26.September.2005. Heppnasta stelpan

Heppnasta stelpa í heimi er komin í nýja fína húsið sitt í Preston.
Þar sem ég er nú komin út núna þá veit ég varla hvort ég nenni að vera að segja ykkur frá smáhlutum sem ég var að gera á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku. Jú að vísu verð ég að skrifa það því annars mun ég ekki hætta að hugsa um það að hafa ekki skrifað neitt. Sko bara stutt samt 
Á miðvikudaginn ákvað ég að drífa mig með pappírana mína til Lín, þar sem ég hafði nú loksins ákveðið mig með það að taka fjandans lánið. Þar fékk ég svo pappíra til að fara með í bankann, og eftir að hafa stofnað Lín reikning í bankanum fór ég aftur á heilsugæslustöðina til að sækja bólusetninga skírteinið mitt. Þegar þangað var komið, kom í ljós að ég hafði verið rukkuð of mikið fyrir sprauturnar, þannig að ég fékk endurgreiddar 1600 kr. Sem ég var nú alveg sátt við . Eftir að hafa fengið peninginn minn endurgreiddan fór ég í sjoppu að kaupa mér sódavatn, og þá sá ég víkingalottó vél og hugsaði með mér að þar sem að ég var heppin í peningamálum nú þegar um daginn þá ætti ég kannski að kaupa mér lottó. Jú, jú ég sló til en nema hvað fjandans vélin var svo biluð. Þannig að þetta var greinilega ekki minn dagur til að vinna í lottóinu . Þannig að ég fór án lottómiðans míns í gleraugnaverslunina mína til að láta skoða í mér sjónina, því ég var farin að sjá virkilega illa með gleraugunum mínum sem ég fékk fyrir 2 árum síðan. Jú grunur minn reyndist réttur, fjandans sjónin er búin að versna alveg þvílíkt á síðustu 2 árum. Gleraugun voru -3,25 en ég mældist -4,0. Þannig að svekkt skildi ég gleraugun mín eftir í búðinni til að fá nýjan styrkleik og fór að ná í hann Halla vin mín í vinnuna. Hann átti svo að mæta í skólann klukkutíma seinna, þannig að við fórum á Kofann í kaffi. Nema að það var svo gaman að kjafta saman að Halli ákvað nú þar sem þetta væri síðasta skiptið í nokkra mánuði sem við gætum setið saman á kaffihúsi, að skrópa í skólann. Eftir smá setu á kofanum ákváðum við bara að keyra upp í fjörðinn og halda kaffihúsasetunni okkar áfram þar. Svo fór ég bara heim til hans Eisa míns og eyddi kvöldinu með honum heima í rólegheitum. Að vísu pakkaði ég eitthvað smá líka það kvöldið.
Fimmtudagurinn fór svo bara í eitthvað stúss hingað og þangað um bæinn. Og var eitt af þessu stússi að fara niður í gleraugna verslun að sækja gleraugun mín sem kostaði ekki nema helvítis 16.000 kall . Ég gerði svo eiginlega ekki mikið meira merkilegt um daginn og kvöldið fór aftur í það að bara hanga heima með yndislegustu strákunum mínum 3.
Svo byrja allar skemmtilegu sögurnar og núna ætla ég líka að útskýra fyrir ykkur af hverju ég er heppnasta stelpa í heiminum
Ég er SSSSSSSSSSVVVVVVVVVVVOOOOOOOOO heppinn að hafa kynnst honum Eisa fyrir næstum 6 árum síðan. Á föstudagskvöldið bauð þessi draumaprins minn mér út að borða á Lækjarbrekku. Það var ekkert smá indælt hjá okkur. Borðuðum okkur fullsödd af humri, kjöti og fisk og skoluðum því niður með góðu rauðvíni við kertaljós  Eftir matinn röltum við niður á kaffibrennsluna að sækja breska símkortið sem ég hafði greinilega týnt þegar ég var þar með Unu 2 dögum áður (mér fannst ekkert smá frábært að þau skulu hafa geymt þetta blessaða litla kort, enda sparaði þetta mér alveg 3000 kall, ásamt veseninu að fá nýtt kort og nýtt númer með því). Svo spurði Eisi mig hvað ég vildi gera, hvort ég vildi fara heim eða á eitthvað kaffihús eða eitthvað. Ég aðsjálfsögðu get ekki farið úr bænum nema að kíkja alla veganna við á kofanum. Að vísu var mig búið að gruna allan daginn að hann Eisi hafði planað eitthvað á kofanum, en ég meina ég vildi ekki segja neitt ef svo hafði ekki verið . En jú, jú við komum á kofan og þar sátu Kolla vinkona og hann Gummi vinur okkar (þau 2 í sitthvoru lagi eiga að vísu mjög oft til að koma á kofann og bara hanga þar í byrjun kvölds), þannig það að þau væru þar gaf ekkert upp. Það var ekki fyrr en við Eisi förum á barinn að fá okkur bjór og þá segir Kristín (stelpan sem var að vinna) að bjórinn fyrir okkur í kvöld væri á 390 kr, og þá auðvitað fattaði mín að jú hann Eisi hafði planað eitthvað partý á kofanum. Enda eftir hálfan bjór kom pabbi og frændsystkini hans Eisa og svo byrjuðu allir vinir mínir að streyma inn. Bara snilld, ég meina mig langaði að halda kveðjupartý en ég bara var ekki að nenna að standa í því, frekar enn hinn daginn. En svona er að eiga frábæran unnusta sem sér um að gera svona surprise fyrir mig. Já ég ætlaði bara að koma að þökkum til minna fyrrverandi/enn verandi????  atvinnuveitanda minna. Jóhanna og Stulli kíktu auðvitað við, enda ekkert partý á Kofanum ef þau hefðu ekki kíkt. Málið er það, að það fóru allir svo snemma heim þannig að þegar Kristín spyr Jóhönnu hvenær eigi að hætta bjór og skot tilboðinu fyrir okkur þá vorum við bara 5 eftir og þau voru svo frábær að leifa okkur að hafa þetta tilboð þangað til við færum. Takk, takk þið gáfuð okkur færi á því að spara pening alla veganna fyrir Eisa til að kaupa sér flugmiða aðra leiðina til mín  En já við skemmtum okkur alveg geðveikt vel. Ég meina ég var þarna umkringd fjölskyldu og vinum, og hvers getur maður virkilega óskað sér meir en það .
Að vísu var þetta frekar fyndið því á 25 ára afmælinu mínu hélt Eisi líka surprise fyrir mig á kofanum en þá mættum við rúmum klukkutíma of seint, því ég meina ég vissi ekki af partýinu og skildi ekki af hverju Eisi var að reka svona á eftir mér á meðan að ég var að gæða mér á fría afmælisísnum mínum, þegar við vorum úti að borða. Núna hins vegar einhverra hluta vegna mættum við á undan öllum. Ég veit ekki hvort það var stress í Eisa að lenda ekki í því sama og seinast eða hvað. Því ég meina við vorum frekar lengi að borða, og svo sátum við uppi á barnum að klára rauðvínið okkar og svo röltum við í rólegheitum á brennsluna, þannig að já.  En öllum fannst frekar fyndið að ég væri þarna að taka á móti þeim : hey átti þetta ekki að vera surprise?. En já svona er það við erum alltaf of snemma eða of seint í því.
Laugardagurinn fór svo í það að sofa úr sér þynnkuna, hanga svo og glápa á sjónvarp og éta vöfflurnar hans Eisa sem hann bjó til  (drauma maður eða hvað????)
Svo fór ég að hitta hana Mílenu mína á kaffihúsi, því hún var búin að panta mig  en bæði vegna þynnku og misskilnings þá náðum við ekki nema að sitja í tæpan klukkutíma saman. En ég meina það var það þó, og svo gaf hún mér ógeðslega flott kerti til að taka með mér út. Að vísu ekki besta gjöfin til að gefa manneskju sem er að taka með sér 10 kg yfirvigt, en mér fannst það svo sætt af þeim (henni og Paulo manninum hennar), og mér fannst kertið svo flott að ég gat ekki annað gert en að troða því í töskuna mína (enda mjög fegin fyrir það núna ). Svo fór ég eftir kaffihúsið til hans elsku pabba míns að kveðja hann, og svo heim til elskunnar minnar. Að vísu stakk ég svo aðeins af til hennar Þórunnar, að láta hana fá ugluna sína sem ég hafði límt en ekki enn látið hana fá, og jú í kaffi og kveðju knús, þar sem hún var veik og komst ekki í kveðjupartýið.
Restin af kvöldinu fór svo í það að reyna að klína mér sem næst Eisa, því hann fór svo í vinnuna kl 23-4. Eftir að hafa meira og minna setið límd við hann fór hann í vinnuna og ég kláraði að pakka. Komst að því að ég væri með rúm 30 kg með mér en má bara taka 20 kg. Svo kom ástin mín heim úr vinnunni og við náðum að fikta í tölvunni minni og klára að setja allt í töskur sem eftir var og svo var bara keyrt út á völl.
Rétt áður en við komum út á flugvöll var ég eitthvað að spá í því hversu mikið ég mundi þurfa að borga í yfirvigt og hvort að við þyrftum ekki að bíða lengi í röð til að tékka mig inn. Eisi segir þá að hann hafi heyrt að ef maður fer í business class innritunarborðið og leiki sig heimskan þá tékki þeir mann samt inn. OK, við komum á völlinn og það var ekki mikil röð og við vorum fyrst að vesenast aðeins, en svo fer Eisi beint að business class borðinu. Ég vildi það ekki og var að reyna að draga hann í burtu, því mér finnst ekki gaman að leika mig heimska, sérstaklega þar sem hin röðin var alls ekki löng. En nei Eisi hélt bara áfram að standa þarna og sagði: æ þetta er í lagi maður. Þannig að þegar röðin kom að okkur þá labbaði ég treglega að borðinu og rétti útprentaða miðann minn, og set yfirvigtartöskurnar á bandið. Ég ætlaði að segja eitthvað um vigtina en ákvað að reyna að láta eins og ég væri ekki með yfirvigt . Jú, jú gellan hún bara innritar allt inn og ekkert mál. Að vísu var hún smá fúl á svipinn, en ég meina ég komst í gegn með yfirvigt og að hafa innritað mig á business class innritunarborði. Ég labba skömmustuleg með flýjandi augnaráð í burtu og Eisi spyr mig : nú og í hvað sæti siturðu?. Ég tékka bara til að svara honum og svara honum bara til að svara honum að ég sæti í 3F, og hugsa svo: æ ég meina hvaða máli skiptir það hvar ég sit, ég var að enda við að gera mig að fífli að skrá mig inn hjá business class. Svo hugsa ég aðeins betur 3F, bíddu en það er fremst í vélinni (upprunalega sætið mitt var að mig minnir í röð 23). Ég meina business class er alltaf fremst í öllum vélum?????????????????
Já ég er sem sagt heppnasta stelpa í heimi. Maðurinn minn færði mig laumulega yfir á business class, einhvern tímann í vikunni  (bara af því hann veit að ég hef aldrei ferðast á business class  ). Að vísu var ég ekki það svaka kát með það því að sjálfsögðu fór mín að tárast. Ég meina hvernig átti ég að fara að fara frá honum eftir þetta (þá ekki til að draga úr öllu öðru, en þetta kom mér VIRKILEGA á óvart). Mig langaði bara mest til að henda fína miðanum mínum í ruslið og setjast upp í bíl með Eisa og fara heim og vera bara þar með honum 
Ég get sagt ykkur það að ég skal sætta mig við það að vera óheppin í spilum og peningamálum það sem eftir er ef ég bara fæ að halda í þetta gull af manni það sem eftir er. Það er að vísu búið að vera planið síðustu 6 ár að halda í hann og er enn, en ég meina stelpur HANDS OFF, HE´S MINE. Ég meina eftir 6 ára samband líður mér stundum enn eins og við séum “nýja brumið”. Hverjum hefði dottið þetta í hug. Ekki mér
En þar sem þetta er orðið svo langt ætla ég að bíða með að segja ykkur frá geggjuðu flugi á business class til lestarferðar frá helvíti og svo geggjuðum vinum sem taka á móti manni á lestarstöðinni, og geggjuðu húsi 
Heyrumst

Leave a comment