17.Október.2005. góðir vinir og húsbýlingar

Hæ hæ
Ég fattaði það allt í einu að ég átti eftir að segja ykkur hvað húsbýlingarnir mínir og Hollensku stelpurnar voru sæt á afmælinu mínu. Þau fóru víst öll saman að versla afmælisgjöf handa mér á afmælisdeginum mínum og svo þegar partýið byrjaði þá bjóst ég við að þau mundu bara koma með eina afmælisgjöf. En nei aldrei kom afmælisgjöfin. Í staðinn þá voru alltaf allir kallaðir upp á efri hæðina. Eins og þegar Hollensku stelpurnar komu þá kom Mik og sagði: allar Hollenskar stelpur farið upp. Svo þegar spænska fólkið kom þá var kallað á þau og þau áttu líka að fara upp. Þannig að allir voru alltaf að fara upp nema ég, því ég mátti það ekki.
Svo byrjaði partýið og það voru liðnir alla veganna 2-3 tímar af partýinu og enn mátti ég ekki fá að vita hvað var uppi. Svo á endanum sögðu krakkarnir mér að setjast og þau voru hinsvegar að vesenast eitthvað fram á gangi, kveikja á kertum og eitthvað svoleiðis. Svo loksins slökktu þau ljósin í stofunni og sungu fyrir mig afmælissönginn, frakkarnir á frönsku, Hollensku á hollensku, Tinna á íslensku og Spánverjarnir á spænsku 
og svo réttu þau mér kort og risa pakka. Kortið var ekkert smá sætt og svo voru allir búnir að skrifa eitthvað sætt inn í það (ástæðan fyrir því að allir voru kallaðir upp fyrr um kvöldið). Svo fékk ég einn lítinn einnar myndar geðveikt flottan svartan leðurramma og einn stóran eins ramma fyrir 3 myndir. Svo fékk ég geðveikt flottan svartan blómavasa og alveg risastórt hvítt kerti með 4 kveikjum. Svo fékk ég body scrub, baðkúlur og sturtu sápu frá body shop og svo fékk ég líka svona relaxing kit sem innihélt 2 ilmkerti, fullt af reykelsum, sturtu sápu og næturkrem frá olay. Svo með pakkanum fékk ég eitt crép, sem sagt franska pönnuköku með súkkulaði og smarties skreytingu. Þannig að já ég verð að segja að ég á fullt af virkilega góðum vinum hérna sem augljóslega þykir mjög vænt um mig. Sem er bara FRÁBÆRT.  Ég var að vísu mjög ánægð með gjafirnar mínar en það sem gladdi mig mest var hvað þau öll voru búin að hafa fyrir þessu.
Þannig að já ég er mjög ánægð með lífið hérna. Ég er að læra það sem mig hefur alltaf langað að læra. Ég bý í mjög fallegu húsi, meni segja þá sagði gaurinn í húsnæðisskrifstofunni að við ættum fallegasta og besta stúdenta húsnæðið í Preston ( og eftir að hafa komið á mörg heimili og margir komið heim til mín sem hafa sagt VÁ þá held ég að hann hafi rétt fyrir sér  ) . Ég bý með 4 frábærum manneskjum og erum við öll eins og lítil fjölskylda og ég á fullt af virkilega góðum vinum. Hvers getur maður óskað sér meir, fyrir utan það að ég vildi óska að ég hafði Eisa, kettina, fjölskylduna mína og íslensku vini mína hérna.  En já miðað við það að ég er í burtu frá öllu og öllum sem ég elska þá gæti ég ekki verið heppnari.
Talandi um það að vera heppin með fólkið sem ég bý með þá vaknaði ég í dag og fór fram og Helen sat á sófanum að glápa á TV, Pauline var í herberginu sínu, Julien var í eldhúsinu að skrúbba ofninn og eldavélin og að taka til í eldhúsinu og Mik var inn á baði að skrúbba baðið og klósettið. Ég meina hversu gott hef ég það. Ég bý með 2 strákum sem eru alltaf að þrífa óumbeðnir  I LOVE IT
 Later

Leave a comment