Thursday, 25 May, 2006

Meira af síðustu viku

Posted in Uncategorized at 13:06 pm by lexusinn

Jæja sem sagt kominn tími á að skrifa eitthvað.

Eftir ferðina okkar góðu til Liverpool á þriðjudeginum, ákváðum við Piotr að fara til Manchester á miðvikudeginum. því miður byrjaði að rigna þegar að við komum til Manchester, þannig að við náðum ekki að rölta mikið um bæinn og skoða okkur um, enda ekkert gaman að rölta mikið í hellidembu. Við fórum því á aðal verslunargötuna, Picadilly og fórum á búðarráp. Piotr er nefnilega búinn að eiga í erfiðleikum með að finna á sig einhverjar buxur hér í UK. Við röltum inn í eina ódýra búð sem heitir Primark og þar endaði hann á að versla sér 5 pör af buxum, 2 síðermaboli, 2 hettupeysur og belti og kostaði það allt bara 6000 kr, og var hann alveg yfir sig ánægður og sagðist ekki þurfa að versla föt það sem eftir væri af árinu. Ég hins vegar vildi bara finna á mig íþróttabuxur í þessari búð, en það voru engar flottar í minni stærð. Við héldum svo búðarrápinu áfram í um klukkutíma og svo nenntum við ekki meir. Fórum og skoðuðum eina kirkjuna í Manchester og fórum svo og fengum okkur drykk. Eftir það vorum við svöng, þannig að við röltum að kínahverfinu og fengum okkur að borða á kínverskum veitingastað og svo var bara haldið heim. Við eyddum svo restinni af kvöldinu heima upp í sófa að glápa á TV.

Á fimmtudeginum ákvað ég að sofa út og Piotr fór að hitta kennarann minn og eyddi morgninum í að kjafta við hana. Hann kom svo heim og við vorum bara að glápa á TV og eyða tímanum á netinu. Um 17 leytið fórum við svo að fá okkur að borða og eftir mat ákváðum við að fá okkur göngutúr. Við enduðum á því að labba út um allt í Preston, skoða gamlar kirkjur og byggingar. Fundum gamla brautarteina sem ganga undir Preston og okkur fannst þetta svo merkilegt að við eltum teinanna til að sjá hvert þeir fara. það er við það er ekki hægt að fara á teinanna sjálfa þannig að við eltum þá ofan af götunni og löbbuðum hálfan bæinn að elta þessa blessuðu teina, sem enduðu svo í göngum sem við gátum ekki fundið endann á. þannig að við gáfumst upp og héldum göngu okkar áfram þangað til það var farið að dimma og þá ákváðum við að við værum búin að labba nóg og kíktum í bjór á einum af pöbbunum hér og svo var bara farið heim. 

Á föstudeginum fórum við í hádeginu að fá okkur að borða með kennurunum mínum og eftir mat lögðum við leið okkar enn eina ferðina á lestarstöðina og tókum lest til Blackpool. þar fórum við í tívolí, því Piotr hafði aldrei á ævinni farið í nein svoleiðis tæki. Eyddum við því deginum í rússíbönum og öðrum tækjum, mjög gaman. Svo fórum við á veitingastað í bænum og sátum þar alveg heillengi að borða og drekka vín og spjalla um heima og geima. Tókum svo síðustu lestina aftur til Preston, kíktum á einn skemmtistað í bænum og fórum svo heim.

Svo kom laugardagurinn og eftir smá TV gláp, pakkaði Piotr og við fórum enn eina ferðina á lestarstöðina saman, nema að í þetta skipti var ég ekki að fara neitt, heldur fékk ég að labba ein heim eftir á 😦 En svona er það allt gott þarf víst að taka enda.

þannig að hér er ég, ein aftur að gera ekki neitt, bara að bíða eftir að Eisi minn komi að heimsækja mig 2 júní og svo eftir að hann fer, fer ég til mömmu til Bosníu að vinna og skrifa mastersritgerðina mína.

En nóg í bili, þangað til næst 

Monday, 22 May, 2006

Geggjuð vika

Posted in Uncategorized at 1:48 am by lexusinn

Jamm ég er sem sagt orðin einmanna hér eina ferðina enn. Piotr, vinur minn kom síðasta laugardagskvöld frá Bournmouth til Preston. Hann kom ekki fyrr en um rúmlega 20 um kvöldið, þannig að við tókum taxa heim, ég sýndi honum herbergið hans. Við fengum okkur bjór heima og horfðum á TV. Svo löbbuðum við niður í bæ og náðum okkur í take away mat, og tókum svo taxa heim að borða mat og horfa á meira TV.

Á sunnudaginn ákváðum við bæði að sofa út og svo horfðum við á smá TV og letihauguðumst upp í sitthvorum sófanum. Svo fórum við í bæinn, versluðum batterí fyrir reykskynjaran heima, ásamt sjampó og bað sápum. Fórum við svo á einn pöbbinn í bænum að fá okkur að borða, fengum okkur aðsjálfsögðu bjór með. Svo kom Helene (ein af stelpunum sem ég bý með), við 3 sátum og kjöftuðum og drukkum og kjöftuðum og drukkum og enduðum á því að fara heim um 1 um nóttina. Frábært kvöld, bókstaflega, endalaust kjaftað, slúðrað, drukkið og bara name it.

Á mánudeginum, sváfum við líka út, hittumst í stofunni (hans herbergi er á 3 hæð, mitt á 1 hæð), fengum okkur kaffi og svo löbbuðum við niður í skóla, hittum kennarann minn og sátum þar og töluðum við hana í að minnsta kosti 2 tíma. Eftir það fórum ég og Piotr á pöbbinn að fá okkur að borða, og fórum svo heim að hafa það bara næs heima að glápa á TV, sörfa á netinu, labba í bæinn um kvöldið, taka take away mat og fara aftur heim að horfa á TV.

Á þriðjudeginum vorum við búin að fá nóg af því að gera ekki neitt. Við fórum og fengum okkur mat sem kennarinn minn hafði útbúið fyrir sunnudagsveislu sem ekkert varð úr, og borðuðum við því í einni kennslustofunni, ásamt bekkjarsystkinum mínum og öllum kennurunum. Krakkarnir entust í um rúman klukkutíma, og 3 af þeim ákváðu að fara á pöbbinn, á meðan að hin fóru bara heim. Ég og Piotr ákváðum hins vegar að vera um klukkutíma lengur að spjalla við kennarana, svo þegar að kennararnir þurftu að fara að gera sína kennara vinnu, fórum ég og Piotr að hitta þessi 3 bekkjarsystkini mín á pöbbnum. Málið er bara það að bekkjarsystkinin mín eru ekki svo áhugaverð, og eins og ég þoli þau ekki að vissu leyti þá þoldi Piotr þau ekki heldur (eina ástæðan fyrir því að ég hangi með þeim annars, þegar ég er ein hér er að jú ég er einmanna og þarna er fólk sem er í sama fagi og ég) en þegar ég hef alvöru VIN sem þekkir mig meira og minna út og inn, þá nenni ég ekki að hanga með þessum krökkum. Þannig að við ákváðum að fara og gera eitthvað, og það eina sem mér datt í hug var að fara og taka lest til Liverpool að skoða okkur um. Þannig að við tókum lest til Liverpool, löbbuðum um bæinn í 2 tíma og fengum okkur svo bjór á einum pöbbnum þar og ákváðum svo að taka lest heim. Nema að þegar að við komum á lestarstöðina, þá var klukkutíma bið í næstu lest til Preston, þannig að við fórum á pöbbinn á lestarstöðinni og fengum okkur bjór meðan að við biðum. Og greinilega orðið langt email þannig að enn eina ferðina kemur framhald næst J

Tuesday, 16 May, 2006

Komin í smá frí LOKSINS

Posted in Uncategorized at 1:41 am by lexusinn

Jæja gott fólk, ég er sem sagt búin með öll verkefnin mín. Önn nr 2 er búin og ég er komin í 2 vikna frí samkvæmt stundarskránni, því önn nr 3 byrjar svo 26 maí. Ég var að spá í því hvort ég ætti að koma heim á þessum 2 vikum. En málið er það að ég var búin að suða svo lengi í vini mínum, honum Piotr (sem ég var að vinna með í Bosníu) að koma að heimsækja mig. Hann er nefnilega núna að kenna í Bournmouth í suður Englandi, þannig að ég vildi endilega að myndi koma að hitta mig og kennarann minn sem hann þekkir líka. Hann sagðist alltaf ætla að koma og svo ákvað hann að koma núna vikuna 13-20 maí, þannig að ég gat ekki bara sagt æ, veistu ég er farin heim til Íslands, ekki koma. Einnig, ég er að plana að koma heim í júlí á landsmót og þar sem ég hef enn ekki lært að skíta pening og ekki er ég vinnu, né að vinna nokkurn skapaðan hlut í Lottó, þá ákvað ég að koma ekki heim yfir þessar 2 vikur.  það spilaði auðvitað líka inn að ég var ný komin að heiman og ég á eftir að kaupa og borga fyrir flug til Bosníu héðan. þannig að já ég kem því miður ekki heim fyrr en í júlí í nokkra daga.

En já það er nú ekki mikið búið að gerast síðan að ég komst í frí, sem var núna á föstudaginn. Hannes, íslenski strákurinn sem býr hér í smá bæ nálægt Preston kom í bæinn á föstudaginn og við kíktum út í nokkra bjóra. Á laugardaginn vaknaði ég svo veik, þá ekki áfengis veik heldur flensu/kvef veik, enda eru allir í húsinu og allir í skólanum veikir líka. Svo kom hann Piotr á laugardagskvöldið og síðan þá erum við bara búin að vera á pöbbarölti, horfa á sjónvarp, borða, sofa og njóta þess að vera í fríi. Ég auðvitað tók á veikindunum eins og ég geri alltaf, það er ekki að viðurkenna það að ég sé veik og eins og alltaf þá virkar það best fyrir mig, sem sagt fara bara út og láta sem ég sé ekki veik og oftast hverfa veikindin hjá mér þannig. Ég nenni ekki að liggja heima undir teppi að ná úr mér veikindum ef þetta er bara 38 stiga hiti, kvef og særindi í hálsi, hefur alltaf verið þannig og svo lengi sem ég fæ að ráða þá verður það þannig, enginn aumingjaskapur hér :), það þarf í minnsta lagi að vera 40 stiga hiti og óráð sem mun kannski halda mér heima, en ég meina það hefur gerst einu sinni til tvisvar síðustu 10 ár, þannig að. En nóg um það. Planið næstu daga er að ég og Piotr erum að fara með bekknum mínum og kennurum að borða heimatilbúinn mat eftir Tal kennarann minn á morgun. Það átti nefnilega að vera svona pikknikk heima hjá henni á sunnudag, en dóttir hennar var veik þannig að hún ætlar bara að koma með allt í skólan á morgun. Svo ætlum við að reyna að fara til Manchester, Liverpool og Blackpool á næstu dögum að versla og skoða okkur um. Enda hefur Piotr sama sem ekkert séð af Englandi.

þannig að svona er það, þarf víst að fara að sofa svo ég geti vaknað á morgun til að fara að borða allan matinn 🙂

Knús og kossar

Sunday, 7 May, 2006

Posted in Uncategorized at 12:07 pm by lexusinn

Jæja þá, ég fór með tölvugreyið mitt til tölvulæknis og hann sagði að annað hvort væri processorinn farinn eða móðurborðið útbrunnið, eða hvað sem maður segir. Hann bað mig um að skilja tölvuna eftir hjá honum í 10 daga og svo sjáum við til hvað hægt er að gera. Hvort sem það er mun það ekki verða ódýrt né lagfært á einum degi. Oh well, þýðir ekki að gráta yfir því. Ég fékk þó alla veganna litla tölvu lánaða á meðan, þannig að ég get klárað verkefnin mín hér heima í stað þess að vera inn á ógeðs bókasafninu. Ég er bara orðin svo háð tölvunni að mér líður eins og það vanti á mig líkamsparta ef ég hef ekki tölvu og net heima. Eittvað í líkingu við það að vera símalaus. Vá, hvað maður er klikkaður. Ég man ennþá tímana þegar fartölvur voru risastórar og bara fyrir þá sem áttu mikinn pening og þegar farsímar voru bara draumur hinna tæknivæddu. En svona er það.

Alla veganna, ég fór í sviðsetta réttinn minn síðasta miðvikudag og var frekar stressuð því ég hafði runnið út á tíma með skýrsluna mína sem ég átti að vitna úr, og voru því þó nokkuð margar stafsetningarvillur í henni, og lögfræðingarnir sitja víst mikið út á þær. En þessi 30 mín pína og kvöl var ekki eins slæm eins og ég hafði ímyndað mér og tókst mér að halda ró minni og fagleika og labbaði út úr réttinum með reisn. Öllum í mínum bekk gekk vel, fyrir utan 2 stelpur sem voru hakkaðar í spað af lögfræðingunum og þær löbbuðu út með ekki svo mikilli reisn. Svo var einn úr DNA programminu sem líka var hakkaður í spað fyrir að reyna að ljúga undir eið. En sem betur fer gekk mér vel. 🙂 Hjúkk, fegin að það er búið.

Núna þarf ég bara að klára 12 bls verkefni og halda 15 mín fyrirlestur úr því á morgun og svo 15 bls ritgerð sem ég þarf að skila inn á föstudag og þá er mín komin í smá frí. Vinur minn Piotr, sem ég var að vinna með í Bosníu er staðsettur í Bournmouth og hann ætlar að koma og kíkja á mig 14 maí – 19 maí og svo eftir það mun ég bara byrja að pakka og fara svo til hennar mömmu minnar í byrjun júní eða lok maí. Svo ef einhver vill kíkja í heimsókn til mín meðan ég er enn hér, síðasti séns. Ég er að vísu með leigusamning til lok Ágúst en ég verð ekki hér í júní, júlí, ágúst.

Jæja, nóg um það verð víst að halda áfram að læra.

Knús og kossar til allra. Takk fyrir að vera dugleg við að kommenta, mér þykir afskaplega vænt um það 🙂

Monday, 1 May, 2006

Laera laera laera

Posted in Uncategorized at 15:01 pm by lexusinn

Jaeja gott folk. Er ad skrifa af bokasafninu og engir islenskir stafir. Viljid tid vita afhverju eg er ad skrifa af bokasafninu? hmm ma eg sja, kannski af tvi ad tolvan min DOOOOOOOOOOOOOOO. Ja hun loksins gaf upp ondina eftir ad eg var buin ad mistyrma henni nogu lengi. En svona er tad, eg vona bara ad tad verdi haegt ad gera vid hana og ta helst fljott. Og eg vona lika ad eg geti fengid lanada tolvu a medan tvi tad er ad gera utaf vid mig ad hanga herna a bokasafninu. Ogedslega heitt og illa lyktandi sveitt folk, ojjjjj situr ein vid hlidina a mer nuna og eg get svo svarid eg er ad kugast tvi tad er svo vond lykt af henni. Jukk

En tar fyrir utan er ekkert buid ad gerast hja mer annad en ad laera og laera. Eg a svo bara eina 15 bls ritgerd, eitt 12 bls verkefni, 20 min fyrirlestur og 30 min af pinu og kvol i retti, og ta er 2 onninn buin.

En ja eg verd ad koma mer heim adur en eg gubba a litlu illa lyktandi kinversku stelpuna sem raeskir sig a 1 min fresti og ER AD GERA MIG GEDVEIKA. Gud eg verd ad fa tolvu svo eg geti unnid heima.

Tangad til naest