23.September.2005. Óákveðnari en hin óákveðnasta vog

Ég held að ég sé bókstaflega með þeim óákveðnustu manneskjum sem fyrir finnast. Viljiði vita hvað ég þurfti að ganga í gegnum með sjálfa mig á þriðjudaginn?
Sko ég ákvað að fara og halda áfram að redda öllum mínum málum. Ég ætlaði að fara í Lín að skila pappírum sem pabbi hafði skrifað undir, nema að allt í einu ákvað ég það að taka ekki lán, og ég held að þetta hafi verið í 5 skipti sem ég hafði ákveðið að hætta við að taka lán eftir að hafa ákveðið 5 sinnum að taka það, sem þýðir að ég ákvað að fara ekki í Lín. Svo fór ég og fékk bólusetningarnar mínar, heilahimnubólga C, mislingar, hettusótt og rauðir hundar (ég þarf svo að fá sprautu gegn mænusótt, barnaveiki og stífkrampa eftir 2 vikur). Það virðist vera að óákveðni sé smitandi því konan í afgreiðslunni gat ekki fyrir sitt litla líf ákveðið verðin á sprautunum, þannig að ég endaði á því að borga 7.400 kr
og átti svo að koma daginn eftir að sækja bóluefna skírteinið mitt og athuga hvort verðið hafi verið rétt.
Eftir sprauturnar mínar fór ég á Hressó að hitta hana Ásu vinkonu mína sem var mín hægri hönd í gegnum hin 3 ár í líffræðinni , núna er daman hinsvegar komin í mastersnám í næringarfræði og hún er víst alveg að fíla sig þar. Sem er alveg frábært. Plús það að eftir að hafa spjallað við hana um námslána vesenið mitt og hún sagt að ef hún væri ég þá mundi hún taka lánið, þannig að viti menn ég ákvað að skipta aftur um skoðun og taka lánið . Enda fékk ég fín rök fyrir því að taka það.  
Eftir ánægjulega stund með henni Ásu byrjaði vesenið mitt. Ég ákvað að fara í skeifuna og kíkti þar í BT til að athuga hvort ég fyndi einhver önnur heyrnartól en þau sem ég fann í Office one og Task. Ég fann ekkert spennandi og fór því í Elko, ekkert spennandi þar heldur þannig að ég sat víst uppi með fyrri ákvörðun, dýru, fínu, flottu og cool 6500kr heyrnartól frá Office one eða hin ódýru, ljótu en samt góðu frá Task á 1990kr . Hmm ég ákvað það að ég gæti ekki dílað við að taka þá ákvörðun strax og leiðin lá því í rúmfatalagerinn. Mér nefnililega vantaði sæng til að taka með mér út. Oh my god, ég held að ég hafi verið í hálftíma inn í rúmfatalagernum að ákveða mig hvaða sæng ég vildi. Ég meina ég fór í gegnum allar sængurnar sem voru frá 2990 uppí 16990 og auvitað gæðin betri með hækkandi verði. Ég hinsvegar vildi ódýra sæng, en samt þurfti hún að vera fluffy og næs, þannig að valið stóð á milli 4 sænga. Ég veit ekki hversu oft ég labbaði fram og tilbaka og hversu oft ég faðmaði og kleyp hverja sæng fyrir sig . Ég meina ein var á 4990 og hún var fluffy, en hún var samt úr verstu gervitrefjunum og kom ekki í poka (sem sagt það var ekki hægt að kaupa hana samanþjappaða í poka með haldföngum, sem væri gott fyrir flutningar með vél), svo var önnur á 5990 og hún var í poka, og úr betri trefjum en hún var ekki fluffy. Svo var önnur á 6990 og hún kom í flottum poka, og var úr góðum trefjum og hún var fluffy en ekki eins fluffy eins og 4990 kr sængin. Svo var ein í viðbót sem var úr dún sem er það besta sem hægt er að sofa undir að mínu mati, og hún kom í poka en hún var ekki fluffy og var á 9990.
Ég var alveg að því komin að gefast upp því þar að auki var hugur minn ennþá á því hvort að ég ætti virkilega að taka lánið eða ekki og hvort ég ætti að taka dýrari heyrnartólin eða þau ódýrari og hvaða af þessum 4 sængum ætti ég að taka . Þannig að ég kallaði á afgreiðslustelpu og bað hana um að hjálpa mér, hún talaði við mig í nokkrar mín og ég varð eiginlega bara meira óákveðnari og hún horfði bara meir og meir á mig eins og ég væri geðveik . Eftir að ég sagði henni að ég mundi halda áfram að reyna að ákveða mig þá fór hún og ég hélt áfram að labba á milli og faðma sængurnar og leggjast utan í þær og vefja þeim liggur við í kringum mig . Að lokum eftir tæpan hálftíma ákvað ég að hætta að haga mér eins og þroskaheft vog og valdi þessa fluffy á 4990. Svo fór ég og eyddi 15 mín í það að velja mér EIN rúmföt. OHHHHH my god, hvað er að mér
Eftir að hafa keypt sængina sat ég út í bíl í eina sígó og ákvað það að ég væri bara vitlaus ef ég mundi kaupa mér dýrari heyrnartólin. Ég meina ég á mjög góð heyrnartól til að hlusta á tónlist og mér vantar bara tól til að tala við fólk á skype. Þannig að það er engin ástæða að fara og kaupa rándýr heyrnartól bara af því þau eru cool, sérstaklega þar sem ég er atvinnulaus nemandi eins og er . Þannig að ég dreif mig í Task og keypti þessi á 1990kr og fór svo á kaffibrensluna að hitta hana sístækkandi vinkonu mína Unu . Hún elsku hjartans Una mín á nefnilega eftir að stækka aðeins meir í nokkra mánuði í viðbót og svo eftir það verður mér kannski boðið í skírn  . Jejjjjjj gaman, gaman, gaman.
Una að vísu hló að mér eftir að ég sagði henni frá þessum ákvörðunar vandamálum mínum. Henni fannst fyndið að þar sem ég er að flytja og breyta lífi mínu algjörlega þá er það eina sem ég er að vandræðast yfir eru heyrnartól og sæng. Hmmm já sumir eiga meira bágt en aðrir með suma hluta
Um kvöldið slappaði ég svo bara af heima með honum Eisa mínum. Að vísu hringdi Halli vinur minn um mig um að 22 leytið og bað mig um að bruna heim til hans til að sitja yfir Stefáni litla sem var sofandi. Konan hans hún Jóhanna var nefnilega á leiðinni heim úr vinnunni þegar að bíllinn ákvað að drepast undir Garðabæjarbrúnni. Þannig að Halli þurfti að sækja hana, og á meðan sat ég heima hjá þeim með páfagaukinn Kókó að horfa á TV. Svo eftir það fór ég heim að horfa á TV með Eisa mínum og svo að sofa. Enda hausinn á mér bara orðinn þreyttur eftir daginn.
En já til að halda ykkur við efnið þá lesið þið þetta og á meðan ætla ég að skrifa hvað ég var að bralla á miðvikudag og fimmtudag.
Hey já endilega kommentið þið á ipod spurninguna mína að neðan. Sérstaklega þið sem eigið ipod

Leave a comment