Wednesday, 7 February, 2007

Komin aftur til þeirra sem enn lesa

Posted in Uncategorized at 2:56 am by lexusinn

Fyrir alla þá sem trúa á það að ég muni skrifa aftur, þá er sá tími runninn upp. Ég ákvað það að 4-5 mánaða pása er alveg meira en nóg, og það er frekar ansnalegt að halda uppi bloggsíðu ef maður getur ekki hunskast til að skrifa nokkur orð af og til.  

Málið er það bara að ég hef ekki haft mikinn áhuga á að skrifa síðustu mánuði, enda ekkert til að skrifa um og þar að auki hefur mig ekkert langað að deila mínu aðgerðaleysi með öðrum.  

En nú er það að breytast og ég er loksins tilbúin til að opna mig fyrir netheiminum aftur. Ég er því miður ekki enn komin með vinnu, en ég er bjartsýn og ég er viss um að það fari að koma að þessu bráðlega. Annars er ég bara núna að fara að klára veggspjaldið mitt fyrir American Academy of Forensic Sciences ráðstefnuna. Já, ég fékk það í gegn að fá að kynna rannsóknarvinnuna mína fyrir mastersritgerðina á ráðstefnunni. Svo tek ég fína veggspjaldið mitt og legg af stað til New York þann 18 feb. Verð í NY allan 19 feb og legg svo af stað til San Antonio, Texas á ráðstefnuna, þar sem ég verð fram á 25 feb.  

Svo er ég svaka spennt því að ég átti að verða “frænka” síðastliðinn 31 jan. En litla krílið virðist eitthvað vera feiminn við hinn stóra heim utan bumbunnar, ekki til mikillar ánægju verðandi mömmunar. Þannig að við bíðum enn og sífellt magnast spennan.  

En fyrir þá sem vita ekkert um hverja ég er að tala um þá er ég að tala um bestu vinkonu mína hana Mílenu, sem er eins og hálfgerð systir mín og þess vegna er ég að verða “frænka”. Og enn meiri barna fréttir fyrir þá sem ekki vita, þá mun ég verða alvöru blóðtengd frænka i Júní, þegar að litla sæta systir mín Monika mun eignast sinn litla bumbubúa. Þannig að nóg að gera hjá Alex frænku þetta árið.En annars er ekkert meira að frétta eins og er og ég lofa að héðan í frá mun ég reyna að skrifa oft í viku.Þangað til næst.