá Bosníu. Það tekur nú alveg slatta tíma að setja inn þessar blessuðu myndir þannig að eins og er, eru bara komnar myndir frá Bosníu. Ég á nú samt eftir að setja inn meir á næstunni. Ekki eins og ég sé eitthvað upptekin þessa dagana

Ég setti inn nokkrar myndir af Neretva ánni. Þetta var svona aðallega gert fyrir þá sem hafa séð ánna, eins og Monika og pabbi og soddleiðis. Málið er það að á hverju ári keyrum við þennan veg hvort sem við erum að fara til Mostar eða til Króatíu og alltaf er áin eins (búin að vera það í tugi ára). Sem sagt vatnsyfirborðið er alltaf það sama og það er ekki það langt fyrir neðan veginn, og áin alltaf svona fagur græn/blá. Nema þetta árið, það er eins og einhver hafi stolið vatninu úr ánni. Því það eru 2 stíflur í ánni og allstaðar á leiðinni lítur allt eðlilega út nema á þessum eina kafla sem er ca 5 km langur. Að vísu þá er rennsli árinnar núna eins og upphaflega rennslið á ánni var áður en stíflurnar voru settar upp. Svona var þetta víst fyrir 50 árum síðan, og upprunalegi vegurinn var mun neðar en hann er núna og það voru víst menisegja hús þarna með fram ánni líka. Okkur fannst því alveg stórmerkilegt að sjá þetta svona. Ég meina allt í einu er eitthvað sem er búið að liggja undir vatni í ca hálfa öld komið í ljós. Ég meina maður gat séð gamla upprunalega veginn, og svo sáum við líka 2 gamlar brýr sem við vissum ekki einu sinni að væru þarna. MJÖG SPES. Enda vorum við ekki þau einu sem stoppuðum til að skoða og taka myndir. Því miður er ég ekki með fyrir og eftir myndir, bara eftir á myndir. En ég meina ef þið hafið ekki áhuga á þessu þá bara farið þið fram hjá þeim
 
Anywho tala við ykkur seinna

Leave a comment