13.Desember.2005. 3 dagar í heimkomu

Jæja þá eru ekki nema 3 dagar í það að ég komi heim. 

Helgin hjá mér var mjög fín, enda var alveg meiriháttar að fá Rakel í heimsókn. Við vöknuðum ágætlega snemma á sunnudeginum og eyddum restinni af deginum niðri í bæ að versla. Ekki það að ég hafi verslað neitt, það var aðallega Rakel sem sá um það og ég skoðaði bara. Að vísu munaði ekki miklu að ég hafi keypt mér prentara. Þetta er nefnilega prentari, skanner og ljósritunarvél allt saman í einni vél á aðeins 40 pund. Sem er rétt rúmur 4000 kall. Ég er nefnilega að verða geðveik á því að eiga ekki prentara og það við þurfum að ljósrita svo mikið að hingað til er ég búin að eyða um 30 pundum í ýmis ljósrit og prentun, og ég meina ég á enn 2 annir eftir, þannig að ég er nú þegar búin að eyða pening í þetta sem jafnast á við eitt stykki prentara og ljósritunarvél. 

En ég ákvað nú samt að taka ekki neina skyndiákvarðanir og ætla bara að bíða þangað til að ég kem aftur hingað í Janúar og kaupa mér svona vél þá. 

Svo er nú eitthvað voðalega lítið annað að segja. Bara skóli og eitt verkefni eftir og svo bara pakka og koma heim. Að vísu er einn galli við heimferðina og það er að ég flýg frá Glasgow kl 11 á föstudaginn, sem þýðir að ég verð að vera komin út á völl kl 9. En fyrst lestin héðan fer kl 6 og er komin til Glasgow kl 9:03, sem er frekar seint. Þannig að það er annaðhvort það að ég fari einhvern tímann á fimmtudagskvöldinu og gisti á hóteli í Glasgow, sem ég tími varla (enda er ég orðin frekar fátæk á pening) eða þá að ég taki lest sem fer 00:44 og hún er virkilega lengi á leiðinni og er komin til Glasgow tæplega 7 um morguninn og þá þarf ég bara að bíða í 2 tíma til að tékka mig inn og get sofið í lestinni og þarf þá ekki að borga fyrir hótel. 

Hmmm pæling 

Alla veganna þangað til næst

Leave a comment