17.September.2005. Komin heim

Jæja þá er ég komin á flugvöllinn og er á leiðinni heim eftir alveg meiriháttar kynningarviku í Preston. Ég þarf að bíða núna í 2 tíma áður en ég get tékkað mig inn þannig að ég ætla bara að sitja hér og skrifa einhverja vitleysu.
Ég verð nú að segja að ég er ekkert smá fegin fyrir það að hafa farið á þessa kynningarviku. Ég er búin að kynnast alveg hrúgu af skemmtilegu fólki allstaðar að úr heiminum, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Grikklandi, Hollandi, Guatemala, Þýskalandi, Nígeríu, Indlandi, Libíu?, Bandaríkjunum og Kanada. Svo er ég bara ein hérna frá Íslandi, ég held menisegja að ég sé sú eina sem er frá Skandinavíu hérna. En ég meina það er bara fínt því það vita allir hver ég er, æ já ert þú þessi íslenska
.
Já ég ætla aðeins að segja ykkur frá þessari ógeðs byggingu sem ég bjó í. Þetta eru sem sagt 3 samliggjandi byggingar sem eru kallaðar HALLS (svona eins og bandarískum bíómyndum, ég veit ekkert hvað þetta kallast á íslensku ) og á hverri hæð eru að mig minnir 14 forljót, pínulítil  og niðurdrepandi herbergi. Svo er eitt eldhús á hverri hæð og ein klósett- og sturtu aðstaða með 4 klósettum og 3 sturtum. Þegar að allir útlensku nemendurnir komu á sunnudagskvöldið þá var allt hreint og fínt og nóg af klósettpappír. En auðvitað með hverjum deginum sem leið þá varð alltaf skítugra og skítugra og skítugra, og alltaf minnkuðu klósettpappírs rúllurnar. Á miðvikudeginum þá voru 3 af 4 klósettunum á minni hæð öll í kúk og ælu og guð veit hverju. Ein sturtan hjá mér virkaði ekki frá byrjun, önnur var ekki með neinu heitu vatni þannig að það var eiginlega bara ein sturta fyrir 8  manns (við vorum ekki fleiri á minni hæð sem betur fer). Þannig að þegar ég fór í sturtu á fimmtudagskvöldið þá var sturtubotninn allir þakinn í húðflögum og drullu og getiðið hvað ég fann á gólfinu hjá sturtunni þegar að ég var að afklæða mig? FUCKING NOTAÐ DÖMUBINDI. Djöfulsins, andskotans VIÐBJÓÐUR . Hvað er eiginlega að sumum kynsystrum mínum. Sama dag hafði Helene einmitt einnig fundið notað dömubindi ofaná klósettpappírs boxi inn á einu klósettinu á sinni hæð og einn þýskur strákur fann notaðan túrtappa inn á sínu klósetti . Ég meina er ekki allt í lagi OJ BARA.
Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað við vorum ÖLL fegin að flytja út úr þessum subbu ógeðs byggingum. Ég meina menisegja reyndasta ferðafólk eins og ég, sem erum vön því að vera oft að heiman og í burtu frá fjölskyldunni okkar, vorum komin með smá heimþrá í þessum helvítis herbergjum. Þetta er eins og hin franska stelpan Pauline sem ég mun búa með er bara 20 ára og þetta er í fyrsta skipti sem hún er í burtu frá mömmu sinni, hún var með svo svakalega heimþrá eitt kvöldið að hún eyddi kvöldinu í það að hanga upp í herbergi hjá sér grátandi. Greyið. Ég sagði henni svo daginn eftir að þetta myndi allt batna um leið og við myndum flytja inn í húsið okkar og að hún væri ekki ein um það að vera þynglynd þarna (menisegja hin 37 ára gamla Lourdes var þynglynd í þessum herbergjum), og bla bla bla og þá leið henni svona aðeins betur.
Mér finnst samt svo fyndið að flestir sem voru þarna eru á aldrinum 19-22 og mér leið eins og ég væri orðin þvílíkt gömul. Á kynningartúrnum okkar á mánudeginum þá sagði stelpan sem var að sýna okkur allt að það væri hægt að kaupa svona young persons railway card, sem mundi spara okkur alveg fullt af pening í lestarnar til London eða eitthvað annað. Ég spurði hana hversu ungur þarf maður að vera til að flokkast undir það að vera young person, og hún sagði einmitt: OH ÞAÐ ER SVO MÖRG ÁR Í ÞAÐ, ALVEG ÞANGAÐ TIL AÐ MAÐUR ER 26. Ég einmitt alveg ohhh virkilega langt í það? Ég hef tæpan mánuð . Hmm þá varð hún svona smá vandræðaleg. Frekar fyndið.
Já þið þarna sem eruð að lesa þetta og eruð orðin aðeins eldri en þetta þurfið ekkert að kommentera á þetta, ég veit ég er enn ung (sem betur fer) en mér finnst þetta samt fyndið .
Í dag vaknaði ég að vísu ekki fyrr en kl 8:30 og svo pakkaði ég öllu sem ég ætlaði að skilja eftir og fór út að hitta Lourdes. Ég, hún og Loui (þýski gaurinn sem hún mun búa með) biðum eftir leigubíl og ég setti draslið mitt inn í bílinn hjá þeim og kvaddi. Svo fór ég aftur inn í herbergi og tók tómu RISA ferðatöskuna mína og henti inn í hana 5 flíkum, einu handklæði, snyrtitöskunni og skólatöskunni minni með tölvunni. Svo sat ég fyrir utan húsið með Helene og Hollensku stelpunum í ca klukkutíma bara að kjafta á meðan að Pauline fór á húsnæðis skrifstofuna. Málið er það að við fáum húsið okkar ekki afhent fyrr en 20 sept og Helene, Pauline og Julien gátu ekki verið lengur í subbu byggingunni því allir bresku nemarnir flytja inn um helgina (greyið fólkið að þurfa að búa þarna í heilt ár ), þannig að þau þurftu að redda sér einhverju húsnæði í 4 nætur. Vandamálið var bara það að það voru engin húsnæði laus. En gaurinn á skrifstofunni sagði að hann væri kannski með 2 herbergi fyrir þau. Þannig að Pauline fór að tékka og sem betur fer gekk allt upp og þau áttu að fá lykla afhenta á hádegi.
Þar sem ég var búin að ganga úr skugga um það að allt væri í lagi með gistinguna þeirra, lagði ég af stað á lestarstöðina. Ég þurfti að koma við í einni byggingu á leiðinni til að skila af mér lyklunum mínum og svo tók ég lest til London Euston station, þar tók ég svo neðanjarðarlest til Liverpool street og svo þaðan aðra lest upp á flugvöll og hér er ég. Á flugvellinum að drekka bjór og skrifa blogg.
 
Daginn eftir
Núna er laugardagskvöld og ég sit heima að gera ekki neitt. Eisi er farinn í vinnuna þannig að það erum bara ég, Heikir og Tígri heima. Ég er búin að eyða öllum deginum í dag í það að slappa af og sofa út Í RÚMINU MÍNU og djöfull er gott að komast á klósettið í friði .
Ég kom ekki heim fyrr en á miðnætti í gær og þar sem Eisi var að vinna þá kom Halli vinur minn að sækja mig út á völl. Málið er það að Eisi hefur ekki verið að vinna upp á Aroma í allaveganna mánuð þannig að ég vildi ekki að hann mundi missa af enn einu kvöldinu bara af því að ég var að koma á svona fáranlegum tíma. Þannig að Halli skutlaði mér heim, ég fleygði farangrinum inn, kyssti kettina og svo skutlaði Halli mér á café Aroma þar sem ég fékk að knúsa hann Eisa minn. Ég fékk mér einn bjór með honum og svo fór ég bara heim. Slappa af í sófanum mínum og leika mér á netinu.
Ég er búin að kaupa miðann út, ég fer 25 sept í þetta skipti fyrir fullt og allt. Kem væntanlega ekki heim fyrr en rétt fyrir jól.
Þannig að þessi vika mun fara í það að redda ýmsum hlutum og kveðja fólk og allt það.
Verðum í bandi

Leave a comment