20.Janúar.2006. Öll verkefni búin

Jamm, þá er 3 vikna verkefna törnin búin hjá mér. Ég er svo uppgefin á líkama og sál, og mér líður eins og alltaf eins og eftir svona törn að ég geti ekki bara verið að setja hérna og glápa á TV, ég meina ég hlýt að þurfa að gera eitthvað, veit bara ekki hvað.
Flutti sem sagt fyrirlestur í dag og það gekk ekki eins vel og hefði mátti við búast, en who cares, ég er þó alla veganna búin í bili. Svo eins og alltaf hjá þeim sem velja vísindalegu hlið málanna, þá fæ ég föstudag og laugardag frí og svo þarf ég að lesa heilan helling fyrir fyrsta tíma næstu annar á mánudag. Svona er að vera í master, hvað þá eins árs master. En ég meina þetta mun borga sig einhvern daginn. Bara 8 mánuðir eftir

Eftir fyrirlesturinn fannst mér ég alveg eiga það skilið að mega fara á pöbbinn, eftir að hafa dúsað inn í herbergi í 3 vikur. Þannig að ég hringdi í Vestu, sem ég var by the way ekki búin að hitta frá því að ég kom. Við hittumst á Guild og spjölluð um allt, aðallega hún að segja mér frá nýja 3 daga kærastanum sem hún er yfir sig hrifin af. Þau hittust á blind date í gegnum vinkonu hennar. Hann 42 ára, lítil og þvengmjór og hún 47,  lítil og mjó, smullu víst strax saman, og núna sit ég bara heima þreytt en vil ekki fara að sofa strax, því mér langar að njóta þess að gera ekki neitt
En annars er nú bara sama sem ekkert að frétta af mér. Annað en það að frá og með mánudeginum síðasta þá bý ég núna með 5 frökkum en ekki bara 4. Málið er það að þar sem helene og mik eru par, þá sofa þau auðvitað í sama herbergi, en þar sem við vorum 5 að leigja hús fyrir 5 þá borguðu þau auðvitað fyrir 2 herbergi. Þannig að við vorum alltaf með eitt pínulítið herbergi autt, sem við notuðum sem gestaherbergi og aðstöðu til að hengja upp þvott, og stundum fyrir mig að læra í ef mikil læti voru í stofunni. Það var alla veganna ein stelpa í fyrra sem spurði hvort hún mætti flytja inn í herbergið, en við ákváðum að við vildum ekki sjöttu manneskjuna inn í húsið. En hins vegar núna um daginn kom pólska/franska vinkona mín, og besta vinkona hinna krakkana að tala við mig og sagði mér frá því að hún þurfti að flytja út af stúdentagörðunum og að hún væri ekki að finna neitt húsnæði og hvort hún mætti flytja inn í litla herbergið. Ég meina, mér langaði eiginlega ekki að fá 5 frakkann inn, né missa aukaherbergið, en þessi stelpa er alveg frábær og ég vissi að þau hin vildu virkilega fá hana inn, og að hún var að missa sitt húsnæði, þannig að eftir smá umhugsun þá gat ég eiginlega ekki sagt annað en JÁ.
Að vísu er eiginlega fínt að hafa hana hérna, því meðan að hún bjó á görðunum þá sá maður hana næstum aldrei.
En já svona fyrir utan það þá er ekkert að frétta

Leave a comment