13.Október.2005. komin aftur

Jæja þá er ég komin aftur
Sorry hvað ég er ekki búin að skrifa lengi en .það er bara eitthvað svo mikið að gerast þó að það sé í rauninni ekki það mikið að gerast.
Hey já meðan að ég man þá fann ég út hvernig maður getur ýtt á stopp á ipodinum. Maður ýtir bara á pásu og svo aftur á pásu og þá stoppar tónlistin. Hihi ég var ekkert smá ánægð með sjálfa mig.
En já þá er besta að byrja á því að segja ykkur hvað er búið að vera að gerast í mínum litla heimi síðan seinast. Síðasta miðvikudag fórum ég og Lourdes í kaffi til einnar vinkonu okkar. Ég kynntist nefnilega einni konu á kynningarvikunni minni. Alveg hrikalega hress og skemmtileg 45 ára kona og okkur kom strax svo vel saman. Þannig að við skiptumst á númerum og allt það en ég hafði ekki hitt neitt á hana fyrr en þegar hún bauð mér í kaffi þarna á miðvikudeginum. Ég og Loule sátum hjá Vestu (hún heitir sem sagt Vesta) í ca 2 tíma og við stoppuðum ekki að kjafta allan tíman. Eftir þessa 2 tíma komst ég að því að Vesta er alveg geðveikt cool og skemmtileg og ákvað að héðan í frá mundi ég verða duglegri að hitta hana, bauð henni meni segja í afmælið mitt.
En já svo um kvöldið kom Michael kærastinn hennar Helenar og fimmti leigjandinn í húsinu. Við fórum öll niður í bæ að sækja hann þar sem hann var ekki með kort af Preston og gat ekki fundið húsið. Ég varð ekkert smá öfundsjúk þegar að þau hittust. Því þau voru að faðmast og kyssast og allt það og mig langaði líka að fá að faðma og kyssa kærastan minn. Þau fóru svo heim að taka draslið úr bílnum og að eiga stund saman. En við hin fórum á pöbbinn. Svo um 23 leytið fóru allir krakkarnir á einhvern skemmtistað en þar sem ég þurfti að vakna snemma í skólann fór ég bara heim. Á fimmudaginn ákvað ég að fara á pöbbinn eftir skóla og hringdi ég í Vestu og dró hana með mér, einmitt þegar að við vorum að fara hringdu Remke og Debra og þegar þær fréttu að við værum að fara á pöbbinn vildu þær alveg ólmar fá að koma með. Þær urðu fyrst frekar hissa á því af hverju ég væri að hanga með konu sem gæti verið mamma þeirra, en svo eftir að hafa kynnst henni voru þær sífellt að tönglast á því hvað hún væri COOL
. Um kvöldið fórum svo ég og Hollensku stelpurnar og Helene og Mik á annan pöbb. Við ákváðum að spila pool á pöbbnum og komumst að því að við erum alveg hrikalega léleg í þessu, og ég sem var vön að vera frekar góð í pool þegar ég var yngri.
Á föstudaginn var ég svo að dunda mér eitthvað og bíða eftir kvöldinu. Því á föstudagskvöldið kom hún Tinna vinkona mín frá London. Það var ekkert smá frábært að fá hana Tinnu, loksins einhver sem ég gat talað Íslensku við. Við fórum heim með töskuna hennar Tinnu og svo vildum við fara eitthvað út. Þannig að ég, Tinna og Remke fórum fyrst í spænska húsið og sátum þar í smá stund og svo fórum við 3 á skemmtistað sem heitir Tokyo Joe’s og dönsuðum þar þangað til að það lokaði. Á laugardeginum fórum ég og Tinna niður í bæ að versla plastglös og plastdiska og fleira. Svo fórum við á markaðinn að skoða og enduðum á því að kaupa okkur nokkra boli. Svo fórum við á Starbucks og fengum okkur kaffi. Eftir bæjarrápið fórum við heim að taka húsið til og okkur sjálfar fyrir partýið. Það var alveg svakalega gaman í partýinu og alveg hrúga af fólki sem mætti. Ég held það hafi alla veganna verið um 25-30 manns. Svo um miðnætti ákváðum við að fara á skemmtistað og drógum næstum því alla með. Það var að vísu smá vesen að komast inn því að á öllum stöðunum hérna um helgar eru reglur um klæðnað og sumir voru í strigaskóm og máttu ekki fara inn. Á endanum splundraðist hópurinn upp og eftir smá vesen komumst við þó inn. Ég, Tinna, Vesta og hollensku stelpurnar.
Sunnudagurinn fór svo í geðveika þynnku. Tinna bauð mér svo út að borða um kvöldið og við fórum á all you can eat stað. Svo þurfti ég að kveðja Tinnu áður en við fórum að sofa því hún þurfti að vakna mjög snemma á mánudagsmorgninum. Ég verð nú að segja að ég sakna hennar. Það var ekkert smá gott að hafa hana hérna og ég vona að hún geti komið aftur í heimsókn bráðlega. Að vísu ætla ég að reyna að komast í heimsókn til hennar eins fljótt og hægt er.
Má ég sjá á mánudaginn eftir skóla fór ég á pósthúsið að sækja pakka sem Eisi hafði sent mér. Pakkinn kom nefnilega á afmælinu mínu en pakka kallinn kom kl 9 um morguninn og auðvitað var ég sofandi. Þannig að ég þurfti sem sagt að fara og ná í pakkann minn á mánudeginum. Og ohhhh Eisi minn er svo frábær hann sendi mér alveg fullt af íslenskum harðfisk. Ekkert smá frábært. Þannig að núna sit ég á kvöldin og háma í mig harðfisk. Nammi namm.
Svo eftir að hafa náð í pakkann minn fór ég heim til Vestu því vinur hennar ætlaði að vera heima hjá henni að selja skartgripi sem hann býr til. Sagan bak við gaurinn er svaka spes en ég nenni ekki að skrifa hana núna, ég segi ykkur hana næst. Alla veganna ég keypti mér 2 hálsmen og eitt leðurarmband (geðveikt cool). Svo eyddi ég restinni af deginum og kvöldinu í það að læra undir próf. Prófið var svo á þriðjudeginum og ég held að mér hafi bara gengið vel í því. Eftir prófið fór ég svo heim til að sitja yfir internet köllunum því allir hinir þurftu að fara í tíma og atvinnuviðtöl. Svo um kvöldið fór ég á pöbbinn með Remke að spila pool og drekka bjór. Eftir að ég kom heim fóru allir í tölvuna mína að tékka á netinu, því enn sem komið er, er ég með einu tölvuna sem er nettengd. Það er nefnilega eitthvað vesen að tengja routerinn við módemið. En ég vona að það leysist á næstu dögum. En ég verð að viðurkenna að það er geggjað að vera komin með netið heim. Ég talaði við Eisa minn og horfði á hann á webcam í hvað einhverja 2 tíma.
Þannig að núna á ég eftir að vera oft inn á msn og skype
En já ég held þetta sé ágætt í bili
Heyrumst næst

Leave a comment