15.Febrúar.2006. Góður Valentínusardagur þó hann hafi verið án Eisa míns

Helgin okkar Eisa saman var mjög afslöppuð og frábær. Það var svo gott að fá hann hingað að þið gætuð ekki trúað því.
Á fimmtudagskvöldið fór ég sem sagt til Blackpool að sækja Eisa á flugvöllinn og svo tókum við lest til Preston. Þegar við vorum komin til Preston var klukkan um 22:30 þannig að við settumst á kaffihús í einn bjór og fórum svo og keyptum okkur pizzu og tókum hana heim. Gláptum á smá sjónvarp yfir pizzunni og horfum svo á nokkra þætti í tölvunni minni og svo að sofa.
Á föstudaginn ákváðum við svo að vera ekkert að stressa okkur og ákváðum bara að sofa út. Svo fórum við aðeins niður í skóla og spjölluðum smá við kennarann minn, hana Tal, og svo á kaffihús að fá okkur að borða. Þegar að við vorum búin að borða þá vissi ég ekkert hvað við áttum að gera af okkur, og datt okkur í hug að fara til Blackpool (annar hluti borgarinnar en þar sem flugvöllurinn er). Þannig að við löbbuðum niður á lestarstöð og tókum ca 25 min lest til Blackpool north. Þar löbbuðum við aðeins um, sáum breska sjóinn og ströndina í myrkri, bryggjuna og hinn ljóta óupplýsta blackpool tower, sem er svona hálfgerð eftirlíking af Eifel tower. Svo þegar að við vorum að labba um í miðbænum, löbbuðum við fram hjá ráðstefnu húsi þar sem var greinilega að fara fram einhver mikilvæg ráðstefna, því liggur við allt lögreglulið Blackpool var á vakt. Svo eftir að hafa skoðað Blackpools finest, settumst við inn á mjög sætan og kósý stað og fengum okkur nokkra bjóra. Svo eftir að hafa setið þó nokkuð lengi inn á staðnum þurftum við að taka ákvörðun, vildum við halda áfram að sitja þarna og fá okkur að borða í Blackpool og taka svo 21:50 eða 23:10 lestina heim til Preston eða vildum við taka 20:50 lestina og þá myndum við borða í Preston. Þar sem við vorum ekki svo svöng ákváðum við að taka 20:50 lestina heim og fórum svo að fá okkur að borða á einum af veitingastöðunum hérna, góður matur og geggjaður félagskapur, kósý stemning og bara yfir það heila alveg meiriháttar. Eftir matinn kíktum við aðeins út á pöbbana og fórum svo heim að kúra og glápa á þætti í tölvunni.
Á laugardaginn og sunnudaginn var svo svipað prógramm nema að við fórum ekki til Blackpool, heldur vorum bara hér í Preston að hafa það næs saman og borða á næs stöðum og kjafta saman yfir bjór á pöbbunum.
Svo kom hinn glataði mánudagur þar sem hann Eisi minn þurfti að fara
. Sem betur fer fyrir mig þá þurfti ég að fara beint í fyrirlestur niðri í skóla eftir að Eisi hafði tekið lestina sína til London. Þannig að mér leið ekki eins illa eftir að hann fór eins og í fyrra skiptið þegar hann kom og fór. Að sjálfsögðu fannst litlu sálinni eins og ástin í lífi hennar væri farinn frá henni og hún væri aftur alein, einmanna og yfirgefin, en til þess að brotna ekki niður og eyða það sem eftir var af kvöldinu í að gráta þá reyndi ég að beina huganum frá því eins og ég gat, og um kvöldið þá spurði Helene mig hvort ég vildi kíkja út í drykk (því hún vissi alveg hvernig mér leið) og ég þáði það tilboð, þannig að við kíktum út á pöbbinn og bara sátum þar og kjöftuðum og kjöftuðum um allt nema það að Eisi væri farinn. Því í hvert skipti sem við minntumst á hann þá fékk mín kökk í hálsinn, þannig að það var alltaf skipt hratt um umræðuefni
En já svo í dag var Valentínusardagurinn, án hans Eisa míns. En ég meina þar sem við höldum hvort eð er ekki upp á hann og við áttum heila Valentínusarhelgi saman þá var þetta ekki svo mikið mál. En ég hafði nú gert smá öryggisráðstafanir fyrr í vikunni, bara svona til öryggis ef ég skildi verða einmanna á Valentínusardaginn. Ég var búin að spyrja Lulu hvort hana langaði ekki að gera eitthvað það kvöld og hún var búin að samþykkja. En svo síðasta fimmtudag bauð Vesta mér í mat inn á nýja heimilið sitt á Valentínusardaginn (hún er sem sagt flutt inn með nýja kærastanum sínum), ég sagði henni að ég væri búin að gera plön með Lulu, þannig að hún ákvað bara að bjóða okkur báðum í mat, því 12 ára sonur hennar var að koma í nokkra daga heimsókn, þannig að þau hefðu hvort eð er ekki getað gert neitt rómantískt 2 ein saman og ákváðu því að hafa bara næs matarboð fyrir vini og fjölskyldu. Þannig að í kvöld átti ég alveg meiriháttar indælis kvöldstund á nýja heimilinu hennar Vestu með henni, kærastanum hennar Anthony, Andrew synir hennar,  pabba Anthony’s, Lulu og annari stelpu sem heitir Zeinab og hundinum hans Anthonys, Tinu.
Anthony eldaði handa okkur öllum alveg geggjaða 3ja rétta máltíð, með salati og edik, hvítlauks maríneruðum tómutum í forrétt. Svo alveg hreint út geðveik Thailensk kókeshnetumjólks súpa, hmm nammi namm, og svo hrísgrjóna réttur í aðal rétt.
En já ég verð að segja að kvöldið í kvöld var virkilega indælt. Loksins komst maður í alvöru hús (ekki stúdenta hús) með alvöru fjölskyldu andrúmslofti og virkilega góðum mat og meðalaldurinn var ekki 22 ára  Ég á seint eftir að gleyma þessu kvöldi, því ég þurfti virkilega á svona næs kvöldi að halda, í einmannaleikanum
En já þannig að svoleiðis var það allt
Heyrumst næst

Leave a comment