3.Október.2005. Skolaferdalag og helgin

(Hahaha Helga allt tad sem tu taldir upp er einmitt tad sem eg sagdi vinum minum herna ad mig langadi i afmaelisgjof. Vid aetlum nefnilega ad halda party i tilefni tess ad eg verd ekki lengur 25 :cry

AAAARRRRRGGGGG ég er að verða geðveik á ipodinum mínum. Ég skil ekki skil ekki skil ekki. Málið er það að hann virkar fínt. En sum lög neitar hann hreinlega að spila. Þetta er eins og það eina sem mig langar stundum að hlusta á áður en ég fer að sofa er Norah Jones. En nei hann neitar að spila þau lög. iTunes spilar lögin í tölvunni en fucking ipodinn neitar að spila þau. WWWWWWHHHHHHHYYYYYYY. Einhver???????
 
En alla veganna ég ætlaði að segja ykkur frá skólaferðalaginu mínu. Ég vaknaði kl 7 á föstudagsmorgun. Ég smurði mér nesti (hef ekki gert það í ár og öld) og svo labbaði ég af stað í skólann. Eftir 20 mín labb kom ég að byggingunni minni og beið svo fyrir utan með öllum hinum. Við erum 9 í kúrsinum. 8 stelpur og 1 strákur  Við erum þrjár sem erum ekki frá Bretlandi, það er auðvitað ég, svo Lourdes frá Guatemala og Dawn frá USA. Svo eru Becky, Becky, Vivian, Natasha, Shelly og Jamie (strákurinn) öll innlend. Fyrir utan Lourdes (37 ára) og Shelly (32) þá held ég að allir hinir séu um 23 ára.
Já en kl 8:15 komu svo Tal kennarinn okkar og Rachel aðstoðar/sýnikennarinn okkar og við settumst öll upp í minibus á vegum skólans. Eftir svo 2 tíma keyrslu komum við að mjög skógi vöxnum garði. Við vorum frekar snemma í því þannig að við settumst öll og fengum okkur kaffi. Svo eftir það var okkur hópað saman og við öll sett í svona klifur ólar og við fengum öll sýnikennslu í hvað við ættum að gera. Það er hvernig við ættum að festa okkur á hin og þessi reipi og allt það. Svo var bara haldið í hann. Við sem sagt fórum að apast. Held það sé bæði kallað go ape eða ape sliding. Þetta felst í því að fara yfir ýmsa kaðalstiga, net, og að renna sér niður víra sem eru staðsett hátt upp í trjánum. Hmm ég verð að segja að þetta var BARA GAMAN . Ekkert smá gaman að renna sér niður kaðal, hangandi eingöngu í klifur ólinni úr alveg risa tré. En já öll brautin tók ca 2 tíma. Við skemmtum okkur alveg konunglega og náðum að kynnast hvort öðru.
Eftir að við vorum búin fengum við okkur nesti og lögðum svo af stað heim.
Þegar við komum svo aftur til Preston fóru allir heim. Á leiðinni heim keypti ég pottaplöntu (því það vantaði eitthvað inn í stofuna til að lífga hana við). Svo slappaði ég aðeins af, fór í sturtu og við fengum okkur að borða (hihi ég hef ekki þurft að elda einu sinni hérna, þau elda alltaf ofaní mig, ohh ég elska þessa litlu frönsku vini mína  ). En já eftir mat komu Remke, Nichole, Debra, Karina og Julien (annar Julien, sá sem býr með Lourdes). Eftir að hafa setið svo heima í einhvern tíma lögðum við öll af stað í spænska húsið því Alfredo átti afmæli. Í spænska húsinu búa sem sagt Ana, Maria (hef ekki enn hitt hana), Alfredo, Samuel og svo einn Spánverji sem ég man ekki hvað heitir. Þar var alveg svaka partý, hrúga af fólki. Við vorum að vísu þarna bara til miðnættis og fórum svo öll heim. 
Laugardagurinn fór svo bókstaflega allur í leti. Við sátum bara heima að slappa af og um kvöldið röltum ég og Julien út í videoleigu. Við horfðum öll svo á myndina og svo á aðra mynd í tölvunni hans Juliens og fórum svo bara að sofa.
Í dag (sunnudag) vöknuðum við öll frekar snemma. Fórum öll í sturtu og drifum okkur á bókasafnið, þar sem við erum ekki enn nettengd heima. Við vorum að vesenast á netinu í tæpa 2 tíma og fórum svo heim. Ég fór svo að læra því þó að ég byrji ekki fyrr en á mánudaginn í skólanum (á morgun) þá þurfti ég samt að lesa ca 70 bls fyrir tímann. Og þar sem ég ÆTLA að standa mig vel í masternum mínum þá sat ég í rúma 4 tíma að lesa og læra ýmsa beina hluta utan að. Ég nefnilega kann öll beinin utan bókar en hvert bein er með alveg hrúgum af kennileitum sem ég man ekki alveg, þá þurfti ég að sitja og lesa og læra og allt það.
Á meðan að ég var uppi að læra (ég nefnilega get ekki lært í mínu herbergi ef fólk er í stofunni, en sem betur fer erum við með vinnuherbergi uppi sem engir notar og það heyrist EKKERT þar). Þannig að ég sat þar í 4 tíma á meðan að Helene, Pauline, Julien, Dani, Alfredo, Samuel og Remke voru niðri að drekka og halda “partý”. Þegar að ég var búin að lesa og læra það sem ég þurfti fór ég niður og sat með þeim í ca 2 tíma. Svo afsakaði ég mig og fór inn í herbergi, og hér er ég. Það eru að vísu allir farnir núna enda er kl: 1.
Þar sem ég er nú búin að segja ykkur allt þá held ég að ég fari núna að sofa. Enda þarf ég að vakna í fyrsta fyrirlesturinn minn í fyrramálið.
Gangi mér vel á fyrsta deginum mínum í skólanum

Leave a comment