9.September.2005. Busy day

Mjög gott gærkvöld og merkilegur dagur í dag því ég fann mér bókstaflega eitthvað að gera í dag.
Í gærkvöldi meðan að Eisi var enn í skólanum ákvað ég að reyna að gera eitthvað fyrir ferðina út, að vísu eins og ég var búin að segja ykkur þá finn ég mér alltaf eitthvað annað að gera en það sem ég á að vera að gera. Þannig að ég ákvað að þrífa gluggana að utan, svo þegar að ég var komin inn þá voru þeir ekki svo hreinir því þeir voru líka geðveikt skítugir að innan. Þannig að ég þreif þá að innan líka og komst að því að ég hata ljótu, svörtu rimla gardínurnar okkar. Svo eftir þá uppgötvun kom Eisi heim úr skólanum og við fórum heim til Mílenu vínkonu og mannsins hennar Paulo í grill. Þar fengum við alveg virkilega gómsæt svínarif og kjúkling, og svo gæddum við okkur á ostakökunni og Tíramísuinu sem ég og Eisi komum með í desert. MMMMMMM namm namm þessi ostakaka (hindberja ostakaka úr búðinni) er GEÐVEIK. Ég menisegja gerðist svo frökk að taka restina af ostakökunni með mér heim þegar Mílena spurði. Hvað get ég gert ég bara ræð ekki við mig þegar kemur að þessari köku. Að vísu verð ég að viðurkenna að ef það hefði verið eitthvað eftir af rijunum þá hefði ég án efa stungið nokkrum í vasann hjá mér og étið þau svo heima. Namm namm.
Allaveganna nóg um það. Dagurinn í dag var mjög fínn því ég fann mér eitthvað af viti að gera. Ég byrjaði á því að bóka flugmiðan út, ég flýg 7:30 á sunnudagsmorguninn 11 sept og svo kem ég heim aftur á föstudagskvöldinu 16 sept. Svo hringdi ég í breska sendiráðið til að fullvissa mig um það að ég þyrfti ekki neinskonar námsmanna visa inn í landið, ég meina better safe then sorry. Svo lék ég mér í tölvunni í 2 tíma meðan að ég beið eftir því að fá bíl (ekki leigubíl að sjálfsögðu)
.
Eftir að hafa fengið bílinn dreif ég mig í húsasmiðjuna til að kaupa lím til að líma stélið aftur á uglu styttuna sem ég hafði keypt handa henni Þórunni í Sarajevo. Ég pakkaði henni greinilega eitthvað illa inn á leiðinni heim og það brotnaði upp úr henni á leiðinni, og það er ekki svo cool að gefa brotnar gjafir. SVO fór mín í rúmfatalagerinn og keypti 2 rúllugardínur fyrir svefnherbergið. Ég ætlaði líka að kaupa svona ljósar viðar rimlagardínur fyrir stofuna en því miður voru þær uppseldar. Þar sem ég átti að hitta Eisa eftir klukkutíma til að fara í Ikea ákvað ég að fara á Amokka að heimsækja hana Rósu vínkonu mína því ég hef ekki séð hana svo lengi og svo átti hún líka inni hjá mér styttu af fíl sem ég hafði keypt handa henni úti. Eftir einn latte og smá spjall þurfti Rósa að halda áfram að vinna og ég þurfti að fara að hitta Eisa minn í Ikea.
Ástæðan fyrir Ikea ferðinni var sófa leit. Enda okkar sófi orðinn frekar sjúskaður. Við settumst í alla sófa í Ikea sem litu út fyrir að vera kósý, en fundum engan spes. Við vorum að labba út úr sófa deildinni þegar að ég rak augað í einn sófa sem var inn í einni af þessum sýningar stofum. Við ákváðum að setjast í hann svona upp á djókið því að hann kostaði 99.900. Heyriði fucking sófinn var svo þægilegur að ég hélt við myndum aldrei standa upp úr honum aftur. Sem betur fer var hann uppseldur en þó væntanlegur því ef hann hefði ekki verið uppseldur þá hefðum við örugglega bara sett hann á visa kortið. En í staðinn þá settum við okkur á biðlista, æ þið vitið bara svona upp á djókið. Ohhhh þetta er orðinn draumasófinn okkar og við hugsum ekki um neitt annað. Að vísu til að bæta aðeins hina sáru tilfinningu að labba ekki út úr Ikea með draumasófann, keyptum við 2 ljósar viðar rimlagardínur fyrir stofuna okkar.
Eftir að við komum heim hófumst við spennt handa við að setja upp fínu gardínurnar okkar. Svo límdi ég einnig ugluna hennar Þórunnar og svo fór restin af kvöldinu í það að slappa af og glápa á sjónvarpið. Sko ég finn mér alltaf eitthvað að gera annað en að pakka.
Hey já ég er búin að setja inn myndir frá Króatíu.
Heyrumst

Leave a comment