25.Október.2005. próf búin

Jæja þá er það próf búið og búin að fá einkunn úr hinu prófinu og búin að hækka upp í 9 í fyrsta prófinu.
Sem sagt þegar ég var að lesa undir prófið sem ég fór í, í dag þá komst ég að því að það var ekki samræmi í því sem bækurnar mínar 2 sögðu um hlutverk eins vöðva og það sem kennarinn sagði um sama vöðva. Þannig að ég tékkaði aftur og jú í bókunum sagði eitt en hjá kennaranum var annað og svo tékkaði ég á prófinu mínu fyrsta því ég vissi að ég hafði fengið hálft rangt stig fyrir spurningu um einmitt þann vöðva og ég hafði sem sagt skrifa það sem bækurnar sögðu en fékk vitlaust fyrir. Þannig að ég skrifaði kennaranum mínum email og sagði henni hvað málið væri og að nú væri ég alveg ringluð og hvort svarið væri rétt. Hún sagði mér að fara eftir bókinni og leiðrétti prófið þannig að ég fékk sem sagt 9.0 en ekki 8.9 hihi
. Æ, ég meina 9 lítur betur út en 8.9 ekki satt.
En já svo fór ég í prófið í dag og það gekk bara ágætlega. Ég get eiginlega ekki sagt fyrir um einkunnina en ég held að hún eigi ekki eftir að vera það slæm  sjáum til.
Svo fékk ég líka einkunnina úr seinna prófinu og ég verð að segja að ég varð fyrir smá vonbrigðum (og þið þarna sem segið að þessi einkunn sé góð og ég ætti að vera ánægð með hana: shut up ). Ég nefnilega bjóst við því að fá alla veganna 9-9.2 á prófinu en ég fékk bara 8.8 . Ég meina góð einkunn samt en ekki það sem ég bjóst við. En ég get þó gætt mig við það að ég talaði við Becky og hún fékk 3.8 og Sally fékk 5.6 og Lula fékk 7.1 þannig að já ég er alveg sátt en samt ekki nógu gott.
Ég er nefnilega búin að breytast í hinn sílærandi-, fáandi hæstu eða næst hæstu einkunnina-, vera álitin virkilega gáfuð og reynd af bekkjarfélögum- og sífellt beðin um hjálp lúði. En ég meina ég er í masters námi, sem er by the way gráðan sem flest allir munu líta á og það er ekki svo mikið hérna sem ég get gert, annað en að fara á pöbbana á hverju kvöldi með sama fólkinu og ég verð að segja að maður fær alveg nóg af því. Þannig að já ég læri og læri og læri. Svo verð ég nú að segja að það er ekkert leiðinlegt að vera hæst eða næst hæst í bekknum og vera álitin kunna allt af hinum í bekknum . OOOGGGG pabbi og mamma gáfu mér þetta nám í útskriftar gjöf og var sú gjöf að andvirði 8000 pund, og það er enginn smá peningur. Þannig að eins gott að gera pa og ma stolt af svarta sauðnum sínum
En já nóg sjálfs grobb
Hvað meira get ég sagt ykkur. Já eftir prófið fórum ég, Becky, Sally og Lula að fá okkur að borða á all you can eat kínverska/enska veitingastaðnum sem Tinna vinkona hafði boðið mér út að borða á, daginn eftir afmælið mitt (ÞYNNKUDAG FRÁ HELVÍTI). Þar átum við yfir okkur af góðum mat (by the way nákvæmlega sömu réttir og þegar ég og þú fórum, Tinna  ). Eftir matinn fórum svo ég, Becky og Sally á búðarrölt í bænum. Ég ætlaði nú ekki að kaupa neitt, nema kannski dósaupptakara og svo var ég að skoða svona bréfa bakka á skrifborðið mitt og kannski litlar ódýrar hillur undir smá drasl. En ég ákvað að vera praktísk og skoðaði verðin í einni búðinni og ætlaði svo að skoða í annarri búð til að bera saman verð. En svo á leiðinni í hina búðina ákvað Becky að storma inn í fataverslun þannig að ég og Sally á eftir henni og viti menn haldið þið ekki að ég hafi séð 2 geðveik pör af stígvélum (og þá er ég ekki að meina pollastígvél  ) og hvort parið var bara 30 pund = ca 3400 kall. Þannig að ég byrjaði að máta og ein pössuðu frábærlega en hin voru ekki til í minni stærð. Sem betur fer því annars hefði ég keypt bæði  Enda fauk það að vera praktísk beint inn í næsta skópar við hliðina á. En í staðin keypti ég bara annað parið.  Að vísu vantaði mér ný háhæluð stígvél því mín eru búin að fara í viðgerð oh hvað 1000 sinnum og þau eru ónýt aftur. En þessi eru að vísu með aðeins hærri hæl og eru meira djamm skór en dagsdaglega en who gives þau lúkka vel.
En já nóg í bili annars mun ég aldrei setja þessa færslu inn
Love og knúsar

Leave a comment