2.September.2005. Endirinn á framhaldinu

Ok þá get ég haldið áfram að skrifa restina af sögunni á mína tölvu, LOKSINS. Hún er búin að vera í viðgerð í að ég held núna einn og hálfan mánuð. Málið var það að Eisi gaf mér Ipod í útskriftargjöf sem ég gæti notað meðan að ég er úti í U.K. En því miður þá fraus alltaf tölvan um leið og maður stakk Ipodinum í. Eftir að hafa reynt allt þá ákváðum við að fara með tölvuna í viðgerð, þar sem þeir hjá apple prófuðu Ipodinn og sögðu að hann virkaði fínt. En já þeir á verkstæðinu voru búnir að prófa ALLT. Þeir menisegja pöntuðu nýtt móðurborð í tölvuna og skiptu um, en allt fyrir ekki neitt. Þannig að það virðist vera sem það er eitthvað að Ipodinum sjálfum. Núna þurfum við bara að fara að rífast við apple umboðið um að fá nýjan. Sjáum hvað gerist.
 
En já svo að ég geti nú klárað löngu söguna mína frá Belgíu þá ætla ég að hætta að tala um tölvuna mína og vesen henni tengt og skipti bara beint yfir til Belgíu.
Seinasta sem þið vissuð að ég væri að gera var það að ég og Eisi vorum stein sofandi eftir brúðkaupsveisluna. Hmmm við skulum bara orða það þannig að við vildum eiginlega haldast steinrotuð upp í rúmi á sunnudagsmorgninum en það var víst ekki hægt. Við áttum nefnilega að vera mætt í lautarferð kl 11:30. Einhvern veginn tókst okkur að vakna sjálfum um 11 leytið og vorum komin niður í lobby um 11:30, og fannst okkur mjög skrítið að enginn væri búinn að hafa samband eða koma að sækja okkur. Við hittum svo foreldra hans Jónasar sem sögðu að Lúlú væri á leiðinni. Hann kom loksins um 12 og við  keyrðum heim til Muriel þar sem allir voru bara nýkomnir á lappir (okkur til mikillar ánægju því mig langaði eiginlega bara að liggja einhversstaðar í friði og helst sofa fram á næsta dag). En einhvern veginn tókst svo loksins að hópa öllum upp í bíla og vorum við komin á áfangastað einum og hálfum tíma eftir áætlun. Já við skulum bara segja að brúðarhjónin voru ekki eldhress með hinn mikið seina hóp.
Þessi staður sem við hittumst öll á er brugg verksmiðja sem bruggar bæði sérstakan hveiti sítrónu bjór og sterkt áfengi með sítrónubragði sem er víst alfrægt í allri Belgíu. Við að sjálfsögðu þurftum að smakka bæði bjórinn og sterka vínið þó að ég verð að segja að það fór frekar treglega ofaní alla þótt mjög gott hafi það verið. Eftir drykkina lagði allur “glæri” hópurinn af stað og við keyrðum á staðinn þar sem lautarferðin átti að vera. Þar löbbuðum við aðeins um í mjög fallegu skóglendi og svo voru teppin breydd út og allir gæddu sér á góðum mat og bjór. Verð nú að segja að það var eitthvað takmarkað af þessum mat og bjór sem fór í minn maga því ég hélt mig aðallega í vatninu.
Eftir langa og mjög vel þegna afslöppun á teppunum skildu leiðir. Við ásamt vinum hans Eisa og foreldrum hennar Muriel, brúðarhjónunum og foreldrum Jónasar fórum öll aftur í “partý” húsið. Á meðan að Reymundo eldaði, slöppuðum við öll af út í garði. Ég, mamma Jónasar og brúðurinn lágum í rólegheitum á sólbekkjum að baða okkur í miðdagssólinni á meðan að allir karlmennirnir voru í leik sem hét Bancho eða Banchi eða eitthvað í þá áttina. Þessi leikur felst í því að einum litlum bolta er kastað út á grasflöt og svo er hver leikmaður með 2 stóra bolta og það á að reyna að kasta þeim eins nálægt litla boltanum og hægt er. Voðalega rólegur og tilgangslaus leikur en samt alveg frábær afþreying.
Svo þegar maturinn var til gæddum við okkur öll á gómsætum forrétt sem samanstóð af Mozzarella og tómötum og svo frábæru alvöru ítölsku spaghettíi, enda Reymundo frá Sikiley. Eftir smá spjall og ís át (ekki ís úr creepy ísbílnum) þurftum ég og Eisi að fara upp á hótel að pakka enda þurftum við að vakna mjög snemma.
Klukkan 5:30 á mánudagsmorgninum vorum við komin upp í taxa á leiðinni út á völl. Þar tókum við svo vél til Kaupmannahafnar. Að vísu var þetta frekar strembið ferðalag því Eisi var meira og minna hálf veikur alveg frá því að við vöknuðum, með magapínu og bjóstsviða. Þar sem við lentum í Köben kl 10 um morgunin og ég áttum ekki að fljúga fyrr en seint um kvöldið þá ákváðum við að fara og rölta um miðbæinn. Við byrjuðum að fara í apótek og keyptum brjóstsviða töflur og eitthvað magastillandi og fórum svo og röltum um Strikið. Eftir að hafa rölt allt Strikið fram og tilbaka og eftir að hafa rölt hingað og þangað, setið á nokkrum kaffihúsum, þá var klukkan ekki meir en 16. Ég var mjög þreytt og Eisi var meir og minna að sofna í hvert skipti sem við settumst e-ð niður. Við ákváðu því að fara aftur upp á völl því ef Eisi mundi sofna þá væri það meira eðlilegt að hann mundi gera það á vellinum en ekki á kaffihúsi á einhverju torginu í miðbænum. Hefði verið gaman að fara í tívolíið til að drepa tímann en við vildum ekki taka sénsinn á því að athuga hversu mikið maginn á Eisa þoldi. Á vellinum keyptum við okkur spil og spiluðum svo í 2 tíma. Tékkuðum okkur inn settumst á annað kaffihús fyrir innan check point alveg dauðuppgefin og biðum í eftirvæntingu yfir því að komast upp í flugvél að sofa.
 
Það fáranlega við þetta allt var það að við flugum heim með sitthvorri vélinni. Ég nefnilega á leiðinni út flaug á ársmiðanum mínum og átti því ekki fram og tilbaka flug heim. Eisi hinsvegar keypti báðar leiðir í gegnum Danmörk með Icelandair. Þegar við ætluðum svo að kaupa miða fyrir mig með sömu vél og hann heim þá kom í ljós að það kostaði um 70.000 ísl krónur að fljúga með icelandair frá fucking Köben (GLÆPUR) en hins vegar kostaði bara um ca 12.000 kr með iceland express. Þannig að auðvitað ákváðum við að ég mundi fara með því flugi. Ég flaug því kl 21:25 en Eisi ekki fyrr en 22:50. Svo að sjálfsögðu tók því ekkert að sækja mig á völlinn heima, keyra mig heim og sækja svo Eisa, þannig að ég þurfti svo að bíða upp á Keflavíkur velli í ca 50 mín eftir Eisa. Að lokum komumst við þó heim í heilu lagi og bæði alveg dauðuppgefin.
 
Þannig að já, þá vitið þið það. Skemmtilegt finnst ykkur ekki

 
Núna á ég sem sagt nokkra daga heima áður en ég fer út aftur. Á morgun erum við svo að fara í skírn hjá henni Thelmu litlu sem var með okkur út í Belgíu og á sunnudaginn er svo víst staffa partý hjá kofanum sem mér að sjálfsögðu var boðið í og svo á laugardaginn eru víst allar fyrrverandi og núverandi Kofagellurnar að hittast, en já mér hefur ekki enn verið boðið þannig að hmmmmm
 
En ég mun þó vera dugleg við að reyna að skrifa sem mest frá mínum aðgerðarlausu dögum hérna heima, þannig að endilega stick around

Leave a comment