Friday, 31 March, 2006

Komin heim úr ferðalagi

Posted in Uncategorized at 0:15 am by lexusinn

Ég er sem sagt komin heim úr skólaferðalaginu mínu og sit núna að missa mig úr stressi yfir hvað ég á eftir að gera mörg skilaverkefni. Ég mun sem sagt væntanlega þurfa að eyða öllu páskafríinu mínu í það að læra 😦

En svona til að leiða hugan í burtu frá því, þá kannski ég segi ykkur nú aðeins frá ferðalaginu mínu.

Við lögðum af stað strax eftir fyrirlestur á mánudaginn, uppúr kl 15. Við 9 ásamt 3 kennurum tróðum okkur og öllu okkar hafurtaski inn í litla 16 manna rútu og keyrðum svo í um einn og hálfan tíma til Penrith. Eins og ég hef örugglega sagt ykkur áður þá er UCLAN með háskólasvæði í Penrith þar sem er kennt allt um landbúnað og því tengt. þannig að háskóla campusinn er lítill og mætti segja upp í sveit, umkringdur sveitabæjum og túnum með kindum, litlum sætum lömbum og hestum. Við komum á háskólalóðina um 18 leytið og keyrðum beint að nýja heimilinu okkar næstu 3 daga, sem var ekkert annað en YURTS, þ.e. eins og orðabókin segir: færanlegt hús, líkt tjaldi úr trjágreinum og klætt flóka. Með öðrum orðum, stór tjöld með spýtum :). Á svæðinu voru 3 svefntjöld og inn í hverju "tjaldi" voru 4 kojur og einn lítill gamaldags arinn. Svo var eitt stórt tjald, sameinað úr tveim þar sem var eldhús og samkomustaður. 

það fyrsta sem við gerðum þegar að við mættum á svæðið var að skipta okkur niður í tjöld, 5 nemendur í einu, 4 nemendur í öðru og svo kennararnir í þriðja. Við náðum okkur öll í eldivið og byrjuðum að reyna að koma upp eldi í arninum því það var vægast sagt skítkalt. það gekk misvel að koma upp eldi því í fyrsta lagi voru trjábútarnir rakir og í öðru lagi þá voru þeir of stórir fyrir þennan litla arinn. En jú okkur tókst á endanum að kveikja eld og vorum við 5 stelpurnar í tjaldinu mjög ánægðar með árangurinn enda logaði eldurinn glatt. þannig að eftir að hafa komið okkur fyrir settumst við öll aftur upp í rútuna og keyrðum á einn pöbb til að fá okkur að borða. Við fórum á mjög indælan sveita pöbb, en gallinn var bara að við vorum einu viðskiptavinirnir og fólkið á staðnum var ekki undirbúið fyrir 12 manna hóp í mat, þannig að maturinn kom allur á mismunandi tíma, sumir búnir að borða áður en hinir fengu. En ég var samt ánægð því maturinn var virkilega góður og staðurinn var mjög kósý og á meðan að við biðum eftir matnum þá gæddi ég mér á Guinnes sem ég er by the way komin með æði fyrir. Eftir matinn fórum við aftur í tjöldin okkar og héldum smá fund. Við fengum sem sagt nýjustu upplýsingar um hvað við ættum að gera og hvað við gætum búist við og hvernig staðan væri. því verkefnið okkar var sviðsett þannig að það er árið 2009 og við vinnum fyrir the International Criminal Tribunal for the former Viteso Republik (ICTVR) (þið sem vitið ekki hvar Viteso Republik er, hafið ekki áhyggjur, þetta er ekki til í alvörunni 🙂 ).  

En já atburðarásin okkar var: In late spring 2005, the wife and child of the Umbraci Resistance Movement leader were abducted by the former members of the Viteso Republik Secret Police. The abduction was meant to force the URM leader into ceasing his and his followers' insurgent activities against the Umbraci government.

ICTVR investigators have recently received information that the victims of the abduction were subsequently killed, and their bodies buried in a clandestine grave in Rahblurt Wood near the village of Wertnoggin. 

Á þessum fundi fengum við tækifæri til að spyrja ýmissa spurninga og fengum svo að vita að við myndum leggja af stað kl  7 um morguninn. Vitandi allt þetta fórum við öll að taka okkur til að sofa og þar sem eldurinn okkar hafði dáið þá tók það okkur smá tíma að koma honum í gang aftur áður en við fórum að sofa. En já ég held að við höfðum farið að sofa rétt uppúr 22 (hef ekki farið svona snemma að sofa síðan að ég veit ekki hvenær). En ég meina það er ekki eins og það var hægt að gera eitthvað annað þarna. Morguninn eftir vöknuðum við svo klukkan 6, tókum okkur til, klæddum okkur í hlýjustu fötin okkar og lögðum af stað í morgunmat kl 7. Eftir morgunmat stoppuðum við í smástund hjá tjöldunum og náðum í allt draslið okkar, skóflur, myndavélar, sönnunargagnapoka og allt annað sem þurfti og svo þurftum við að segja kennurunum okkar hvert átti að keyra okkur. Við fengum sem sagt eitt lélegt kort af svæðinu og við þurftum að finna út hvert við áttum að fara. það gekk ágætlega nema að við keyrðum aðeins lengra en við áttum, og kennararnir ákváðu að stoppa bílinn og sögðu við okkur að þau vissu ekki hvernig vegurinn væri framundan og þau þyrftu að kanna hvort við kæmumst áfram, sem var vísbending til okkar að við hefðum greinilega farið of langt. En á endanum fundum við svæðið og við byrjuðum á því að crime scene managerinn okkar hún Dawn, Jamie og ég sem vorum photographers and team leaders skoðuðum svæðið og ákváðum hvað við áttum að gera og hvernig við myndum skipta svæðinu upp á milla tveggja hópa. Svo klæddu allir sig upp í hlífðarfatnað og hanska og vinnan hófst. Við byrjuðum á því að leita á öllu svæðinu að sönnunargögnum og merktum þau öll og skráðum niður. Svo skiptum við svæðinu á milli hópanna tveggja og byrjuðum að vinna svæðin. Á mínu svæði var ein gröf sem við þurftum að grafa upp, við fundum einnig konu veski og dreifð bein, sem áttu greinilega að hafa verið dreifð af hundum sem höfðu komist í "líkið" í gröfinni. Hinn hópurinn var með aðra gröf á sínu svæði og á yfirborðinu fundu þau hníf, hálsmenni og eitthvað annað (man ekki). En eftir að hafa verið þarna í kannski klukkutíma breyttist veðrið úr fínu veðri í rok og mikla rigningu. þannig að þegar að við loksins fórum af svæðinu kl 19 vorum við öll rennandi blaut, köld og drullug frá toppi til táar. Allir pappírar sem við þurtum að skrifa eins og managers log, evidence log og mitt photo log voru öll rennandi blaut, drullug og annaðhvort að festast saman eða að rifna í sundur. Alger hörmung, og það versta var að við gátum ekki farið heim í hlýtt hús og farið í sturtu og þurrkað fötin okkar, nei við fórum aftur í ísköldu tjöldin okkar og vatnið í sturtunni kláraðist eftir að 2 manneskjur höfðu tekið sturtu. Ég verð að segja að ég gat ímyndað mér skemmtilegri stað að vera á þá. En ég meina ég gerði það besta úr því, þvoði mér í framan og um hendurnar og hengdi blautu og skítugu útifötin inn á klósetti þar sem var hlýtt og skildi þau þar yfir nóttina, því ef ég hefði tekið þau með mér í tjaldið þá hefðu þau verið blautari og kaldari um morguninn. Svo eftir að allir voru tilbúnir fórum við í bæinn að fá okkur að borða og komum svo til baka í KÖLDU tjöldin. þriðjudagskvöldið var mun kaldara en kvöldið áður og það var sama hvað við reyndum þá gátum við ekki látið eld loga í arninum (ekkert af tjöldunum gat það). þannig að við fórum aftur snemma að sofa í virkilega skítköldu tjaldi.

En núna er ég orðin þreytt og mun segja ykkur framhald af þessari sögu næst 🙂 

Monday, 27 March, 2006

Farin í skólaferðalag

Posted in Uncategorized at 10:43 am by lexusinn

Ok þá, það er nákvæmlega ekkert búið að vera að gerast þessa vikuna og hef ég því verið of löt við að skrifa um ekki neitt.

En í dag er ég sem sagt á leið í skólaferðalagið mitt, þar sem við munum þurfa að vinna að crime scene-inu okkar í 2 daga. Við leggjum af stað í dag upp úr 15 eftir fyrirlestur upp til Penrith, í dag munum við svo bara koma okkur fyrir og plana morgundaginn. Svo fáum við bæði þriðjudag og hálfan miðvikudag til að vinna úr öllu. Þ.e. finna gröfina (kennararnir okkar fóru nefnilega fyrir 2 vikum síðan og grófu bein í gröf), grafa hana upp, leita að sönnunargögnum, mynda allt sem við finnum og skrá það og taka svo allt sem við finnum. Þannig að já gaman, gaman út í kuldanum og rigningunni í 2 daga :).

Alla veganna ég ætla að fá mér kaffi og leggja svo af stað niður í skóla. Mun pottþétt skrifa eitthvað á miðvikudagskvöldið þegar að ég kem til baka.

Ástarkveðja til allra.

Tuesday, 21 March, 2006

Velkomin á nýja heimili hugsanna minna

Posted in Uncategorized at 3:16 am by lexusinn

VELKOMIN Á NÝJA HEIMILIÐ MITT. Hvernig lýst ykkur á?
Ég á alveg örugglega eftir að gera einhverjar breytingar í framtíðinni, en eins og er þá vildi ég bara koma öllu á sinn stað og byrja að blogga hér. Framkvæmdir koma seinna 🙂
En svona til að halda áfram að blogga þá……………………….
 

Hahaha, ég vissi að þið væruð sammála mér í því hvað gaurinn með notendanafnið mitt væri FÁRANLEGUR. Ég meina ég veit að þegar við vorum öll á unglinsárunum okkar þá voru til fárangleg orðatiltæki, slangur og guð veit hvað. En ég meina þessi nýjasta kynslóð er alveg að fara með tungumálið okkar til FJANDANS. Ég meina ég á erfitt með að skilja þetta fólk og ég er ekki svo gömul.  Ég get veðjað við ykkur að önnur hver síða blogguð af strák/ungum manni mun vera svona. Ohhhh sorglegt, greyið unglingsstelpurnar nú til dags.
En ok Tinna, Trékyllisvík????????? Hvernig datt þér sá staður í hug???? Ég hélt ég myndi pissa á mig þegar að ég las kommentið þitt og í hvert skipti þar frá þegar ég les það, þá skelli ég upp úr. Að vísu fyrst þegar að ég las kommentið þá hélt ég að þú hafir “búið” til eitthvað nafn. Svo googlaði ég Trékyllisvík bara upp á grínið og það bara gaf mér frekari sannanir á þeirri staðreynd að ég ER HRÆÐILEG í íslenskri landafræði (hef alltaf verið, eingöngu útaf því að ég nennti ekki að læra hana í skóla 😦 ). Ég er þó batnandi með aldrinum, því maður les meir, kynnist meir af fólki frá furðulegustu stöðum og svo fattar maður það einn daginn að maður er búinn að ferðast um tæplega hálfan heiminn en sama sem ekkert um sitt eigið land. Þannig að núna er stefnan að ferðast um Ísland og læra aðeins meira um mitt eigið land og þar með kemur landafræði fróðleikinn. Vonandi munum við Eisi ná að gera það að venju að halda í rassgatið á vinkonu minni Hildi, manninum hennar Eyjó og snilldar syninum Tryggva Gaut á þeirra sumarútilegu ferðalögum (það er ef ég næ að haldast á landinu 🙂 ). Því þau sýndu okkur svo margt síðastliðið sumar og ég veit að þau elska að FERÐAST á milli og skoða nýja staði.
Ekki miskilja mig samt, ég á enn eftir að ferðast hinn rúma helminginn af heiminum. Á enn eftir Suður-Ameríku, Ástralíu og Afríku eftir, ásamt mörgum löndum í Asíu (hef því miður bara verið í tveim þar, af SVO mörgum). Ég á gistingu að í Ástralíu, einu landi í Suður-Afríku, á í minnsta lagi tveim löndum (fleiri ef ég myndi gista hjá vinum systur minnar) í Suður-Ameríku, og kannski finn ég einhvern í gegnum Tinnu vinkonu í Asíu (því búin að heimsækja vinafólk í Ísrael). ENNNNNNN koma tímar, koma og fara peningar og framtíðin kemur í ljós………………..
Eins mikið og ég er búin að vera að kvarta yfir þessum staðfestingarkóða (sem er komin inn á allar bloggsíður hjá blog.central.is) við sjálfa mig, en ekki komið því að á blogginu, þó aðrir hafa gert það í kommentum. Þá held ég að ég hafi komist að tilgangi hans. Ég held að þessi staðfestingarkóði sé hannaður til þess að eingöngu þeir sem FARA inn á bloggið manns geti kommentað eitthvað, og með því að hafa þennan kóða þá stöðvar það/hægir ýmis tölvuforrit að setja inn auglýsingar og annað drasl inn á bloggið manns. Því eins og ég las: þá getur eingöngu manneskja stimplað inn handhófskenndan kóða. Þannig að núna er vit í þessu fyrir mig og því er ég núna búin að semja sáttir mínar við þennan kóða 🙂 Vonandi munið þið hin sem eruð enn að spá í þessu, fengið smá hugarhvíld.
Mér er farið að líða eins og ég sé minn eigin vísindavefur 🙂  Æ, ágætt til að halda heilanum gangandi, ekki satt? Ekki það að minn heili sé ekki á fullu eins og er, en hvenær mun hann fá nóg af nýrri þekkingu? Ohhh ég elska að vita allt um allt um allt, og að læra nýja hluti um gamla hluti eða nýja hluti um nýja hluti.:) 🙂
Ný þekking frá lesendum er ávalt velkomin 🙂 Svona ekki vera feimin.
En já ég ber nýjar mjög svo áhugaverðar fréttir, þó ég segi sjálf frá.
Ég vaknaði tiltölulega snemma síðasta föstudag, og kíkti að sjálfsögðu á mína venjulegu net rútínu: email, fréttir, ýmis blogg. Svo upp úr hádegi kíkti ég aftur á emailið mitt og þá hafði ég fengið nýtt email sem hafði verið sent af blogginu mínu og hljómaði ca á þennan veg: Hæ. Ég rakst á bloggið þitt og ákvað ég að láta þig vita að þú ert ekki eini Íslendingurinn í UCLAN. Ég er semsagt hinn Íslendingurinn í UCLAN………………………..
Eins og allir vita og ég hef oft skrifað, þá er ég einmanna hérna. Þannig að auðvitað fékk ég tilfelli um leið og ég las emailið um að YOU’RE NOT ALONE. 🙂  Þannig að ég hringdi í fylgjandi símanúmer um leið. Þessi líka mjög svo geðþekki ungi maður (að röddinni að dæma) svarar og við spjöllum í smá stund og það kemur í ljós að hann er ekki nemandi í UCLAN (háskólinn minn, University of Central LANcashire) heldur lektor í heimspeki og er búinn að vera hér í ár, En hann hljómaði strax vel og eftir smá spjall og planleggingar ákváðum við að hittast yfir bjór á laugardagskvöldið.
Þannig að sem sagt síðasta laugardagskvöld hittumst við Garðar á einum pöbbnum hérna og kjöftuðum um allt og ekkert til lokunar. Mjög indælt kvöld, og við ákváðum það að næst þegar okkur leiðist eða langar að kjafta, þá munum við gera þetta aftur 🙂
Sunnudagskvöldið fór svo allt í það að klára skýrsluna mína og skilaði ég henni inn í dag, frekar sátt við hana.
Sjáum til hvort það gerist eitthvað spennandi næstu daga til að skrifa um